Morgunblaðið - 19.03.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.03.2012, Blaðsíða 23
isóperunni í Kassel 1968-72, söng við óperuna í Graz í Austurríki og við Volksóperuna í Vín 1972-75, þá ráðinn að Ríkisóperunni í München og kom heim í ársbyrjun 1977 eftir tuttugu ára nám og störf erlendis. Eftir heimkomuna varð Sigurður framkvæmdastjóri Sinfón- iuhljómsveitar Íslands og gegndi því starfi til ársloka 1990. Þá ann- aðist hann listkynningu í skólum á vegum Skólaskrifstofu Reykjavíkur á árunum 1991-2000. Tónleikaferðir víða um heim Meðan Sigurður dvaldi erlendis söng hann oft sem gestur við ýmis óperuhús og kom fram á tón- leikum, ýmist einn eða með öðrum. Þá söng hann einnig í útvarp og sjónvarp. Hér á landi hefur Sigurður kom- ið fram á óperusýningum í Þjóð- leikhúsinu og í Íslensku óperunni, komið fram á tónleikum og við ým- is tækifæri, auk þess sem hann hefur sungið í útvarp og sjónvarp. Hann hefur farið víða og verið ein- söngvari, m.a. með Karlakór Reykjavíkur í Bandaríkjunum, Mið-Evrópu, Ísrael, Egyptalandi, Kína og víðar. Árið 1990 var hann ásamt eiginkonu sinni einsöngvari með austurrískri hljómsveit í fjög- urra vikna tónleikaferð um Japan, Taívan og Hong Kong. Trúnaðarstörf og vegtyllur Sigurður var varabæjarfulltrúi Garðabæjar kjörtímabilið 1988-92, sat í stjórn Listahátíðar í Reykja- vík 1988-90 og 1992-96 og var for- maður þar frá 1994. Sigurður hefur verið sæmdur þremur heiðursmerkjum: Aust- urríki 1988: Das Österreichische Ehrenkreuz für Wissenschaft und Kunst; riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu; Þýskaland: Das Verdienstkreuz 1. Klasse. Fjölskylda Sigurður kvæntist 21.4. 1966 Sieglinde Kahmann, f. 28.11. 1931, óperusöngkonu. Hún er dóttir Alf- reds Kahmann, múrarameistara í Stendal í Þýskalandi, og k.h., Gert- rud húsmóður en þau eru bæði lát- in. Um þessar mundir eru um sex- tíu ár frá því þau hjón fyrst komu fram sem einsöngvarar. Kjörsonur Sigurðar er Daníel, f. 6.7. 1962, arkitekt sem býr og starfar í Berlín en kona hans er Christjane Sigurðsson hótelstýra og er sonur þeirra Jan, f. 14.10. 2004. Dóttir Sigurðar er Guðfinna, f. 25.2. 1967, þrekþjálfari, búsett í Dubai en maður hennar er Michael Hansen flugstjóri og eru synir þeirra Davíð, f. 2.3. 2002, og Ísak, f. 12.10. 2004. Systur Sigurðar: Guðlaug, f. 28.12. 1925, fyrrv. skrifstofumaður, var gift Birni Sveinbjörnssyni verkfræðingi sem er látinn; Sig- urlaug, f. 3.7. 1930, fyrrv. skrifstofumaður, gift Birni Pálssyni Ijósmyndara og eiga þau tvö börn. Foreldrar Sigurðar voru Björn Árnason, f. 2.5. 1889, d. 14.7. 1979, bifreiðarstjóri í Hafnarfirði, og k.h., Guðfinna Sigurðardóttir, f. 2.11. 1892, d. 28.1. 1978, húsfrú. Úr frændgarði Sigurðar Björnssonar óperusöngvara Jónas Þorleifsson b. í Hóli Árni Björnsson b. á Móum, Kjalarnesi Sigríður Jónsdóttir húsfr. á Móum Björn Runólfsson b. í Jórvík í Álftaveri Þórdís Guðmundsdóttir húsfr. í Jórvík Sigurður Björnsson Björn Árnason bifreiðastj. í Hafnarf. Guðfinna Sigurðardóttir húsfr. Hafnarf. Guðrún Árnadóttir húsfr. í Ási Sigurður Jónasson sjómaður í Ási Guðlaug Björnsdóttir húsfr. Hólakoti Árni Bjarnason tómthúsm. Hólakoti, Álftanesi ÓlafurWalter í dómsmálar. Jónas Sigurðsson skólastj. Stýrimannskólans Jón Árnason Framkvæmdastjórinn Sigurður á þeim árum sem hann var fram- kvæmdastjóri Sinfóníunnar. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2012 85 Gerður Pétursdóttir Margrét S. Jóhannesdóttir 80 Guðrún Guðmundsdóttir María Guðrún Guðjónsdóttir Sigurður Björnsson 75 Guðrún Ó. Eggertsdóttir Jóhannes F. Vestdal Magnús Tómasson Reynir Eyjólfsson Vilný Reynkvist Bjarnadóttir Þórdís Jakobsdóttir 70 Elínborg Lárusdóttir Halldóra Hálfdánardóttir Helga Stefánsdóttir Hilmar Pétur Þormóðsson Sigurður K. Leósson Sæmundur Þóroddsson Uni Þórir Pétursson 60 Áslaug Rósa Ólafsdóttir Bryndís Konráðsdóttir Jóhann Guðmundsson Margrét Harðardóttir Páll Ingi Hauksson Sigríður H. Kristinsdóttir Sigurborg Sigurjónsdóttir Þórólfur Gíslason 50 Arnar Sverrisson Dagbjartur Helgi Guðmundsson Elín Elísabet Magnúsdóttir Guðbjörg Sigurgeirsdóttir Haukur Tryggvason Inga Rósa Loftsdóttir Jóhannes K. Hauksson Kári Helgfell Jónasson Ólafur Hilmarsson Sigrún Halldórsdóttir Stefán Stefánsson 40 Arnar Helgi Kristjánsson Bjarki Unnar Kristjánsson Elín Hallgrímsdóttir Valgerður Sveinsdóttir Þórarinn Ingi Ólafsson Þór Hauksson Ægir Guðbjarni Sigmundsson 30 Andri Tómas Gunnarsson Árni Baldur Möller Barbara Inga Albertsdóttir Birgir Már Vigfússon Freydís Gunnarsdóttir Guðjón Már Sveinsson Guðrún Margrét Jónsdóttir Gyða Dröfn Hannesdóttir Haukur Þór Leósson Josephine E. Hákonarson Guðmundsson Þór Gunnarsson Til hamingju með daginn 50 ára Ólöf Ragnheiður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún var í Réttarholtsskólanum og lauk prófum frá Leið- sögumannaskólanum og er nú framkvæmdastjóri Mountain Eers of Ice- land. Maður Herbert Hauks- son, f. 1957, fjármála- stjóri en börn hennar eru Eiður Smári Guð- johnsen, f. 1978;Viktoría Hlíf Theódórsdóttir, f. 1997. Foreldrar hennar eru Einar Einarsson, f. 1925, og Ólöf Stefánsdóttir, f. 1927, húsmóðir. Ólöf Ragnheiður Einarsdóttir 30 ára Grétar fæddist í Njarðvík og ólst þar upp. Hann lauk prófum í við- skiptafræði frá HR 2006 og er nú verkefnastjóri á viðskiptaþróunasviði hjá ISAVIA á Keflavík- urflugvelli. Kona Sonja Kjartans- dóttir, f. 1985, atvinnu- flugmaður og flugkennari hjá Keili en sonur þeirra er Kristófer Orri Grét- arsson, f. 2009. Foreldrar Garðar Tyrf- ingsson, f. 1953, starfar hjá Hitaveitu Suðurnesja, og Kristín Erla Jónsdóttir, f. 1951, starfsmaður á leikskólanum Akri. Grétar Már Garðarsson Þorsteinn Hannesson óperusöngvari fæddist á Siglufirði 19. mars 1917. Hann var sonur Hannesar Jón- assonar bóksala og Kristínar Bjarg- ar Þorsteinsdóttur húsmóður. Þorsteinn lauk Samvinnuskóla- prófi árið 1935, stundaði söngnám hjá Sigurði Birkis á árunum 1939-43, nám við Royal College of Music í London 1943-47, við óperudeild sama skóla og var í einkatímum hjá Joseph Hislop og Irving Dennis. Þorsteinn var aðaltenór hjá einu frægasta óperuhúsi í heimi, The Co- vent Garden Opera Company, 1947- 54, og söng sem gestur hjá The Ro- yal Carl Rosa Opera Company, The Sadler’s Wells Opera Company og óperunum í Cork á Írlandi og í Amsterdam í Hollandi. Þá hélt hann fjölda tónleika víðsvegar á Bret- landseyjum. Þorsteinn kom heim til Íslands ár- ið 1954 og komst þá brátt í hóp áhrifamestu einstaklinga um sönglíf og söngmennt hér á landi. Hann söng og lék fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu um skeið, var yf- irkennari söngdeildar Tónlistarskól- ans í Reykjavík á árunum 1955-66, var aðstoðartónlistarstjóri Rík- isútvarpsins og síðan tónlistarstjóri þess á árunum 1975-81. Þá stjórnaði hann fjölda tónlistarþátta og vann mikið starf og þarft verk við flokkun á sögulegu hljóðritasafni Rík- isútvarpsins. Hann kenndi auk þess við Söngskólann í Reykjavík, sat í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands um skeið og sat í Útvarpsráði, í stjórn Tónlistarskóla Kópavogs og í stjórn Bandalags íslenskra lista- manna. Ævistarf Þorsteins var ekki síst í því fólgið að kynna, með tónlist- arþáttum sínum, fyrir íslenskum al- menningi, það besta sem klassísk sönglist hafði upp á að bjóða. Til þess var hann vel fallinn, enda vel máli farinn, skemmtilegur útvarps- maður og alþýðlegur í framsetningu. Þorsteinn lést 3. febrúar 1999. Merkir Íslendingar Þorsteinn Hannesson 30 ára Jóhann fæddist á Akranesi og ólst þar upp en hefur átt heima í Reykjavík 2009. Hann lauk prófum frá frum- greinadeild HR, og er nú rafvirki hjá GT Tækni á Grundartanga. Kona Álfheiður Ágústs- dóttir, f. 1981, sérfræð- ingur á fjármálasviði EL- KEM Ísland. Börn þeirra eru Guð- mundur Már, f. 2003, og Elísabet María, f. 2005. Foreldrar Jóhanna Karls- dóttir, f. 1952, lektor við HÍ, og Guðmundur Jó- hannsson, f. 1952, blikk- smiður. Jóhann Steinar Guðmunsson Frönsk húsgögn og búsáhöld fyrir bústaðinn og heimilið Opið: mán-fös 12:30 - 18:00 Dalvegi 16a - Rauðu múrsteinshúsunum, 201 Kópavogi - S. 517 7727 - nora.is Eikarborð kr. 180.000, Eikarstólar kr. 24.900 stk. Matar og kaffistell Kúluseríur - 25 litir Hnífapör

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.