Morgunblaðið - 19.03.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.03.2012, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2012 Á skíðum Opið var á skíðasvæðinu í Skálafelli um helgina og nýttu þónokkrir skíða- og snjóbrettakappar á öllum aldri tækifærið og héldu vel búnir í brekkurnar. Golli Talsmenn ríkisstjórn- arinnar hafa á undanförnum mánuðum hvað eftir annað bent á tölur um fækkun fólks á atvinnuleysisskrá og talið þær til merkis um batnandi ástand á íslenskum vinnumarkaði. Nýjar vinnu- markaðsrannsóknir Hag- stofu Íslands benda því mið- ur í aðra átt. Niðurstöður stofnunarinnar sýna að þrátt fyrir að dregið hafi úr skráðu at- vinnuleysi fjölgar ekki í hópi þeirra, sem eru í vinnu. Störfum í landinu er með öðr- um orðum ekki að fjölga – að minnsta kosti ekki svo neinu nemi. Í skýrslu Hagstofunnar um vinnumark- að í febrúar, sem út kom fyrir fáeinum dögum, koma fram margvíslegar áhuga- verðar upplýsingar. Þar kemur meðal annars fram að atvinnuþátttaka í landinu fer minnkandi frá ári til árs, að hlutfall þeirra sem taldir eru starfandi á vinnu- markaði (annaðhvort í fullu starfi eða hlutastarfi) lækkar milli ára og að þeim fjölgar, sem teljast utan vinnumarkaðar, þ.e. hvorki í vinnu né á atvinnuleysisskrá. Ef horft er til fjölda þeirra einstaklinga, sem eru starfandi, kemur í ljós að þeir voru 160.700 í síðastliðnum febr- úarmánuði, 160.600 í febrúar 2011, 163.700 í febrúar 2010 og 163.800 í febr- úar 2009. Fyrir hrun, í febrúar 2008, var fjöldi starfandi einstaklinga 177.300. Það eru auðvitað ekki nýjar upplýs- ingar að fjöldi starfa hafi tapast vegna hrunsins og afleiðinga þess. Á hinn bóg- inn hefur ekki komið jafn skýrt fram áð- ur, að nú þremur og hálfu ári síðar miðar okkur ekkert áfram við að endurheimta þessi störf. Því miður. Frá því núverandi ríkisstjórn tók við völdum fyrir rúmum þremur árum hefur forsætisráðherra hvað eftir annað gefið yfirlýsingar um að atvinnumálin séu í for- gangi og að aðgerðir stjórnarinnar muni skila þúsundum starfa á næstu misserum. Í mars og apríl 2009 talaði forsætisráð- herra um að nýjar tillögur í atvinnumálum myndu skila 6.000 ársverkum á næstunni, þar af um 2.000 í tengslum við orkufrekan iðnað. Haustið 2010 var forsætisráðherra svolítið varkárari og talaði um 3.000-5.000 ný störf á næsta ári (2011). Í febrúar 2011 ræddi ráðherrann sér- staklega um uppbyggingu í orkuöflun og nýtingu og aðr- ar stórframkvæmdir, svo sem í samgöngumálum. Þá sagði hún: „Þessi verkefni öll gætu skapað 2.200 til 2.300 ársverk fljótt og 500 til 600 varanleg störf við framtíðarrekstur.“ Við sama tækifæri sagði hún líka: „Við verð- um að skapa hér 10 til 15 þúsund ný störf á næstu árum.“ Svo má lengi telja. Engin ástæða er til að draga í efa góð- an ásetning forsætisráðherra í þessum efnum, en vinnumarkaðsrannsóknir Hag- stofunnar benda ekki til mikils árangurs. Öðru nær. Ljóst virðist að í þeim tilvikum sem ný störf hafa orðið til á þessum þremur árum hafa önnur tapast. Sú nið- urstaða hlýtur að verða bæði ríkisstjórn og Alþingi umhugsunarefni á næstunni. Það er ekki nóg að tala um að fjölga beri störfum ef raunveruleg stefna stjórnvalda og lagasetning á Alþingi miðar í aðra átt. Það er til lítils að lofa atvinnuuppbygg- ingu en stórauka á á sama tíma álögur á atvinnulífið, hamla gegn fjárfestingu og reisa sífellt hærri þröskulda gagnvart öll- um framkvæmdum í landinu. Stjórn- arstefna af því tagi skilar ekki neinum ár- angri. Hún er ávísun á áframhaldandi stöðnun. Eftir Birgi Ármannsson » Það er ekki nóg að tala um að fjölga beri störf- um ef raunveruleg stefna stjórnvalda og lagasetning á Alþingi miðar í aðra átt. Birgir Ármannsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Störfum í landinu hefur ekki fjölgað Ef marka má sögur fortíðarinnar var okkur Íslendingum það sameig- inlegt um aldirnar að langflest greiddum við skuldir okkar, ekki annarra skuldir, en ætíð okkar eigin. Fólk var metið af tvennu, annars vegar því hvort það stóð við orð sín og hins vegar á því hvort það stóð við endurgreiðslu lánaðs fjár. Nú virðist sú Snorrabúð orðin stekkur, nú er töff að borga ekki. Af hverju skrifa ég svo, veit ég ekki að hér á landi varð hrun? Gerir maðurinn sér ekki grein fyrir því að bankarnir spiluðu á krónuna o.s.frv.? Jú, svo sannarlega geri ég mér grein fyrir hruni, forsendubresti og glæpum. Ég skrifa þetta greinarkorn því ég get ekki lengur orða bundist, því ef marka má fréttaflutning og spjall netheima þá eru hinar nýju hetjur Íslands fólk sem nær að kom- ast undan skuldum sínum. Ekki allir, nei, en þeir sem eiga samkvæmt dómstóli götunnar rétt á því. Ég hef undanfarna daga lesið hrósyrði um mann sem segir frá því að hann hafi neytt bankann til að gefa eftir mestallar skuldir sínar. Sá ágæti maður tók umtalsvert fé að láni, varð fyrir forsendubresti eins og við öll en neitaði að borga. Nýtti sér, ef marka má manninn sjálfan, bókstafslestur laga og kærur, en umfram allt virðist hann hafa þreytt bankann til að gefa eftir. Þreytt bankann þar til hann mat stöðuna svo að ekki væri fjár virði að standa í samskiptum við þennan mann. Ekki fyrir löngu kom tilfinningaþrungin frétt um konu sem borin var út af heimili sínu, heimili sem ekki hafði verið greitt af síðan töluvert fyrir hrun, þar mætti sjálft Heimavarnaliðið, tók upp mynd- band og talaði um valdníðslu fjármálakerfisins. Formaður samtaka sem gefa sig út fyrir að gæta hagsmuna almennra heimila í landinu talar fjálg- lega um vonda sýslumenn sem ekkert skilja, skilja ekki að fólk sem hætti að greiða af lánum sínum fyr- ir fjórum árum á að fá að búa frítt í húsunum. Þann- ig sé sanngjarnt fjármálakerfi rekið, þannig sé þetta á Norðurlöndum. Stjórn þeirra samtaka hef- ur, ef rétt er talið, kært og kvartað yfir á sjöunda hundrað einstaklinga og stofnanna, er líklegt að þau samtök ætli að semja um sanngjarna leiðréttingu og láta svo staðar numið? Alþingismaður nokkur sagði nýlega í viðtali að maður einn er reif hús sitt á Álftanesi ekki löngu eftir hrun hafi átt rétt á því, „því svindl- arar hafi líka rétt á því að vera reiðir“ og umrætt húsrif sé gott dæmi um „af- leiðingar efnahagshrunsins“. Svindl- arinn sem hefur nú verið dæmdur fyrir féflettingar er s.s. að mati þingmanns- ins gott dæmi um erfiðleika almenn- ings. Í nafni þeirrar skoðunar hengdi umræddur þingmaður spýtu úr hús- rifrildinu upp á vegg í þingflokks- herbergi flokksins síns. Svindlarar hafa jú fullan rétt á því að vera reiðir og rífa veðsett hús sín. Að mínu mati er það þetta fólk og annað svipað sem á stóran hlut í því að „ekki er hægt“ að leiðrétta forsendubrest hrunsins á sann- gjarnan hátt fyrir hinn þögla meirihluta lánþega, fólkið sem ber harm sinn í hljóði. Ekkert er gert fyrir allt það fólk sem allt frá hruni hefur greitt af skuldum sínum með því að skera niður útgjöld, taka út sparnað, slá lán og framlengja. Það sem frekjurnar, ríkisstjórnin og víkingarnir eru að kenna þjóðinni er nýr siður, siður sem felst í því að spila djarft, kaupa skuldsett þegar verð er hátt og treysta því að þeim sem fara óvarlega verði bjargað af samneyslunni. Hinn nýi siður, er að greiðsla á skuldum sé óábyrg meðferð fjármuna. Hinn nýi siður er að greiða ekki skuldir, hann er að krefjast þess að óviðráðanleg lán verði færð nið- ur í samræmi við ýtrustu væntingar hraðtalandi tungufossa. Fólksins sem skilur svo vel hví ofbeldi er beitt af svokölluðum „þolendum óréttlætis fjár- málaelítunnar“ eins og þeim er tamt að segja. Af hverju leiðréttum við ekki frekar sanngjarnan hluta forsendubrestsins, látum dómstóla um það sem dómstólanna er og látum það fólk sem fór hvað óvarlegast einfaldlega taka afleiðingum gjörða sinna? Já, og kennum frekar fjármálalæsi, aðhald og skynsemi en ábyrgðarleysi, skuldsetningu og skipu- lögð vanskil. Eftir Elías Pétursson »Ekkert er gert fyrir allt það fólk sem allt frá hruni hefur greitt af skuldum sínum með því að skera niður útgjöld, taka út sparnað, slá lán og framlengja. Elías Pétursson Höfundur er fv. framkvæmdastjóri. Að kenna þjóðinni nýjan sið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.