Morgunblaðið - 19.03.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.03.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2012 Fylgstu með í MBL sjónvarpi alla mánudaga Marta María ræðir við einstaklinga sem glímt hafa við offitu og haft betur í baráttunni. Sævar Már Gústavsson saevar@mbl.is Um tíuleytið síðastliðið laugardags- kvöld barst merki frá neyðarsendi uppi á Vatnajökli. Í kjölfar þess var óskað eftir aðstoð frá þyrlu Landhelg- isgæslunnar og einnig voru fjórir menn á vélsleðum ásamt tveimur bíl- um frá Björgunarsveitinni á Horna- firði sendir af stað. Neyðarmerkið barst frá tveimur belgískum fjallgöngumönnum en tjald- ið sem þeir sváfu í hafði rifnað og sáu þeir ekki annan kost í stöðunni en að óska eftir hjálp. Mennirnir eru báðir vanir fjallgöngumenn og voru búnir öllum tækjum og fatnaði sem þarf í svona ferðir. Þegar þeir fundust voru þeir ekki illa á sig komnir en voru þó orðnir frekar kaldir. Um 20 stiga frost var á þessum tíma og vindur 10-15 metrar á sekúndu að sögn Jónasar Friðrikssonar, formanns Björgunarfélags Hornafjarðar. Upp- lýsingar á vefsvæði Veðurstofunnar gefa til kynna að með vindkælingu hafi verið um 35 stiga frost þar sem göngu- mennirnir fundust en þess má geta að það sást til Hafnar í Hornafirði frá staðnum þar sem þeir fundust. Eitthvað var að Jónas tók þátt í leitinni að mönn- unum. „Þetta gekk alveg lyginni líkast fyrir sig. Milli hálfellefu og ellefu er haft samband við okkur og við fórum eitthvað aðeins að kanna málið. Við töldum þó að mikil hætta væri ekki á ferðum til að byrja með,“ sagði Jónas. Hann sagði að þegar menn hefðu velt því fyrir sér hvað gæti hafa komið upp á hafi þeim fundist ljóst að eitthvað hefði gerst og því var ákveðið að bregðast strax við. „Við höfðum strax grun um að það væru þessir Belgar sem lent hefðu í vandræðum en þar sem þeir voru ekki komnir á neitt sprungusvæði þá var dálítið erfitt að átta sig á þessu,“ sagði Jónas. Björguðu mannslífum Tjald mannanna fannst þegar ljós frá þyrlunni og ljós frá björgunar- mönnunum mættust. Í ljósunum miðjum sást rautt tjald Belganna. „Annar maðurinn kemur strax út úr tjaldinu og er þá dreginn strax upp en hinn lá enn í tjaldinu hálf-meðvitund- arlaus og rankaði eiginlega ekki við sér fyrr en hann var kominn upp í þyrluna. Það var ekki möguleiki að stoppa þarna eða taka saman dótið. Ég held að ég hafi aldrei áður verið í jafnköldu veðri,“ sagði Jónas. Þeir sem fóru á sleða upp á jökulinn fengu allir kalsár í andlit eftir ferðina þrátt fyrir að hafa verið búnir þykkum hjálmum. Þegar mennirnir fundust kom í ljós að tjald þeirra var rifið og því hafði snjóað þar inn. „Það var hreinlega ekk- ert annað í stöðunni fyrir þá en að kalla eftir aðstoð,“ sagði Jónas. Það var samdóma álit þeirra sem tóku þátt í aðgerðinni að mennirnir hefðu ekki lif- að af hefðu þeir verið á jöklinum yfir nótt og því hefði í raun verið bjargað tveimur mannslífum í þessum leið- angri. Hefðu dáið úr kulda án aðstoðar Jökullinn Þegar björgunarsveitarmenn komu að mönnunum var kuldinn svo mikill að þeir gátu ekki tekið saman búnaðinn þeirra. Þeir náðu í hann í gær og vegna þess hve mikið hafði snjóað þurftu þeir að moka tjaldið upp.  Tveir belgískir göngumenn voru sóttir upp á Vatnajökul  Hefðu ekki þraukað nóttina af  Björg- unarmenn fengu kalsár í andlit  „Þetta gekk alveg lyginni líkast fyrir sig,“ segir björgunarmaður Aðgerðin » Boð frá neyðarsendi barst um tíuleytið á laugardagskvöld- inu. » Um 20 stiga frost var á þessu svæði og vindur um 10- 15 metrar á sekúndu. Með vind- kælingu var um 35 stiga frost. » Ferðamennirnir voru heilir á húfi og ómeiddir en orðnir frek- ar kaldir. Þeir hefðu eflaust ekki lifað nóttina af í tjaldinu. » Björgunarmenn fengu kalsár í andliti eftir leiðangurinn. Ljósmynd/Sigurjón Pétursson Veðurbarnir Geert De Smecdt og Wim Venneman jöfnuðu sig eftir volk næturinnar á Hornafirði í gær. Skúli Hansen skulih@mbl.is „Við erum í viðræðum við fjárfesta sem ætla að byggja hótel sem verður Marriott,“ segir Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Situs, félags um lóðarréttindi Hörpu, en félagið á um þessar mundir í viðræðum við svissneska fjárfestingarfélagið World Leisure Investment um byggingu lúxushótels við hlið Hörpu. „Þær eru nú ansi langt á veg komnar og ég reikna með að þær klárist núna um miðjan apríl, þá verður komin endanleg niðurstaða í þetta mál,“ segir Pétur spurður út í það á hvaða stigi við- ræðurnar séu. Stefnt er að því að hótelið, sem mun bera vörumerki hinnar víðfrægu Marriott-hótelkeðju, verði eitt af stærstu hótelum landsins en að sögn Péturs er gert ráð fyrir 270 herbergjum á hótelinu. „Þetta verður fjögurra til fimm stjörnu hótel. Það á að höfða til efri enda mark- aðarins,“ segir Pétur aðspurður um eðli hótelsins og bætir við: „Það verður hægt að ganga þarna á milli [hót- elsins og Hörpu] neðanjarðar en ofanjarðar verður þetta alveg sjálfstæð bygging. Það verður göngubraut í gegn- um bílakjallarann en þetta á að gera lífið auðveldara fyr- ir ráðstefnugesti. Reiknað með að framkvæmdir hefjist árið 2013 Ef allt gengur upp er stefnt að því að skrifa undir kaupsamning á lóðinni um miðjan apríl og þá er reiknað með að framkvæmdir geti hafist svona í kringum ára- mótin, þá sé búið að ganga frá öllum teikningum og fá þær samþykktar,“ segir Pétur og bendir á að hótelið verði að öllum líkindum opnað vorið 2015. Ljóst er að bygging hótelsins verður mikil og mann- frek byggingarframkvæmd. „Jú, þetta verða einhver hundruð,“ segir Pétur aðspurður hvort ekki muni skap- ast einhver fjöldi starfa í tengslum við framkvæmdina. Spurður hvers vegna stefnt sé að því að opna hótelið ekki fyrr en árið 2015 segir Pétur að teikninga- og samþykkt- arferlið taki allt að níu mánuði en að því loknu megi gera ráð fyrir að framkvæmdirnar sjálfar taki um tvö ár. Marriott-hótel opnað við Reykjavíkurhöfn árið 2015  Hótelið verður 4-5 stjörnu og mun innihalda 270 herbergi  Framkvæmdir við hótelið hefjast vonandi árið 2013 Morgunblaðið/Júlíus Harpa Stefnt er að því að byggja 4-5 stjörnu Marriott- hótel við hlið tónlistarhússins Hörpu. Það sem af er árinu hafa sex hópar erlendra göngu- manna, sem hafa gengið á Vatnajökul, kallað eftir að- stoð frá björgunarsveitum. Jónas Friðriksson, for- maður björgunarsveit- arinnar á Hornafirði, segir að þetta megi að hluta rekja til þess að fleiri fari af stað þegar dag fer að lengja en margir gleymi að reikna með því að veður getur enn verið slæmt uppi á hálendinu á þessum árstíma. Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg, segir að á þessu ári hafi fjöldi útkalla vegna er- lendra ferðamanna í vand- ræðum víðsvegar um land aukist gífurlega. „Þetta er mörg hundruð prósent aukning ef ekki þúsund prósent aukning. Ég held að við séum til að mynda búnir að sækja flesta ef ekki alla þá hópa sem hafa reynt að ganga á Vatnajökul það sem af er árinu,“ sagði Jónas en nú þegar er búið að aðstoða fleiri uppi á Vatnjökli en gert var allt síðasta ár. Hann telur að þessa aukningu megi rekja til erfiðs veðurfars en þessi vetur hefur verið óhemju umhleypingasamur. Þrátt fyrir að langflestir séu vel útbúnir og vel undirbúnir þá hafi veðráttan séð við þeim. „Flestir sem koma hing- að eru með mjög góð tjöld sem eiga að þola flest en rokið hefur verið svo gífurlega mikið að þau hreinlega þola þetta ekki,“ sagði Jónas. Útköll vegna ferðamanna í vandræðum aukist VEÐUR GETUR VERIÐ SLÆMT ÞÓTT SÓL HÆKKI Á LOFTI Jónas Guðmundsson Mikið var um útköll hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt. Flest málin voru vegna ölvunar og hávaða frá heimilum og skemmti- stöðum. Málin voru af ýmsum toga. M.a. fékk lögregla tilkynningu um mann sem var að brjóta rúðu í Listasafninu við Tryggvagötu. Annar ölvaður maður var hand- tekinn á Vegamótastíg grunaður um að hafa skemmt bifreið og fleira. Þá var bifreið stöðvuð við Álf- heima en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna Hávaði frá heimilum og skemmtistöðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.