Morgunblaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta hús verður góður minnisvarði
um það sem var og er og gefur
staðnum gildi,“ segir Úlfar B. Thor-
oddsen sem kjörinn var formaður
Hollvinasamtaka gamla prestsbú-
staðarins í Sauðlauksdal við stofnun
samtakanna fyrr í vikunni. Helsta
verkefni þeirra verður að endur-
byggja gamla prestsbústaðinn í
Sauðlauksdal.
Sauðlauksdalur er merkur stað-
ur í huga íbúa Rauðasandshrepps
hins forna og Patreksfjarðar. „Hann
er ólíkur öðrum dölum og dalverp-
um. Þar er mikil náttúrufegurð,
sumarfagurt, mikið fuglalíf, gjöfult
veiðivatn og sandarnir,“ segir Úlfar.
Þá eru ótaldar minjar um sögu stað-
arins.
Fjölþætt nýting
Sauðlauksdalur hefur verið í
eyði í áratugi og mannvirki þar illa
farin, fyrir utan kirkju og kirkjugarð
sem sóknarbörnin hafa haldið við og
hirt um. Sóknarkirkjan var byggð
1863 en kirkja hefur verið í Sauð-
lauksdal frá 1512 og áður bænhús.
Gamli prestsbústaðurinn var
byggður um aldamótin 1900, hlaðinn
úr hellugrjóti. Eftir að nýr prestsbú-
staður var byggður á sjötta áratug
síðustu aldar var gamli bústaðurinn
notaður sem útihús. Síðustu árin
hefur hann verið opinn fyrir veðri og
vindum og legið undir skemmdum.
Síðustu tvö árin hefur verið unnið að
undirbúningi aðgerða til varan-
legrar varðveislu hússins sem er
eins og jörðin í eigu ríkisins.
Yngri prestsbústaðurinn er
einnig í niðurníðslu, talinn ónýtur og
er stefnt að því að hann verði jafn-
aður við jörðu.
Úlfar segir að ýmsar hug-
myndri séu á lofti um notkun gamla
prestsbústaðarins, eftir að hann hef-
ur verið lagfærður. „Nýtingin gæti
verið fjölþætt. Það mætti tengja
hana við fyrri athafnir á staðnum,“
segir Úlfar.
Sauðlauksdalur er þekktastur
frá tíma átjándu aldar mannsins
séra Björns Halldórssonar og ýmsar
hugmyndir Hollvinasamtakanna
tengjast hans framkvæmdum. Björn
var kunnur fyrir garðræktar- og
jarðyrkjustörf og fræði- og ritstörf.
Hann var fyrsti Íslendingurinn til að
rækta kartöflur. Enn má sjá akur-
gerði hans í túninu.
Ranglát þegnskylduvinna
Öllu umdeildari var önnur
framkvæmd sem þó var brautryðj-
andastarf; varnargarður sem hann
lét gera til að hefta uppblástur og
sandfok í Sauðlauksdal. Fékk Björn
leyfi stjórnvalda til að skylda sókn-
armenn til að hlaða garðinn í þegn-
skylduvinnu og nýtti sér það.
Nefndu bændur hann Ranglátan og
þær garðleifar sem enn sjást ganga
undir því heiti.
Minnt á sögu staðarins
Hollvinasamtök gamla prestsbústaðarins í Sauðlauksdal undirbúa varanlega
varðveislu hans Akurgerði og sandvarnargarður meðal sögulegra minja
Ljósmynd/Magnús Ólafs Hansson
Sauðlauksdalur Gamli prestbústaðurinn í Sauðlauksdal hefur ekki verið mannabústaður í áratugi. Kindur hafa
haft þar skjól en nú stendur til að gera húsið upp í sem næst upprunalegri mynd.
Þeir sem taka þátt í mottumars
leggja ýmislegt á sig til að safna
peningum til þessa góða málefnis.
Einn þeirra er Jóhann Guðni Reyn-
isson, kennari við Flensborgarskól-
ann í Hafnarfirði, en hann ákvað að
prófa að koma hreyfingu á áheitin
með því að lofa að lita annars ljósa
mottu svarta þegar hann næði að
safna áheitum upp á 100 þúsund kr.
Það markmið náðist á fimmtudag
og settist Jóhann Guðni í stólinn á
hárgreiðslustofunni Hár-Ellý sem
eiginkona hans, Elínborg Bene-
diktsdóttir, rekur. Var hún ekki
lengi að snara mottunni yfir í svart.
Jóhann Guðni ákvað einmitt að
safna mottunni í minningu tengda-
föður síns, Benedikts Jónssonar,
sem lést úr krabbameini.
Jóhann Guðni hvetur alla til að
styðja sína menn í keppninni á
mottumars.is, það sé þess virði að
styðja góðan málstað. Nú segist
hann ef til vill þurfa að setja sér ný
markmið í söfnuninni það sem eftir
lifir mars. „Já, það hafa ýmsar hug-
myndir komið fram um það nú þeg-
ar, til dæmis 200 þúsund og bleik
motta. En við sjáum hvað setur.“
Mottan varð svört
fyrir 100 þúsund
Áskorun Jóhann Guðni í stólnum hjá eiginkonu sinni og hárgreiðslumeist-
ara, Elínborgu Benediktsdóttir í Hár-Ellý, sem litaði mottuna svarta.
Bjarni Jónasson,
starfsmanna-
stjóri Sjúkra-
hússins á Akur-
eyri (FSA), hefur
verið settur for-
stjóri stofnunar-
innar til 1. febr-
úar 2013 þegar
námsleyfi Hall-
dórs Jónssonar
forstjóra lýkur.
Þorvaldur Ingvarsson, sem gegnt
hefur starfinu undanfarið, tilkynnti
þetta á heimasíðu FSA gær. Bjarni
hefur verið starfsmannastjóri
sjúkrahússins frá 2007 og þar á
undan verkefnastjóri gæðamála og
stefnumótunar frá árinu 2005.
Bjarni Jónasson nýr
forstjóri Sjúkra-
hússins á Akureyri
Bjarni Jónasson
Á aðalfundi Minja og sögu, vina-
félags Þjóðminjasafns Íslands, af-
henti félagið safninu fagurlega út-
skorið horn frá 19. öld. Hornið var
boðið til sölu á uppboði í Danmörku
í fyrra og sá félagið þá færi á að
kaupa það til safnsins.
Hornið er frá síðari hluta 19. ald-
ar og sennilega af Suðurlandi. Það
er gríðarstórt og er ríkulegur út-
skurðurinn markaður grunnt í yfir-
borð þess. Það skartar andlits-
myndum, jurtaskrauti og rúnaletri.
Ekkert sambærilegt horn er fyrir í
safninu þar sem þó alls eru varð-
veitt tíu miðaldadrykkjarhorn og
eru fjögur þeirra til sýnis á grunn-
sýningu safnsins. Að auki er lykil-
gripur sautjándu aldar á sýning-
unni Kanahornið.
Þjóðminjasafnið
fékk horn að gjöf
STUTT
Frægur er matjurtaskálinn sem séra Björn Halldórsson
lét reisa í garði sínum í Sauðlauksdal, ekki síst vegna
lysthúskvæðis Eggerts Ólafssonar skálds og náttúru-
fræðings. Í Akurgerðinu þar sem lysthúsið stóð er nú
minnismerki um Björn.
„Laufa byggja skyldi skála,/ skemmtiliga sniðka og
mála,/ í lystigarði ljúfra kála,/ lítil skríkja var þar hjá,/
– fagurt galaði fuglinn þá […]“ segir meðal annars í
kvæði Eggerts og vitaskuld. „Listamaðurinn lengi þar
við undi.“
Eggert var mágur Björn og dvaldi lengi hjá honum,
meðal annars við ferðabókarskrif. Hann var að fara frá
Sauðlauksdal þegar hann „ýtti frá kaldri Skor“ í sinni hinstu för. „[A]ldr-
egi græt ég annan meir/ en afreksmennið það,“ orti Matthías Jochums-
son.
Úlfar B.
Thoroddsen
LYSTHÚSKVÆÐI ORT UM MATJURTASKÁLA Í SAUÐLAUKSDAL
Listamaður lengi þar við undi
S HELGASON
steinsmíði síðan 1953
SKEMMUVEGI 48 ▪ 200 KÓPAVOGUR ▪ SÍMI: 557 6677 ▪ WWW.SHELGASON.IS
SAGAN SEGIR SITT
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
...þú leitar og finnur