Monitor - 29.03.2012, Blaðsíða 4

Monitor - 29.03.2012, Blaðsíða 4
4 MONITOR FIMMTUDAGUR 29. MARS 2012 ÍSOLD GUÐLAUGS- DÓTTIR 21 árs úr Reykjavík Syngur frumsamið lag með gítar sem heitir Letting You Go Ísold vinnur á Café París og notar frítímann í að semja lög. Hún spilar bæði á gítar og píanó. Hún hefur alltaf sungið en er nýbúin að uppgötva að hún geti gert eitthvað með það og er því nýfarin að þora að koma fram eftir áralanga sturtusöngva og gítarpartí. MARGRÉT ÝR AUSTMANN 14 ára úr Reykjavík Grætur mjólk Einu sinni lenti Margrét í því að svelgjast á og vökvinn sem hún var að drekka kom út um augun á henni. Síðan þá hefur hún prufað þetta meðal annars með kók og slær í gegn hvar sem hún kemur. Hún drekkur aðeins léttmjólk en ekki nýmjólk og grætur því aðeins léttmjólk. Hún segir mjólk vera góða fyrir augun og þetta vera sársauka- laust, þótt stundum komi loftbólur. SÖNGHÓPURINN AÐ EILÍFU EINAR 15-16 ára úr Reykjavík Syngja lagið Pricetag Sönghópurinn Að eilífu Einar samanstendur af fimm frábærum stelpum. Ein þeirra spilar á gítar en hefur aldrei stundað neitt tónlistar- nám, þrjár þeirra syngja og radda og ein spilar á hristur til að toppa þetta. Stelpurnar taka fram að nafn hóps- ins sé ekki tengt neinum fráföllnum kærasta eða neitt slíkt heldur sé það algjört bull. PALLI JÓJÓ – Páll Valdimar Guðmundsson Korka 20 ára frá Hafnarfirði Leikur listir með jójó Uppáhaldslitur Palla jójó er bleikur. Það fyndnasta sem hann hefur lent í er að slá af sér gleraugun í miðju atriði á Evrópumeistaramótinu í jójó. Hann dreymir um að vera frægur í jójó-bransanum eða bara þess fyrir utan. JÓN STEFÁN FRIÐRIKSSON 18 ára frá Reykjanesbæ Flytur rokkútgáfu af Canon Jón er nýorðinn átján ára og nýtti sér nýfengið sjálfræði og skráði sig til leiks. Hann elskar beikon, egg og Manchester United og stefnir alla leið. Hann dreymir um að meika það í Bandaríkjunum þar sem hann segir tónlistarstefnuna sem hann aðhyllist ekki njóta sannmælis hér á landi. Fyrirmyndir hans í tónlist eru Angus Young, Jason Becker og eldri bróðir hans. GUÐBJÖRG ELÍSA HAF- STEINSDÓTTIR 27 ára frá Hafnarfirði Syngur Whitney Houston-lagið I Will Always Love You Guðbjörg er söngkona og húsmóðir, keppti í Idolinu á sínum tíma og hefur reynt nokkuð fyrir sér sem söngkona. Hún á tvö börn og elskar hraðakstur og söng og dreymir um að eignast mótorhjól. Guðbjörg segir Jesú Krist og Allah vera fyrirmyndir sínar sem hafi náð langt í tónlist. MAGNÚS ÞORRI SIG- MUNDSSON 13 ára frá Reykjavík Sýnir spilagaldur Magnús er mikill og hæfileika- ríkur snillingur sem segist vera fljótur að læra nýja hluti. Hann er glaðlyndur að eðlisfari en hann óttast „pop-up“-síður sem innihalda bregðuatriði mest í lífinu. Hann stefnir á að verða atvinnutöframaður. ELÍSABET BALDURS- DÓTTIR 13 ára frá Akureyri Syngur Halo með Beyoncé Elísabet er hæfileikarík stúlka sem kemur sér oft í klandur. Henni finnst gaman að fara á skíði en ekki alveg eins gaman að festast í stólalyftunni og fara aftur niður með henni eins og hún lenti í um daginn. Elísabet segir systur sína vera sína helstu fyrirmynd og hún segist þola gagn- rýni vel, bróðir hennar sér til þess. AREA OF STYLEZ 16-27 ára frá Reykjavík Dansa breikdans við Omen með The Prodigy Area of Stylez eru tíu ferskir strákar með taktinn í blóðinu. Þeir stefna á að bæta sig enn frekar í dansinum, fara að kenna dans og keppa á er- lendri grundu. Strákarnir hafa verið vinir í þó nokkurn tíma en ákváðu að skella sér í breikdans eftir að hafa horft á kóreska auglýsingu á YouTube með mögnuðum breikdansi. Eftir það var ekki aftur snúið. Monitor hleraði þátttakendur í Hæfileikakeppni Íslands sem hefst annað kvöld á SkjáEinum. Hæfileika- leikarnir hefjast loks

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.