Morgunblaðið - 17.03.2012, Side 16

Morgunblaðið - 17.03.2012, Side 16
SVIÐSLJÓS Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Mig var nú lengi búið að langa til að prufa þetta,“ sagði Haukur Berg- steinsson, mælingamaður sem í gær fór sinn fimmhundraðasta sjósund- sprett í Nauthólsvík, spurður hvað það hefði verið sem kom honum af stað í sjósundið. Haukur er að verða 76 ára í vor og því má segja að þessi árangur megi teljast nokkuð markverður. Haukur segist hafa byrjað að kynna sér aðstæður fyrst í Nauthóls- vík vorið 2008 og það hafi tekið hann um mánuð áður en hann fór að prófa. „Svo fór ég að fara alltaf og fannst þetta áhugavert. Það verða fjögur ár núna í vor,“ sagði Haukur. Hann segir sjósundið gera sér mjög gott. „Mér finnst ég hafa allur styrkst frekar.“ „Svo var nú verið að gera grín að mér, að mér fyndist áhrifin vera þannig að ef ég væri það lengi úti að ég skylfi í heita pottinum í 10 mínútur þá liði mér mjög vel á eftir þegar hit- inn færi að koma aftur,“ sagði Hauk- ur og bætti við að ef hann hefði ekki skolfið svolítið í heita pottinum þá væri það mælikvarði á að hann hefði ekki verið nógu lengi í sjónum. „Jú, ég hef farið nokkrum sinnum annarsstaðar en þetta er 500. skipti sem ég fer í Nauthólsvík,“ sagði Haukur aðspurður hvort hann hefði prófað sjósund á öðrum stöðum, og segist einungis hafa farið í sjóinn á sólarströndum erlendis, en ekki í svona kaldan sjó. Konan segir þetta vera fíkn „Ég veit það ekki. Mér finnst þetta ómissandi. Konan segir nú að þetta sé orðið fíkn hjá mér,“ sagði Haukur og bætti við að þegar menn byrjuðu að stunda þetta gætu þeir ekki hætt því eftir það. „Mér finnst alveg orðið ómissandi að fara svona þrisvar í viku,“ sagði Haukur. „Ísleifur sem er yfir á Ylströndinni segist ætla að halda stærri veislu þegar ég kem í þúsundasta skiptið,“ sagði Haukur og sagðist hvergi nærri hættur að stunda sjósund. Veisla að loknu sjósundi í gær Vel var gert við Hauk að lokinni 500. sjósundsferðinni og boðið upp á heitt kakó og bakkelsi í fallegu gull- slegnu kaffistelli. „Þetta er erfðagripur frá honum Ísleifi og hann tekur þetta fram við hátíðleg tækifæri,“ sagði Haukur og segist alltaf fá kakó í Nauthólsvík. „Ég fékk það þegar ég var 74 ára. Þá gerði hann mér þann heiður að af- henda mér myndir af mér og ég fékk kort upp á frítt kakó alltaf þegar ég kem,“ sagði Haukur, glaður í sinni. Íþrótta- og tómstundaráð Reykja- víkur starfrækir Ylströndina í Naut- hólsvík, en hún var tekin í notkun ár- ið 2000. Þar nýtur sjósund vaxandi vinsælda. Einnig hefur Siglinga- klúbburinn Siglunes aðstöðu á staðn- um og hann er vinsæll áningarstaður fyrir hlaupara og annað útivistarfólk sem nýtir sér ýmsar hlaupa- og gönguleiðir, í Öskjuhlíð, meðfram ströndinni til vesturs eða inn Foss- vogsdal í átt að Elliðavatni. Hitað upp með affallsvatni Lónið og pottarnir á Ylströndinni eru hitaðir upp með affallsvatni frá hitaveitugeymunum í Öskjuhlíð, sem hefur þegar verið nýtt til upphitunar á húsum borgarbúa. Á veturna er op- ið á Ylströndinni alla virka daga. 500 sjósundsprettir á 4 árum  Er 75 ára og hvergi nærri hættur  Segir sundið hafa styrkjandi áhrif Morgunblaðið/Ómar Veisla Árangri Hauks var fagnað á Ylströndinni í dag þegar hann fór sinn fimmhundraðasta sjósundsprett á 4 árum og var honum boðið upp á heitt kakó, tertu og vínarbrauð eftir sundsprettinn. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012 DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 20% afsláttur af Swing glösum frá Leonardo um helgina Sjósundið hefur hjálpað Hauki við að efla heilsuna. „Ég fór nú í krabbameinsmeðferð árið 2005. Það hjálpaði mér mjög mikið að þá var ég nú að skokka, en ég er hættur því núna. En mér finnst þetta hafa styrkt mig allan,“ sagði Haukur „Já, ábyggilega. Ég trúi því allavega,“ sagði Haukur að- spurður hvort hann teldi að þessi mikla sjó- sundsiðkun hans síðustu fjögur árin hefði hjálp- að honum við að ná betri heilsu eft- ir með- ferðina. Heilsusam- legt SIGRAÐIST Á KRABBAMEINI Erfðagripur Ísleifur Friðriksson hellir kakó í bolla hjá Hauki. Stellið er erfðagripur frá móður Ísleifs og oft notað við hátíðleg tilefni á Ylströndinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.