Morgunblaðið - 19.03.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.03.2012, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 9. M A R S 2 0 1 2  Stofnað 1913  66. tölublað  100. árgangur  UNGIR MYND- LISTARNEMAR MEÐ SÝNINGU FYRIRLESTRAR OG UPPISTAND Á HÚMORSÞINGI RAUNVERU- LEIKINN ER EFNIVIÐURINN HÚMOR AFAR MIKILVÆGUR 12 KVISS BÚMM BANG 10ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ 29 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Frestur sem Íslenska kísilfélagið fékk til að ljúka samningum við Landsvirkjun um orkukaup vegna fyrirhugaðs kísilvers í Helguvík er runninn út en margt bendir samt til þess að slíkt ver muni rísa. Fulltrúar Tomahawk Development, sem á 80% hlut í félaginu, vilja ekki tjá sig við fjölmiðla um stöðu málsins en heimildarmenn segja að þeir hafi nú ákveðið að losa sig við bandarískan samstarfs- aðila, Globe Speciality Metal, sem á 20% hlut en hefur dregið lappirnar og í reynd haft meiri áhuga á að kaupa gjaldþrota ver í Kanada. mun vera orðið ljóst að eigendur Globe, sem hafa fram til þessa eingöngu tekið yfir gömul ver, voru með hugann við kanadíska verið Becancour. Hefur Globe að sögn heimildarmanna þegar gert tilboð sem sagt er hærra en tilboð annarra aðila. Atvinnuleysi er mikið í Reykjanesbæ og því mikið í húfi en um er að ræða verksmiðju með um 90 starfsmenn. Fjárfestingin er áætluð um 17 milljarðar króna. Norðurál hyggst sem kunnugt er reisa álver í Helguvík en þær framkvæmdir hafa einnig tafist. Búið er að reisa hús yfir álverið en ekki búið að ganga frá samningum um orku- kaup við HS Orku. Fullyrt er þó að nokkuð hafi þokast í þeim samningum að undanförnu. Sagðir munu losa sig við Globe  Fullyrt að þótt málið tefjist muni Íslenska kísilfélagið reisa kísilver í Helguvík  Hluthafinn Globe Speciality Metal gerði tilboð í gjaldþrota ver í Kanada „Menn eru búnir að fá nóg af þessu, það tekur Tomahawk nokkrar vikur að fleygja þeim út, samningsákvæðin eru þannig, en annar áhuga- samur aðili bankar á dyrnar,“ segir heimildarmað- ur sem ekki vill láta nafns síns getið. Hann segir verkefnið í Helguvík mjög freistandi fyrir fjár- festa enda búið að ganga frá lausum endum. Neituðu ávallt að klára samninginn Þess má geta að forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, segist ekki vera búinn að af- skrifa hugmyndina um kísilver í Helguvík. Búið var að semja um orkukaup við Landsvirkj- un en Globe neitaði ávallt að klára samninginn. Nú Langur undirbúningur » Undirbúningur að kísilverinu hefur staðið yfir í um fimm ár og hefur Íslandsstofa, sem annast m.a. markaðssókn fyrir íslensk fyrirtæki, komið að honum. » Raforkusamningur Íslenska kísilfélagsins við Landsvirkjun er formlega úr gildi og sömu- leiðis lóðarsamningur við Reykjanesbæ vegna 40 þús- und tonna kísilvers í Helguvík. Fyrstu fermingarnar fóru fram í Grafarvogs- kirkju í gær en þar mun á þriðja hundrað ung- menna fermast í vor. Það er óhætt að segja að það hafi ríkt mikil gleði og eftirvænting, í bland við eilítinn tauga- titring, þegar spennt fermingarbörnin biðu eftir að ganga inn kirkjugólfið og staðfesta skírnina. Þá var gott að geta leitað til séra Vigfúsar Þórs Árnasonar sem var ekki að ferma í fyrsta sinn. Morgunblaðið/Golli Gleði og eftirvænting í Grafarvogskirkju Leggja þarf fram nýja þingsálykt- unartillögu um þjóðaratkvæði um tillögur stjórnlagaráðs. Verður hún að hljóta samþykki Alþingis fyrir mánaðarlok ef ætlunin er að halda atkvæðagreiðsluna samhliða forsetakosningum í lok júní, en slík tillaga hefur enn ekki verið lögð fram. Birgir Ármannsson alþing- ismaður gagnrýnir þá tímaþröng sem málið er komið í og hið flókna ferli sem því hefur verið mótað. »2 Stjórnar- skrármálið í tímaþröng Birgir Ármannsson Vísindamenn hafa fundið skýringu á því að flestum finnst matur í far- þegaþotum vondur eða bragðlítill. Það var Lufthansa sem bað rann- sóknastofuna Fraunhofer í München að kanna málið. Oftast er flogið í um 10.000 metra hæð og þá þornar loftið svo að nefið finnur minni lykt. Þá dragast einnig bragðlaukarnir sam- an og matur verður ólystugri. Það skýrir líka af hverju margir biðja um tómatsafa; hann er ekki jafn súr í háloftunum. kjon@mbl.is Flugvélamatur Ætur en mörgum þykir hann ekki sérstaklega góður. Missa af þotumatnum Björgunarsveitir á öllu landinu finna fyrir mikilli fjölgun útkalla þar sem erlendir ferðamenn lenda í vandræðum á hálendinu eða á ógreiðfærari vegum landsins. Jónas Guðmundsson, verkefna- stjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, segir að aukningin sé jafnvel þúsund prósent. Hann telur að þessa aukningu megi rekja til slæms veðurfars í vetur en miklir umhleypingar hafa verið og oft mikið hvassviðri. „Ég held til að mynda að við séum búnir að sækja flesta ef ekki alla þá hópa sem hafa reynt að ganga á Vatnajökul það sem af er árinu,“ sagði Jónas. Nú þegar er búið að aðstoða sex hópa á Vatna- jökli og er það meira en allt síðasta ár. Jónas segir að þrátt fyrir að flestir sem fara upp á hálendið séu vanir göngum og vel búnir virðist íslensk náttúra erfið viðureignar. „Við þurftum til dæmis að hjálpa manni sem hefur gengið á báða pól- ana og flest hæstu fjöll heims,“ sagði Jónas. Hann segir að tjöld sem talin eru til þeirra bestu þoli oft ekki rokið á hálendinu. Á laugardaginn lentu tveir vanir göngumenn frá Belgíu í hættu á Vatnajökli. Þeir báðu um aðstoð þar sem tjald þeirra rifnaði og þeir sáu ekki fram á að geta lifað nótt- ina af vegna kulda. »6 Útköllum vegna ferðamanna fjölgar  Þaulvanir göngumenn hafa þurft að kalla á aðstoð  Tveir vanir lentu í lífsháska

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.