Morgunblaðið - 19.03.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.03.2012, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 19. MARS 79. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Systur létust eftir ákeyrslu 2. Muamba – alvarlegt ástand 3. Spáir 15 stiga frosti 4. Voru kaldir í rifnu tjaldi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Nýverið kom út skáldsagan Haf- golufólk eftir Önnu Dóru Antonsdótt- ur. Í viðtali segir hún m.a. frá þessari sjöttu bók sinni, frá sögunni á bak við fyrstu bókina Voðaskotið og frá barnabók sem hún vinnur að. »26 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Verkið er fyrst og fremst saga fólks  Myndbandið við evróvisjónlagið Mundu eftir mér, með þeim Gretu Salóme og Jónsa, verður frumsýnt kl. 12 á hádegi á vodafone.is. Lagið hefur verið útsett upp á nýtt, en ekki hefur verið gefið upp hvort það verður sungið á íslensku eða ensku. Um tveir mánuðir eru þar til íslenski hópurinn heldur til Aserbaídsjan. Myndband við Mundu eftir mér frumsýnt  Kvikmyndin Midnight Cowboy verður sýnd í mánudagsbíói SÁÁ í kvöld í Von, Efstaleiti 7. Allar mynd- irnar sem sýndar eru á þess- um kvöldum tengjast áfengis- og vímuefna- sýki. Sumar fjalla um drykkjumenn, aðrar um dópista og sýna fæstar fólk í bata heldur þá sem eru að drepa sig og tortíma sínum nánustu. Midnight Cowboy í mánudagsbíói SÁÁ Á þriðjudag Suðvestanátt með skúrum. Hiti 0 til 7 stig. Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag Sunnan 5-13 m/s og rigning eða súld sunnan og vestan til. Hiti 3 til 8 stig að deginum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 13-18 m/s og slydduél en hægari og rigning eða slydda NA-til framan af degi og léttir síðan til. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig. VEÐUR Óvíst er um þátttöku Rutar Jónsdóttur og Hönnu G. Stefánsdóttur í lands- leiknum gegn Sviss í und- ankeppni Evrópumótsins í handknattleik á fimmtudag- inn. Þá hefur Þorgerður Anna Atladóttir þurft að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla. Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálf- ari hefur af þessum sökum kallað Karólínu B. Gunn- arsdóttur inn í hópinn. 1 Meiðsli herja á landsliðskonur Fabrice Muamba, knattspyrnumaður hjá Bolton Wanderers í Englandi, ligg- ur á milli heims og helju á sjúkrahúsi í London eftir að hafa fengið hjarta- áfall í leik gegn Tottenham á laugardag- inn. »7 Liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í London Afturelding og KA fögnuðu sigri í Asics-bikarkeppninni í blaki sem lauk í Laugardalshöllinni í gær. Aftureld- ing sigraði Þrótt Neskaupstað 3:0 í kvennaflokki og tryggði sér þannig sinn fyrsta bikarmeistaratitil. KA vann Stjörnuna 3:1 og tryggði sér þannig sinn þriðja bikarmeistaratitil í röð. Alla þrjá úrslitaleikina hafa þeir unnið á móti Stjörnunni. 4-5 Þriðji í röð hjá KA en fyrsti hjá Aftureldingu ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is „Þetta er í raun safngripur sem sýnir vel handbragð og stíl Benedikts,“ seg- ir Kristján B. Jónasson, útgefandi hjá forlaginu Crymogea, sem gefur um þessar mundir út sérstaka hátíðar- útgáfu bókarinnar Íslenskir fuglar eftir Benedikt Gröndal. Bókin er að- eins framleidd í 100 tölusettum ein- tökum. Hundrað fuglateikningar eftir Benedikt prýða bókina ásamt skraut- skrifuðum lýsingum. Bókin er eitt af helstu verkum hans en hefur verið nánast óþekkt jafnt meðal almennings og fræðimanna þar til nú. Í henni er birt heildaryfirlit yfir alla fugla sem sést höfðu á Íslandi svo vitað væri fram til ársins 1900 og teiknar Bene- dikt myndir af þeim öllum, lýsir þeim og segir frá því helsta sem um þá var vitað. „Þetta er þykkt og mikið rit, og er hugsað fyrir þá sem hafa á þessu sérstakan áhuga,“ segir Kristján. Teiknari og skrautskrifari Hátíðarútgáfan inniheldur allt handrit Benedikts eins og hann gekk frá því. Hönnuðir bókarinnar eru Snæfríður Þorsteinsdóttir og Hildi- gunnur Gunnarsdóttir, sem hlutu nú fyrir skemmstu Menningarverðlaun DV fyrir hönnun sína á bókinni og fleiri verkum. Á afmælisdegi Benedikts, 6. októ- ber á síðasta ári, kom út önnur útgáfa bókarinnar sem ætluð er fyrir al- mennan markað. Hátíðarútgáfan er stærri bók og veglegri. „Það er að- allega tvennt sem er bætt við í við- hafnarútgáfunni. Annars vegar full handritsstærð á teikningum og hins vegar upprunalegur frágangur Bene- dikts sjálfs. Þannig er allur texti handritsins skrautskrifaður og við birtum sýnishorn af því í bókinni, en Benedikt var mikill teiknari og skrautskrifari,“ segir Kristján. Bókin er handbundin í íslenskt sauðskinn frá Loðskinni á Sauðár- króki og afhent í viðarkassa. Hér er því um eigulegan grip að ræða, enda er verðið í hærri kantinum, 230.000 krónur. „Verð bókarinnar er rétt rúmlega eitt kýrverð, en eins og kunnugt er var það til marks um hve dýr Guðbrandsbiblía var á sínum tíma að hún kostaði á við eina kú. Al- mennt verð á kúm mun nú vera um 170.000 kr. fyrir skatt en fullt verð Ís- lenskra fugla er kr. 230.000.“ En hverjir skyldu hafa áhuga á að kaupa bókina? „Mikill fjöldi fólks hefur nú þegar sett sig í samband við okkur og pantað sér eintak af bókinni. Um er að ræða breiðan hóp fólks, bókasafn- ara, fuglaáhugamenn og sérstaka áhugamenn um Benedikt Gröndal, 19. öldina og listasögu.“ Kýrverð fyrir bók Benedikts  Hátíðarútgáfa handrits Bene- dikts Gröndal Morgunblaðið/RAX Listaverk Kristján B. Jónasson, útgefandi hjá Crymogeu, sést hér halda á próförk bókarinnar ásamt Díönu Sig- urfinnsdóttur, prentara hjá Odda. Bókin verður handbundin í íslenskt sauðskinn og afhent í viðarkassa. Íslenskum fuglum er á titilblaði sagt lokið í Reykjavík árið 1900. Af dag- bókarfærslum Benedikts má þó sjá að hann vann að handritinu allt til ársins 1906 þegar hann stóð á áttræðu. Allar algengustu tegundir eru sýndar en einnig flækingar sem Benedikt teiknaði ýmist eftir eintökum nátt- úrugripasafnsins eða eftir teikn- ingum úr öðrum bókum. „Það var nóg fyrir Benedikt að fugl hefði sést hér einu sinni til að hann teiknaði hann inn í bókina,“ segir Kristján. Hverri teikningu fylgir misítarleg lýsing á viðkomandi fugli sem Benedikt skrautskrifaði sjálfur auk þess að skrautskrifa titilsíðu og formála. Eftir Benedikt liggja handrit og myndir, teikn- ingar af íslenskum dýrum, fiskum, fuglum og gróðri. Ástríða til náttúrunnar ÓMETANLEGT FRAMLAG TIL ÍSLENSKRA NÁTTÚRUVÍSINDA Benedikt Gröndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.