Morgunblaðið - 19.03.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2012
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Í kjölfar hrunsins haustið 2008
fylgdust landsmenn með lánum sín-
um hækka í sífellu. Sumir höfðu tök
á því að greiða upp lán sín og ein-
hverjir gerðu svo. Á þessum tíma
höfðu gengislánadómar Hæstaréttar
ekki fallið og því var erfitt fyrir þetta
fólk að gera sér grein fyrir því að
lánin sem það greiddi upp hefðu ver-
ið ólögmæt. Þannig liggur fyrir að
þetta fólk hefur, a.m.k. í einhverjum
tilfellum, ofgreitt bönkunum.
„Eftir dóma Hæstaréttar þá hefur
fólk gert kröfur á bankana, Lands-
bankann, Arion banka og Íslands-
banka, þ.e. nýju bankana, um endur-
greiðslu og mér skilst að fólk hafi
fengið þessar endurgreiðslur, þ.e. að
bankarnir hafi verið að endurgreiða
fólki þessar ofgreiðslur“ segir Sig-
ríður Á. Andersen, héraðsdómslög-
maður, en hún skrifaði grein um
þetta málefni sem birtist í Morgun-
blaðinu sl. laugardag. Þar lýsti hún
því ójafnræði sem ríkir í þessum efn-
um á meðal þeirra sem stunduðu við-
skipti við hina þrjá ofangreindu
banka og síðan viðskiptavina
SPRON, en í síðustu viku féll dómur
í máli umbjóðanda hennar gegn slit-
astjórn SPRON.
„Umbjóðandi minn gerði upp
þetta ólögmæta erlenda lán árið
2009 vegna þess að hann var að
reyna að takmarka sitt tjón með því
að greiða það upp á þessum tíma.
Síðan fer SPRON í slitameðferð og
þá kemur í ljós í mars 2009, þegar
SPRON er skipuð skilanefnd, að
FME hefur veitt því einhverja und-
anþágu frá starfsskilyrðum þann 30.
október 2008,“ segir Sigríður og
bætir við að það hafi aldrei verið gert
opinbert, þannig að hinn almenni
viðskiptavinur hafi ekki getað vitað
að SPRON væri hugsanlega að falla.
Getur ekki skuldajafnað
Að sögn Sigríðar þurfa viðskipta-
vinir SPRON að lýsa kröfu gagnvart
slitastjórn SPRON til þess að fá of-
greitt fé endurgreitt. Hún segir
hinsvegar liggja fyrir að kröfulýs-
ingarfresturinn hafi runnið út áður
en menn gerðu sér grein fyrir að lán-
in væru ólögmæt, en fresturinn rann
út þann 22. janúar 2010. Í dómi hér-
aðsdóms Reykjavíkur í máli umbjóð-
anda Sigríðar gegn slitastjórn
SPRON varð niðurstaðan sú að
kröfu umbjóðanda hennar var hafn-
að vegna vanlýsingar, þ.e. vegna
þess að krafan barst eftir að frest-
inum lauk. Að sögn Sigríðar verður
málinu áfrýjað til Hæstaréttar.
„Nú er það þannig að umbjóðandi
minn var með annað lán í íslenskum
krónum og það er ennþá verið að
innheimta það gagnvart honum. Þá
segja margir að upplagt sé að hann
skuldajafni. En í ákvörðun FME
sem fól í sér stofnun Dróma þá hafði
einhverra hluta vegna verið tekin út
klásúla um að skuldajöfnunarréttur
héldist óbreyttur, að öllum öðrum
skilyrðum óbreyttum, þrátt fyrir
þennan flutning eigna, þetta er klá-
súla sem var í öllum ákvörðunum
FME varðandi yfirfærslur eigna í
nýju bankana,“ segir Sigríður og
bætir við „Drómi hefur hafnað
skuldajöfnun á þeim grundvelli að
þetta séu tveir ólíkir lögaðilar, sem
sagt Drómi og slitastjórn SPRON,
og það er ljóst að umbjóðandi minn á
kröfu á hendur slitastjórnarinnar en
það er Drómi sem á kröfu á hendur
honum, en menn geta ekki skulda-
jafnað kröfu nema að það sé sami að-
ilinn sem bæði á og skuldar.“
Ekki náðist í forsvarsmenn
Dróma við vinnslu fréttarinnar.
Gagnrýnir ójafnræði skuldara
Þeir sem hafa ofgreitt SPRON fá
ekki ofgreiðslurnar endurgreiddar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SPRON Slitastjórn SPRON og Drómi eru ekki sami lögaðilinn. Því geta þeir
sem eiga kröfu á annan aðilann en skulda hinum ekki skuldajafnað.
„Stærstu tíðindi dagsins eru auðvit-
að kjör stjórnlagaráðsmannanna
tveggja, Lýðs Árnasonar og Gísla
Tryggvasonar, inn í flokkinn,“ seg-
ir Friðrik Þór Guðmundsson, ráðs-
maður í úrskurðarnefnd Dögunar,
nýstofnaðs stjórnmálaflokks sem
áður bar vinnuheitið Breiðfylk-
ingin. Fullt nafn nýja flokksins er
Dögun – samtök um réttlæti, sann-
girni og lýðræði. Síðari stofnfundur
hinna nýju samtaka fór fram í gær.
Kjörnir aðalmenn í fram-
kvæmdaráð Dögunar eru auk Lýðs
og Gísla þau Helga Þórðardóttir,
Þórður Björn Sigurðsson og Finn-
bogi Vikar. Fyrsti varamaður er
Þórdís B. Sigurþórsdóttir. Að sögn
Friðriks munu svo bætast við tveir
með slembivali þegar aðildafélögin
hafa gengið inn í heild sinni. Er þar
átt við Hreyfinguna, Borgarahreyf-
inguna og Frjálslynda flokkinn.
Einnig var kosið í úrskurðar-
nefnd flokksins og eru þrír að-
almenn, Margrét Rósa Sigurð-
ardóttir, Friðrik Þór Guðmundsson
og Jón Þór Ólafsson. Við þetta bæt-
ast einnig tveir slembivaldir
fulltrúar. Spurður um fjölda
skráðra flokksmanna segir Friðrik
að í augnablikinu séu þeir á annað
hundrað en sú tala taki breytingum
eftir að skráningar á stofnfund-
inum verði teknar saman. „Það sem
gerist næst er að aðildarfélögin
þrjú koma til með að senda inn inn-
tökubeiðnir fyrir sín félög í heild.
Þá má búast við að þetta stökkvi
upp í á annað þúsund.“
Morgunblaðið/Ómar
Stjórnlagaráð Lýður Árnason var
kosinn inn í flokkinn Dögun.
Ný Dögun
hjá breið-
fylkingu
Stjórnlagaráðs-
menn kjörnir í stjórn
Menntaskólinn við Hamrahlíð hlaut í gær við-
urkenningu sem besti skólinn í hugmynda-
samkeppninni „Vertu til – lifum af í umferðinni“
sem Umferðarstofa efndi til. Þóttu nemendur
skólans sýna sérlega mikinn áhuga í keppninni
og koma með margar og góðar hugmyndir.
Í tólf vikur kepptust allir framhaldsskólar
landsins við að búa til besta og árangursríkasta
fræðslu- og áróðursefnið og voru verðlaun og
viðurkenningar afhent á Bessastöðum.
Sindri Benediktsson, nemandi í MH, fékk
verðlaun fyrir bestu ljósmyndina og Camilla
Margrét B. Thomsen, nemandi í Kvennaskól-
anum, fyrir besta slagorðið, sem var „mættu
frekar seinna en aldrei“.
Morgunblaðið/Júlíus
Nemendur kepptu um árangursríkasta fræðsluefnið
Guðrún Sóley Gestsdóttir
gudrunsoley@mbl.is
Framhaldsskólum er heimilt að veita nemendum
sem eiga lögheimili í nágrenni skólans forgang að
skólavist. Skólunum er gefinn kostur á þessu í
breyttri reglugerð þrátt fyrir að Umboðsmaður Al-
þingis hafi skilað af sér áliti þar sem fram kom að
fyrirkomulagið ætti sér ekki stoð í lögum. Fram að
því taldi menntamálaráðuneytið fyrirkomulag inn-
ritunar eiga sér viðhlítandi stoð í lögum. Forgangs-
ákvæðið sem um ræðir kveður á um að íbúar í
grennd við skólana njóti forgangs umfram aðra
umsækjendur. Ákvæðinu var komið á fyrir skóla-
árið 2009-10 og er enn í gildi fyrir skólaárið 2011-
2012. Til að koma til móts við
háværar gagnrýnisraddir var
hlutfall nýnema sem koma þarf
úr forgangsskólum lækkað úr
45% niður í 40% á milli ára.
Ákvæðið var hins vegar endur-
skoðað í ljósi álitsins og því
breytt, með fyrrgreindum und-
anþágumöguleika.
Framhaldsskólum er því nú
ekki lengur skylt að taka inn
ákveðið hlutfall nágranna sinna, en mega þó gera
það. Þeim er þá skylt að tilgreina forganginn. Í
breytingartillögu er fyrirkomulagið orðað á þessa
leið: „Framhaldsskóla er heimilt að veita nemend-
um sem eiga lögheimili í nágrenni skólans forgang
að skólavist á öðrum námsbrautum en þeim er fela í
sér sérhæft nám.“
Í breytingu á reglugerðinni er birt sú forgangs-
röðun sem framhaldsskólar skulu leggja til grund-
vallar við innritun nemenda, og er búseta ekki leng-
ur eitt forgangsatriða.
Því er það framhaldsskólunum í sjálfsvald sett
hvort þeir kjósa að veita nágrönnum sínum forgang
en líklegt má teljast að fáir skólar nýti sér þennan
rétt ef marka má gagnrýni margra þeirra á hverfa-
skiptingarfyrirkomulagið. Í því samhengi má nefna
að Ingi Ólafsson, skólastjóri Verslunarskólans, lét
hafa eftir sér að hann teldi ákvæðið óþarft og bað um
að skólinn yrði undanþeginn ákvæðinu.
Framhaldsskólum frjálst að
veita forgang eftir búsetu
Gefinn kostur á undanþágu gagnvart niðurfellingu hverfaskiptingar
Útskrift Stúdentar.