Morgunblaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN 35Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012 Miskunnarleysið gagnvart heim- ilum landsins af hálfu „velferð- arstjórnarinnar“ er algjört og það alveg að óþörfu. Þau minna helst á einræðisherra í Miðausturlöndum og Afríku, nema að þar nota yf- irvöld sprengjur og byssur. Jó- hanna talar alltaf um að leiðrétting lána heimilanna kosti 200 millj- arða og það er eins og það verði staðgreitt með einum tékka, en það er ekki svo. Ég vil minna á að flest þessara lána voru til 25-40 ára. Sá sem skuldaði t.d. 20 milljónir fyrir þremur árum skuldar núna um 30 milljónir og fasteignir hafa lækkað í verði og eigið fé er löngu farið. Hver er hvatinn fyrir þetta fólk að halda áfram að borga? Það verður að leita sátta. Til hvers eru ríkisstjórnir, ef ekki til þess? Hagsmunasamtök heimilanna hafa oft bent á leiðir. Ef leiðrétt er um 100 milljarða þá eru það 2,5 milljarðar á ári til 40 ára. Kontórinn sem heldur utan um skuldavanda heimilanna kostar orðið 2 milljarða á ári. Atvinnuleysissjóður kostar 10 milljarða. Ég vil minna á að lífeyr- issjóðirnir töpuðu u.þ.b. 800 millj- örðum og fimm aðilar fengu skulda- leiðréttingu upp á 200 milljarða, þar af einn aðili 88 milljarða. Svo ætla Jóhanna og Steingrímur alveg af hjörunum og tala um lýðskrum ef fólk vill réttlæti. Það er eins og þessi ríkisstjórn kunni ekkert til verka og ef ekkert er gert, hvað kostar það? Það virðist alveg sama hvað for- sætisráðherra gerir, hún fer öfugt í alla hluti. Svo er þetta fólk svo leið- inlegt að bara það gæti kostað okk- ur einhverja milljarða á ári; það er eins og þetta fólk sé ekki á réttri tíðni. Eins er leiðinlegt að RUV standi ekki með fólkinu í landinu. Þetta minnir óneitanlega töluvert á Berlusconi og fjölmiðlana á Ítalíu hér um árið. Það er stundum talað um að fólk hafi góða nærveru, en þetta fólk hefur einhverja bestu fjarveru sem hægt er að hugsa sér og býður bara upp á vandamál, en engar lausnir. Getur verið að ESB taki hreinlega alla orku frá Samfylkingarliðinu þannig að þau gleymi grunnstoðum og framtíðarhagsmunum þjóð- félagsins? Ég man þá daga að Magnús bróð- ir Össurar fékk hálfa þjóðina til þess að standa á öndinni af því að það áttu geimverur að lenda á Snæ- fellsjökli. Auðvitað létu geimver- urnar aldrei sjá sig. (Þær komust reyndar í borgarstjórn seinna.) Ég held að það verði eins með ESB. Væri ekki rétt að setja ESB á „hold“ og fara að snúa sér að verk- efni dagsins sem átti að vera númer eitt hjá þessari skaðræðisrík- isstjórn. Skjaldborg um heimilin, þessir flokkar fengu kosningu út á skjaldborgina og þar eru ESB, stjórnarskráin og kvótinn algjört aukaatriði. Stefnuleysi þessarar rík- isstjórnar í málefnum heimilanna er að fara mikið verr með þessa þjóð en hrunið sjálft og þar verður að draga meirihluta Alþingis til ábyrgðar, sem vonandi verður næsta verkefni Landsdóms. Að lokum, það tapa allir á því að ekki var tekið strax á málefnum heimilanna, lífeyrissjóðirnir, íbúða- lánasjóður, bankarnir og ekki síst þjóðin sjálf undir forystu norrænu helfararstjórnarinnar og ASÍ. HALLDÓR ÚLFARSSON, Mosfellsbæ. Bara vandamál – engar lausnir Frá Halldóri Úlfarssyni Halldór Úlfarsson Síðustu tvo áratugina hafa dýra- tilraunir sýnt að krónísk (sífelld) meng- un í umhverfinu í örlitlum styrk hefur áhrif á hormónabúskap dýra og kemur þetta fram í æxluninni m.a. hjá frosk- um. Í froskatilraunum sýndi sig að ákveðinn mengunarvaldur í örlitlu magni í vatninu sem þeir lifðu í olli því að karldýrsfroskur breyttist í kvendýr vegna horm- ónabrenglunar. Hér var um að ræða plöntueitur í ör- magni eða 2,5 hlut- ar í þúsund millj- ónum hluta vatns. Álykta má því að eiturefni geti einnig haft áhrif á okkar hormóna. Hingað til hefur meira verið rætt um bráðamengun frá iðnaði, vegna stafs- mannanna og síðan króníska mengun vegna útþynntra áhrifa mengunarvalda í umhverfinu. Langtíma krónísk áhrif mengunar í örlitlu magni vissra eitur- efna hefur að því er virðist alvarleg áhrif á hormónana í líkama okkar. Þetta er lítt kannað enda ekki langt síð- an mæla mátti örmagn. Hormónar eru lífefni í litlu magni sem koma frá innkirtlum eða vefjum og flytjast með blóðinu um líkamann. Þeir hafa sem boðefni áhrif á eða stjórna starfsemi ákveðinna frumna eða líf- færa. Flókinni starfsemi líkamans eins og vexti og kynþroska er stýrt af horm- ónum. Hormónastarfsemin minnkar með aldrinum og á hún þátt í öldrun og síminnkandi lífsþrótti eftir 25 ára ald- ur. Þessu ferli má helst líkja við stein- efnabúskap líkamans, en þar veldur of mikið af steinefnum oft bráðri eitrun en of lítið ýmsum skortsjúkdómum. Þá veldur inntaka ofgnóttar eins steinefnis því að minna verður af upptöku á öðr- um. Efnamengun er í gegnum loftið sem við öndum að okkur og í byggðu bóli eru bílarnir skæðir mengunarvaldar auk iðnaðarmengunar. Þá er efna- mengun í matnum. Og loks er mengun frá drykkjarvatninu sem er þó e.t.v. lítil hér á landi. Á sama búsvæði er svipuð mengun lofts og vatns en mjög mis- munandi frá mat allt eftir hvaða fæðu fólk velur sér. Hormónatruflanir ættu því að geta verið nokkuð mismunandi í fólki á sama búsvæði, ef eiturefnin virka líkt og á hormóna froskanna. Hormónarnir ráða mestu um starf- semi líkamans og sjálfri æxlunini. Með sívaxandi efnamengun um allan heim er því útlitið ekki bjart. Fleiri og fleiri verða hormónabrenglaðir og erfitt eða ókleift virðist að stöðva þróunina í næstu framtíð. Þegar hefur verið varað við efnum sem safnast upp í fituvefjum líkamans eins og CPB og díoxini frá bruna plastefna í sorpi. Örmengunin gæti því hæglega útrýmt mannkyninu hægt og bítandi. Það eru bara svo sorg- lega fá efni sem eru skaðlaus af yfir 35 milljónum þekktra efna sem flest eru manngerð og eru þá efnasmíðuð lyf tal- in með. Á einu heimili eru allt að 1.500 eiturefni í daglegri notkun í dag. En það er fleira en efnin sem er varasamt í dag og má þar telja geislun og rafsvið sem hefur aukist gífurlega síðustu 100 árin og hefur áhrif á fleiri og fleiri. Hér er þekkingin líka mjög takmörkuð. Þó er talið að náttúruleg, lækna- og raftækjageislun safnist upp í líkamanum og geti valdið að lokum t.d. krabbameini. Rafsvið hefur verið talið valda hvítblæði í börnum. PÁLMI STEFÁNSSON efnaverkfræðingur. Hormónar og örmengun Frá Pálma Stefánssyni Pálmi Stefánsson Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir ör- yggi í samskiptum milli starfs- fólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Öll Habitat-handklæði, margir litir 30% afsláttur GARLAND vafningur, 3.413 kr. Habitat CONCETTA matarstell, 30% afsláttur Habitat Tvöföld glerkrukka með loki, 3.920 kr. House-doctor Mokkabollar, 4 stk. í pakka, 2.975 kr Habitat Gerum hús að heimili Kringlunni og Kauptúni Öll birt verð eru afsla´ttarverð FIMMTUDAG TIL SUNNUD AGS Marglit sprittkerti frá Habitat 10 stk. í pk. 410 kr. 30 stk. í pk. 956 kr. Salatskál með salatgöfflum, 4.778 kr Habitat Eldhúsvog, stál, 9.555 kr. Habitat Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Vöggusæng ur Vöggusett Póstsendum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.