Morgunblaðið - 19.03.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.03.2012, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Samskipti við menntastofnanir og aðila sem tengjast útgáfustarfsemi og öðr- um löndum ættu ganga betur en þau hafa gert að undanförnu. 20. apríl - 20. maí  Naut Reyndu að sjá alla myndina áður en þú gerir upp hug þinn. Gerðu upp við þig hvar þú átt að einbeita þér því þú munt fá meiri- háttar meðbyr ef þú gerir það. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er hentugur tími til þess að sækja það sem þig hefur lengi langað til að eignast. Foreldrar eru skilningsríkir í garð barna sinna. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Fátt er betra en góðir vinir en farðu varlega í að ráðleggja þeim í viðkvæmum málum. Þú skalt umfram allt forðast að berja höfðinu við steininn þegar um við- urkenndar staðreyndir er að ræða. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vinkona þín hefur eitthvað mikilvægt að segja þér í dag. Gefðu þér tíma til að íhuga hvert þú stefnir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Samræður við systkini og nágranna eru óvenju beinskeyttar og hreinskilnislegar um þessar mundir. Breyttu um aðferð og vertu ögn þolinmóðari í framsetningu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Vertu óhræddur við að blanda þér í um- ræður annarra um þau mál sem þér eru hjartfólgin. Taktu mikilvægar ákvarðanir því þær geta eflt mannorð þitt enn frekar og aukið tekjurnar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þótt þú hafir í mörg horn að líta máttu ekki láta það verða til þess að þú missir sjónar á markmiðum þínum. þú kem- ur miklu í verk og nýtur góðs af styrk ann- arra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ættir að láta það eftir þér að leita hugsvölunar í góðri bók, kvikmynd eða tónlist. Og mundu að sá er líka vinur er til vamms segir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú getur ekki breytt heiminum og ættir að líta þér nær og koma jafnvægi á eig- ið líf. Líklega munu gamlar myndir hræra mest við þér eða gamalt dót í skúffum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú færð alltof lítinn tíma til að sinna verkum þínum. Brynjaðu þig gegn ut- anaðkomandi áhrifum og taktu málin í þínar hendur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Allt sem þú sendir frá þér í dag mun koma aftur til þín. Finndu þeim því farveg þar sem þeir fá notið sín. Vatn, ís og gufa voru yrkisefnilitla hagyrðingamótsins sem efnt var til á fundi kvæðamanna- félagsins Iðunnar fyrir skemmstu. Á föstudag var í Vísnahorni fjallað um brag nýkjörins formanns, Ragnars Inga Aðalsteinssonar, en tveir aðrir komu fram. Ingi Heiðmar Jónsson kyrjaði rímnalag með frumortum kveðskap um vatn, ís og gufu: Kringir vatnið kima og nes kliðar vatn við lækjarmas blómstrar vatn er geysist gos glampar vatn er harðnar ís Inn í holu hnappast mýs hrópar barn á klaka og ís Fljóðið kalt er eins og ís, ymur sjór og bára rís. Fram úr stútnum gufa gýs gáskastrákur pistil les úti á stræti orgar þys ilm vil finna, hlíð og gras. Jói í Stapa gaukaði tveim vísum að Inga Heiðmari um kveðskapinn: Um þetta eg engu skrökva enda er það staðreynd vís að gufa verður að vökva og vatnið síðan að ís. Menn vona að veðráttan batni og vermi okkur sólbirtan hlý, þá verður ísinn að vatni og vatnið breytist í ský. Ragnar Böðvarsson kvaddi sér líka hljóðs, fyrst með vísu um vatn: Margir færa ljóð í letur ljóðin eru af ýmsu rík, en um vatnið enginn getur ort á borð við Nordahl Grieg. Til skýringar vísar hann í kvæðið Vatn eftir Nordahl Grieg, sem sat á krá sumardag austur í Sjanghæborg og drakk gin og bitter. Og Ragnar bætti við um ís og gufu: Það er vandi að yrkja um ís úti vindur gnauðar. Finn ég mér í höfði lýs ég held þær séu dauðar. Gaman væri að geta ort um gufu kvæði. Það hlyti að vera algjört æði. Hjálmar Freysteinsson yrkir að gefnu tilefni: Þó að napur næði á kinn norðan gjóstur, ekki trassar útburðinn Ársæll póstur. Og hann klykkir út með: „Auk þess er lofsvert að hann kíkir ekki í bréfin.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Enn af hagyrðingum, vatni, ís og gufu G re tt ir H ró lf u r h ræ ð il eg i G æ sa m am m a o g G rí m u r S m áf ó lk Fe rd in an d SKAPAÐU HINN NÝJA ÞIG Á AÐEINS SEX VIKUM! A HVERJU ÆTTI ÉG AÐ VILJA SKAPA NÝJAN MIG? VIÐ TÖKUM VIÐ PÖNTUNUM Í SÍMA, NÚNA! ÞÁ ÞYRTI ÉG BARA AÐ DEILA ÖLLU MEÐ HONUM HEIMURINN GETUR EKKI ENDAÐ Í DAG, VEGNA ÞESS AÐ MORGUNDAGURINN ER NÚ ÞEGAR RUNNINN UPP Í ÖÐRUM LÖNDUM YLLIR ÞAÐ ÞIG EKKI ÖRYGGI? MÉR HEUR ALDREI UNDIST ÉG VERA JAN ÖRUGGUR ÉG HE EKKI LENGUR ÁHYGGJUR A HEIMSENDI HRÓLUR, A HVERJU GETUM VIÐ EKKI ALLIR VERIÐ VINIR? JÁ, ÉG HELD AÐ ÉG HRINGI BARA Í HANA NÚNA JÁ HALLÓ? KLUKKAN HVAÐ? SPÁKONUNNI SEM ÞÚ KYNNTIST Í SIRKUSNUM? ÉG ER AÐ HUGSA UM AÐ BJÓÐA VENUSI Á STENUMÓT Hvurslags eiginlega ekkisensþrjóska og þvermóðska er þetta í fréttamönnum allra fjölmiðla og al- menningi sjálfum? Víkverji er, svo pent sé orðað, nokkuð ákafur í af- stöðu sinni þegar kemur að málfari og réttri notkun tungumálsins. Vissulega má til sanns vegar færa að hlutir öðlist aukið vægi við viðbót ákveðins greinis eða virki kannski persónulegri – en nýja tónlistarhúsið í Reykjavík heitir Harpa. Vissulega er þetta eina harpan sem er sameign þjóðarinnar og þess vegna rökrétt að bæta við ákveðnum greini en Vík- verji talar samt aldrei um Reyninn þegar ritstjórn DV kemur upp í sam- ræðum þó það sé einungis einn Reynir sem er ritstjóri blaðsins. Húsið heitir Harpa, án greinis. x x x Nú er ástandið orðið þannig í þjóð-félaginu að þeir sem sérhæfa sig í að útbúa efni sem kemur fyrir augu þjóðarinnar eru markvisst farnir að brjóta málnotkunarreglur til að málið þóknist þeirra eigin dyntum og sérþörfum. Víkverji gluggaði nú á dögunum í ósk frá framámönnum SkjásEins um réttan rithátt orðsins að þeirra mati. Mark- aðsforkólfarnir hafa óskað þess að hvar sem þessa miðils er getið sé orðunum tveimur klínt saman og bæði beri stóran upphafsstaf. Stóran staf skal eingöngu nota í upphafi setninga og í sérnöfnum. Skjár nokkur er Einn var nefndur hafði breyst frá upphaflegu markmiði sínu. Þetta er dæmi um notkun sem gæti réttlætt að bæði bæru stóran staf. x x x Mikið hefur verið ritað og rætt umhnignun íslenskrar tungu og oftar en ekki er kvartað undan því að þetta unga fólk nú til dags kunni ekki að tala. Hverju er hins vegar við að búast þegar eina fólkið sem reyn- ir að verja hróður fjölbreytts orða- forða og réttrar málnotkunar eru ís- lenskukennarar sem best væri að finna í fornmunaverslunum? Ef við ætlum að standa vörð um sérstöðu tungumáls okkar verða þeir sem vinna við að birta íslensku á einn eða annan hátt að hundsa dynti þeirra sem kæra sig kollótta um málnotkun „bara af því það lúkkar geðveikt“. Víkverji Orð dagsins: En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. (I.Kor. 13, 13.) Ferskir og framandi fiskréttir Hádegisverðartilboð Veitingastaður / verslun Nethylur 2 • 110 Reykjavík • Sími: 587 2882 • galleryfiskur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.