Morgunblaðið - 19.03.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.03.2012, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2012 Ég er eiginlega ekki mikil afmæliskona og finnst afmæli frek-ar leiðinlegt fyrirbæri,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dag-skrárstjóri RÚV, sem í dag er 65 ára gömul. Eftir smá um- hugsun segir hún það sennilega vera öll athyglin sem afmælum fylgi sem hafi gert hana fráhverfa afmælisstandi en að vera í sviðsljósinu sé ekki eitthvað sem hún sækist eftir. Það eru hins vegar ekki allir á því að láta afmælisdaginn líða veislulaust hjá og verður honum fagnað þrefalt. „Já, karlinn minn er búinn að pína mig til þess, honum finnst ómögulegt að ég geri ekki neitt,“ segir Sigrún. „Þannig að ég ætla að bjóða fjölskyldunni sunnanlands og nánustu vinum í danskan brunch og maðurinn minn er búinn að bjóða mér út að borða eftir vinnu. Svo ætla ég að bjóða restinni af fjölskyldunni minni út að borða þegar ég fer norður á miðvikudag,“ segir hún, en Sigrún og maður hennar, Yngvar Bjørshol, halda heimili bæði í Reykjavík og á Akureyri. Tómstundunum eyða Sigrún og Yngvar helst með barnabörn- unum en fjöldi þeirra fer eftir því hvernig maður telur, segir Sigrún og útskýrir: „Synir mínir hafa getið fjögur börn og fengu hvor eitt í kaupbæti. Svo á maðurinn minn tvö barnabörn þannig að allt í allt eigum við átta,“ segir hún. Þá segist hún einnig dugleg að viðhalda garðinum sínum á Akureyri, sem hún gerir af miklum eldmóð, svo miklum í raun að í fyrra tókst henni að brjóta demant í látunum. Sigrún Stefánsdóttir er 65 ára í dag Morgunblaðið/G.Rúnar Þakklát Sigrún segir að þótt sér leiðist afmælisstand hafi hún lært að vera þakklát fyrir hvert ár sem hún fær að lifa. Leiðist afmælishald en fagnar samt þrefalt S igurður Björnsson óp- erusöngvari fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann hóf nám í fiðluleik hjá Birni Ólafs- syni við Tónlistarskólann í Reykja- vík en sneri sér síðan að söng og lauk fyrstur söngnema burtfar- arprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1956. Kennari hans þar var Kristinn Hallsson en áður hafði hann lært hjá Pétri Jónssyni og Guðmundi Jónssyni. Haustið 1956 fór Sigurður til söng- náms við Tónlistarháskólann í München og var aðalkennari hans Gerhard Hüsch. Sigurður var fastráðinn óp- erusöngvari við Ríkisóperuna í Stuttgart 1962-68, ráðinn að Rík- Sigurður Björnsson 80 ára Morgunblaðið/Sigurgeir S. Óperusöngvarinn Eins og flest annað tónlistarfólk hafði Sigurður beðið lengi eftir tónlistarhúsi í Reykjavík. Á óperusviðum Evrópu í fimmtán ár Fjölskyldan Sigurður ásamt eiginkonu sinni Sieglinde Kahmann sem einnig er óperusöngvari og börnunum, Daníel og Guðfinnu. Húsavík Jóhann Aron Júlíusson fæddist 9. júní kl. 12.49. Hann vó 3705 g og var 53 sm langur. Foreldrar hans eru Sigrún Karlsdóttir og Júlíus Stef- ánsson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. FLOTTAR FERMINGARGJAFIR HJÁ JÓNI OG ÓSKARI Stálúr frá Skagen 15.900 kr. PI PA R\ TB W A • SÍ A Úr með leðuról frá Skagen 15.900 kr. www.jonogoskar.is Laugavegi 61 / Smáralind / Kringlan Úr með leðuról frá Skagen 18.900 kr. Selfoss Maris Óskar Leonovs fæddist á Selfossi 6. september kl. 4.53. Hann vó 4.580 g og var 55 sm langur. For- eldrar hans eru Ásdís Helga Agnars- dóttir og Janis Leonovs. Nýir borgarar „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar verður einnig sagt frá öðrum merkum við- burðum í lífi fólks, svo sem hjónaböndum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta á net- fangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.