Morgunblaðið - 19.03.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.03.2012, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Sögur úr ferðalagi Kristjana, Ólafur, Vala og Kristján hlusta á Ásu segja frá ferðalögum fjölskyldunnar út frá myndum þaðan. gestunum var fólk úr listalífinu, fólk sem vant er að vinna með allskyns efnivið, þekktan og óþekktan og gera úr honum verk fyrir aðra að njóta. Gestir og gestgjafar urðu því í þessu framandverki bæði gerendur og þiggjendur. Og kaffiboðið leið hratt, eins og skemmtilegra kaffiboða er siður, þó gestirnir hafi minnst vitað hve tímanum leið, því hann hafði ver- ið tekinn úr sambandi. Gestgjafar máttu hafa sig alla við að fylgjast með tímanum í klukkuleysinu, því tíminn í verkinu varð að standast. Erfiðast var að aka með gesti aftur upp á hótel í þögn, maður vildi svo gjarnan spjalla meira, en eftir situr ein- staklega skemmtileg upplifun og þakklæti yfir því að hafa fengið að taka þátt. Stimpilklukkan hefur tekið völdin En hverju vildi framandverka- flokkurinn ná fram með því að af- tengja þátttakendur við tímann? „Við vildum skoða viðhorf okkar í hinum vestræna heimi til tímans. Við erum að kanna hvað við höfum komið okkur saman um í sambandi við tímann, hvort það sé eðlilegt og hvort við séum e.t.v. á villigötum með þessar stundarskrár okkar þar sem allt verður að ganga upp og varla er pláss fyrir neitt nema planið. Lífið má eiginlega ekki eiga sér stað nema það passi inn í planið,“ sagði Vilborg í samtali við blaðamann. Hún sagði þær alltaf vera að vinna með raun- veruleikann sjálfan sem efni, búa til einhverskonar skapalón sem fólk get- ur farið inní og mátað sig við. „Verkið Hótel Keflavík fjallar sem sagt um þann veruleika sem margir kannast við sem vakna snemma á morgnana, drífa börnin í leikskóla jafnvel þótt sólin sé klukkutíma „á eftir áætlun“ á veturna, allt sé niðdimmt og allir dauðþreyttir og gætu alveg sofið lengur. Fólk mætir samt á réttum tíma í vinnuna af ótta við stimp- ilklukkuna. Hún hefur einhvern veg- inn öðlast meira vægi í hugum okkar heldur en okkar eigin hjartsláttur og líðan. Og skiljanlega, ef enginn færi eftir stimpilklukkunni þá riðlaðist allt skipulag í samfélaginu.“ Vilborg sagði hótel kjörinn stað fyrir framandverk sem þetta, þar sem hótel eru í eðli sínu staður milli staða. „Hótel er staður þar sem ekk- ert á að eiga sér stað nema bið á með- an farið er frá einum stað til annars. Hvað gerist í biðinni? Hvað gerist í tómarúminu sem myndast þegar ekk- ert stendur til að framkvæma nokk- urn skapaðan hlut?“ Vilborg sagði þær hafa lesið sér til um allt mögu- legt og ómögulegt tengt tímanum og viðhorf okkar til hans og notað þann efnivið til að skapa verkið og þannig hafi þær viljað fá þátttakendur til að velta fyrir sér hlutum sem væru þeim hugleiknir. „Við vildum skoða við- horf okkar í hinum vest- ræna heimi til tímans.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2012 Náttúruhamfaranna í Japan hinn 11. mars í fyrra var minnst á Háskólatorgi í Háskóla Ís- lands í síðustu viku. Japanskir skiptinemar í skólanum skipulögðu viðburðinn og í hádeginu á mánudaginn voru haldnir tónleikar með Sól- eyju og þá var þar myndasýning tengd hamför- unum. Skiptinemarnir sögðu frá því hvernig staðan væri núna í Japan, hvar þeir voru þegar stór jarðskjálfti varð úti á hafi með þeim afleið- ingum að mikil flóðbylgja skall á landinu og hvaða áhrif þetta hafði á þá. Alls létust um 19 þúsund manns og þurftu tæplega 100 þúsund íbúar í nágrenni kjarnorkuversins í Fukushima að yfirgefa heimili sín. „Þeir vildu einnig þakka Íslendingum fyrir stuðninginn sem við sýndum þeim, vildu minn- ast atburðanna og leggja áherslu á að þeir gleymdust ekki. Þeir sögðust vona að söng- urinn hjá Sóleyju myndi ná til hjarta þeirra sem eiga um sárt að binda í Japan,“ segir Ólöf Eyj- ólfsdóttir, fyrsta árs nemi í japönsku í HÍ, en nemarnir áttu allir heima fjarri þeim svæðum sem urðu verst úti. „Þeir töluðu um að þetta hefði verið hryllilegt, að hafa fylgst með þessu í fréttunum. Þeir upplifðu sig svo máttlausa.“ Um kvöldið var svo haldin kertavaka við Ráð- húsið. Minntust þess að eitt ár er liðið frá náttúruhamförunum í Japan Morgunblaðið/Ómar Sóley Skiptinemarnir sögðust vona að söngur Sóleyjar næði til Japans. Þökkuðu Ís- lendingum fyr- ir stuðninginn Minntust hamfaranna Arisa Onishi, Nökkvi Jarl Bjarnason, Jun Shiota og Ólöf Eyjólfsdóttir hlýddu á Sóleyju spila og syngja. Origami Þúsund origami- fuglar voru til sýnis. Á Háskólatorgi Japönskunemar á öðru ári mættu til að hlýða á skiptinemana segja frá því hvernig þeir upplifðu hamfarirnar. Eva Björk er með MA-próf í Performance Making frá Goldsmiths-háskóla í London og Eva Rún og Vilborg með BA-próf í leiklist – fræðum og fram- kvæmd frá Listaháskóla Íslands. Þær hafa ennig bakgrunn í myndlist, tónlist og félags- og kynjafræði. „Við viljum rýna í hvað liggur að baki merkingum sem við gefum hlut- um, athöfnum og orðum. Í stað þess að skoða málin úr öruggri fjarlægð viljum við fara inn í aðstæður sem okkur finnst forvitnilegar og rannsaka þær innan frá.“ Úr stefnuyfirlýsingu K.b.b. Af fyrri verkum Kviss búmm bang má nefna The Norm-Olympics, Di- vorce Party, GET A LIFE!, Great Group og Eight, Safari og Persónur. Forvitnilegar aðstæður ÞÁTTTÖKUVERK FÉLAG ÍSLENSKRA BIFREIÐAEIGENDA 80 ára 1932-2012 Félag íslenskra bifreiðaeigenda, Borgartún 33, 105 Reykjavík, s. 414 9999, fib@fib.is, fib.is Afslættir LögfræðiráðgjöfTækniráðgjöf FÍB Aðstoð Félagsmenn geta leitað til tækniráð- gjafa varðandi bifreiðatæknileg atriði, svo sem um viðgerðarkostnað, gæði viðgerða og varahluta, galla í nýjum bifreiðum o.fl. Lögfræðiráðgjafi FÍB er sérfróður um algengustu vandamál varðandi galla eða svik í bifreiðaviðskiptum, ófull- nægjandi viðgerðir og sakarskiptingu við tjónauppgjör. Opin allan sólarhringinn. - Start aðstoð - Dekkjaskipti - Eldsneyti - Dráttarbíll Þétt afsláttarnet innanlands sem og erlendis. 150.000 staðir í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar. Viltu gerast FÍB félagi? Allt þetta innfalið og meira til! 414 9999 - fib.is 19. og 20. mars næstkomandi. Efni- viður sýningarinnar endurspeglar fjölbreyttar hliðar okkar ástsæla lands þar sem innblástur er sóttur í stórbrotna náttúru, íslenskar þjóð- sagnapersónur og ýmis óræð öfl. Afmælishátíðin mun standa fram í júní og er von á ýmsum spennandi danstengdum uppákomum og veg- legum tilboðum í líkamsræktinni. „Það er ótrúlega gaman að sjá hvað þetta óskabarn mitt hefur náð að dafna vel. Ég er stolt og ánægð og óska þess að sem flestir sjái sér fært að fagna þessum áfanga með okkur,“ segir Bára. Dansarar Efniviður sýningarinnar endurspeglar margar hliðar Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.