Morgunblaðið - 17.03.2012, Side 48
48 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012
Páll Pétursson, bóndi á Höllustöðum í Húnavatnshreppi, al-þingismaður fyrir Framsóknarflokkinn 1974-2003 og fyrr-verandi félagsmálaráðherra, er 75 ára í dag.
„Nú ekkert nema bara lifa svona hversdagslega eins og venju-
lega,“ sagði Páll aðspurður hvað hann hygðist gera í tilefni dagsins
og vildi lítið gera úr þessum tímamótum.
Páll segist ekki vera mikið afmælisbarn alla jafna. „Við erum
reyndar búin að halda upp á afmælið. Um síðustu helgi hittumst við
og gerðum okkur glaðan dag,“ segir Páll, en þá kom fjölskyldan
saman í Reykjavík. Bólstaðarhlíðarkórinn kom til Reykjavíkur og
hélt tónleika tileinkaða Birni á Löngumýri, móðurbróður Páls.
Tengdasonur og barnabarn Páls syngja með kórnum og kórinn er
Páli hugleikinn en hann sjálfur söng með honum um árabil og faðir
hans gerði það einnig.
Þegar Páll var spurður hvort hann hefði haldið upp á stórafmæli
sín í gegnum tíðina sagði hann að svo hefði ekki verið nema þegar
hann varð fimmtugur og sextugur, hann hefði ekki haldið sérstak-
lega upp á önnur stórafmæli. Páll er mjög menningarlega sinnaður
og blaðið fékk upplýst að þótt hann vilji ekki mikið tilstand á afmæl-
um njóti hann þess mjög að eyða deginum á menningarlegum nótum
og þá helst í faðmi fjölskyldunnar. ipg@mbl.is
Páll Pétursson er 75 ára í dag
Morgunblaðið/Jim Smart
Hversdagsleiki Páll segist ætla að eyða deginum eins og hverjum
öðrum degi á hversdagslegum nótum í rólegheitum heima hjá sér.
Hélt upp á afmælið
um síðustu helgi
K
olbrún Björgólfsdóttir
fæddist á Stöðvar-
firði. Hún lauk gagn-
fræðaprófi frá Al-
þýðuskólanum á
Eiðum 1969.
Kogga stundaði nám við Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands
1969-73, við Danmarks Design-
skole í Kaupmannahöfn 1973-75,
við Haystack Mountain School of
Art í Maine í Bandaríkjunum 1984,
hjá Richard Skåby í Plaster
Workshop, Guldagergård, Skæl-
skør í Danmörku 2006 og hjá Paul
Scott við Vitrified Print Workshop,
Guldagergård, Skælskør í Dan-
mörku 2010.
Kennari í rúm 40 ár
Kogga hefur kennt við ýmsa
grunn- og framhaldsskóla hér á
landi og kennt og haldið fyrirlestra
hér á landi, í Bandaríkjunum, Dan-
mörku og Japan á árunum 1971-
2012. Hún var yfirkennari
keramikdeildar Myndlista- og
handíðaskóla Íslands 1975-80,
stofnsetti og starfrækti, ásamt öðr-
Kogga 60 ára
Morgunblaðið/Kristinn
Listakona Kogga á vinnustofu sinni þar sem sjá má ýmsa góða gripi eftir hana.
Hún gefur leirnum líf
Morgunblaðið/Jim Smart
Kogga og Magnús Afmælisbarnið með eiginmanni sínum, Magnúsi Kjart-
anssyni myndlistarmanni, sem lést árið 2006. Myndin var tekin í húsi þeirra
á Laugarnestanganum, sem var í afar lélegu ásigkomulagi er þau festu
kaup á því 1978, en þau endurbyggðu húsið nánast frá grunni.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Ármann Jakob
Lárusson glímu-
kappi úr Kópavogi
varð áttræður 12.
mars síðastliðinn.
Ármann og Björg
eiginkona hans
fagna afmælinu
með vinum og vandamönnum í Frí-
kirkjunni Kefas, Kópavogi, í dag, 17.
mars.
Árnað heilla
80 ára
Árni Rúnar Hólmsteinsson og Bjarni
Sigurðsson héldu tombólu í Efra-
Breiðholti og söfnuðu 3.134 kr. sem
þeir gáfu Rauða krossi Íslands.
Hlutavelta
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í
Morgunblaðinu. Þar verður einnig sagt frá öðrum merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem hjónaböndum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúð-
hjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta á netfangið islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Ármúla 32 · 108 Reykjavík · Sími 568 1888 · parketoggolf.is · Þú finnur okkur líka á Facebook
Af hverri seldri Hamat mottu
í mars rennur 500 kr. til styrktar
Krabbameinsfélags Íslands.
Parket & gólf - Sérfræðingar í gólfefnum!