Morgunblaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 20
Icelandair verð- launað í Denver Icelandair og alþjóðaflugvöllurinn í Denver hlutu viðurkenninguna „Tourism Star 2011“ á hátíðar- kvöldi ferðaþjónustunnar í Denver sem haldin var þar í borg í vik- unni. Þykir flug Icelandair til og frá borginni, sem hefst í vor, sæta miklum tíðindum, enda langþráður draumur ferðaþjónustunnar að fá beint flug með mikla tengimögu- leika frá Evrópu til borgarinnar, segir í tilkynningu Icelandair. „Ferðastjarnan“ er árlega af- hent þeim sem skara fram úr í ferða- og ráðstefnuþjónustu í Colo- rado-fylki. Helgi Már Björgvins- son, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, tók við viðurkenningunni fyrir hönd fé- lagins við hátíðlega athöfn í Den- ver. Sérstakur sjóður á vegum ferðamálaráðs borgarinnar stend- ur á bak við athöfnina sem kölluð er „Denver Tourism Hall of Fame“. Á myndinni að ofan er Helgi Már, annar frá hægri, ásamt for- stjóra Denverflugvallar og forystu ferðamálaráðs borgarinnar við móttöku viðurkenningarinnar. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012 ÍSLENSK ÚR FYRIR ÍSLENDINGA www.gilbert.is SVIÐSLJÓS Ágúst Ingi Jón sson aij@mbl.is Það er ekki nóg með að Erling Ólafs- son, skordýrafræðingur á Náttúru- fræðistofnun, hafi sett margvíslegan fróðleik um 250 pöddur inn á vef stofnunarinnar heldur hefur hann myndað þær allar og gefið mörgum þeirra íslensk heiti. Pödduvefurinn nýtur vinsælda og flestir leita á pödduvefinn til að afla upplýsinga um heimilisvanda sem tengist óboðnum gestum. á heimilum. Öðr- um vandamálum á heimilum segist Erling ekki koma nálægt! Hann segir að þetta sé í sjálfu sér eilífðarverkefni, en hann hafi síð- ustu ár reynt að koma fróðleik um tvær pöddur inn á vefinn í viku hverri með öðrum störfum hjá Nátt- úrufræðistofnun. Í vikunni bættust smáraskjanni og perlufiðrildi á vef- inn og á Erling nöfn þeirra beggja. Ákveðið skipulag við nöfnin „Ég reyni að gefa þessum smá- dýrum heiti eftir ákveðnu skipulagi og skjannar er annað heiti á hvítum fiðrildum, sem líka hafa verið nefnd kálfiðrildi á íslensku. Lirfa smá- raskjanna lifir á smára og tekur því nafnið að hluta eftir uppáhalds- fæðunni eins og margar aðrar teg- undir. Heitið á perlufiðrildi sótti ég í sænska heitið á tegundinni, en mjög oft er hægt að styðjast við erlendu heitin,“ segir Erling. Meðal heita á pöddunum má nefna alls konar fætlur, sveifur, rana, vefara, glyttur, bokka og svermur. Fjölbreytnina vantar ekki í nöfnin enda er úrvalið á vefnum mik- ið. Þar er að finna fróðleik um teg- undir af hinum ýmsu hópum smá- dýra, s.s. skordýr, áttfætlur, fjölfætlur, snigla og ánamaðka. Þar eru fulltrúar tegunda sem lifa í nátt- úrunni, húsagörðum og húsakynn- um, þar sem margt kvikindið er óvelkomið. Nýir landnemar eru dregnir fram sérstaklega, segir í frétt á ni.is Sagt er frá heimsútbreiðslu hverrar tegundar, útbreiðslu eða fundarstöðum hér á landi, lífsháttum og ýmsu tilfallandi. Einnig er gefin gróf lýsing á útliti sem nota má til að þekkja tegundirnar. Pöddutegundum á eflaust eftir að fjölga Erling segir að alls konar pödd- um hafi fjölgað á síðustu árum og eigi eflaust enn eftir að fjölga hægt og bítandi. Flestar þeirra komi með vindum og alls konar varningi. Svo sé undir hælinn lagt hvort þær nái bólfestu hér á landi. Dæmi um teg- undir sem hafa fengið lögheimili á ís- landi séu rauðhumla og Spánar- snigill. „Forsenda þess að pöddur fari inn á vefinn okkar er að þær hafi fundist hér á landi og ég hafi náð að mynda þær lifandi,“ segir Erling. „Sumar fara ekki þarna inn, þar sem ekki hefur reynst gerlegt að mynda þær og ég hef ekki komist í tæri við aðrar. Ég á samt fullt eftir af mynd- um og held ótrauður áfram,“ segir Erling. Leita á pödduvefnum til að fræð- ast um óboðna gesti á heimilum  Hefur myndað og skrifað um 250 pöddur og gefið mörgum þeirra nafn Morgunblaðið/Eggert Erling Ólafsson Öll hafa smádýrin nafn og á vefnum má lesa um alls konar fætlur, sveifur, rana og vefara. Ljósmynd/Erling Ólafsson Spánarsnigill Haustið 2003 fundust tveir stórir, rauðleitir sniglar í Reykja- vík og Kópavogi. Reyndist hér vera á ferð svokallaður spánarsnigill sem í nágrannalöndum okkar er orðinn alræmd plága, segir á pödduvefnum. Spurður hvernig líti út með vöxt og viðgang í pödduheimum á komandi sumri segist Erling að mestu hættur að reyna að spá um slíka hluti. „Hitt er annað mál að mér líst alltaf vel á snjó- þunga vetur þegar ekki gerir þung frost á auða jörð. Ég gæti trúað að Spánarsnigilinn gerði rækilega vart við sig í sumar,“ segir Erling. Á pödduvefnum er birt áskor- un um að fólk skili eintökum sem finnast af átvaglinu Spán- arsnigli til Náttúrufræðistofn- unar til rannsóknar. Þar segir að mikilvægt sé „að sporna gegn landnámi Spánarsnigils eins og frekast er unnt og skal því tor- tíma þeim sniglum sem ekki gefst kostur á að skila til Nátt- úrufræðistofnunar.“ Hans varð ekki vart á mörg- um stöðum í fyrra, en gaus þó t.d. upp í garði í Grafarvogi og segir Erling að hann reikni með að slíkum skotum eigi eftir að fjölga á komandi árum. Hann segist ekki sjá annað en að humlur geti náð sér vel á strik á sumri komanda. Öðru máli gæti gegnt um geitunga, „sem sumum er illa við ein- hverra hluta vegna“. Árgangur síðasta sumars átti í vök að verjast og þess gætu sést merki í sumar, þó að ekki sé alltaf fylgni á milli ára. Humlur gætu náð sér á strik, óvissa með geitunga SPÁNARSNIGILL GÆTI MINNT Á SIG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.