Monitor - 29.03.2012, Blaðsíða 8

Monitor - 29.03.2012, Blaðsíða 8
8 MONITOR FIMMTUDAGUR 29. MARS 2012 Það er á allra vitorði að þú ert með uppteknari mönnum og ég hef einhvern tímann heyrt að þú sofi r þrjá til fjóra tíma á sólarhring. Eru það ýkjusögur? Jú, það eru ýkjusögur. Ég viðurkenni samt að það er ekki endilega alltaf sofi ð mikið en það er meðal annars vegna þess að ég ferðast svo mikið. Ég nota tímann í fl ugvél til að sofa, en þetta eru oft löng fl ug svo það er ekkert vesen. Ég get reyndar sofnað hvar sem er. Ég get sofnað standandi í röð eða hjá tannlækni og svo sef ég oft í klippingu. Latibær gengur í einföldu máli út á það að fá börn til að hreyfa sig. Eitthvað segir mér að þú hafi r ekki verið latur krakki. Hvernig krakki varst þú? Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega góður í neinu og var svona meðalgóður í öllu sem krakki. Sem barn hafði ég samt alltaf voðalega mikla orku og hef alltaf haft. Þegar ég var lítill hljóp ég með símskeyti frá fi mm ára aldri til níu ára. Ég ólst upp í Borgarnesi og þar áttu ekki allir síma svo ég skaust á milli með símskeyti og sagði fólki að það væri síminn til þeirra. Ég var oft jafnvel að hlaupa sex kílómetra leið nokkrum sinnum yfi r daginn, sem er löng leið að fara fyrir gutta. Ég man að ég borðaði alltaf rifsber sem ég tók af runna á leiðinni og man enn eftir konunni sem bjó í húsinu við runnann því hún var alltaf að banka á gluggann þegar ég var að tína berin. Ég borðaði sem sagt íþróttanammi á meðan ég hljóp með skeytin. Þú gerðir garðinn frægan í þolfi mi á árum áður. Í dag eru greinar eins og Crossfi t og Boot Camp meira í tísku. Ef þú værir að velja þér íþróttagrein núna til að stunda á keppnisstigi, myndir þú þá velja þolfi mi aftur? Ef Crossfi t og Boot Camp væru lyfjaprófuð, þá myndi ég kannski prófa að velja þær en annars ekki. Ég held að það sé algjörlega nauðsynlegt að það séu lyfjapróf í keppnisíþróttum, annars er ekkert að marka þær. Þegar hugmyndin að Latabæ fæddist, fannst þú þá fl jótt á þér að þetta gæti sprungið jafnrosalega út og raun hefur borið vitni eða átti þetta bara að verða barnabók hér á Íslandi? Þegar ég fór af stað með Latabæ hugsaði ég strax: „Getur þetta verið meira en bara bók? Getur þetta orðið vörumerki? Getur þetta verið lífsstíll? Getum við verið með veitingahús eða skemmtigarð?“. Það er vissulega margt á teikniborðinu okkar þessa stundina en upphafl ega hugsaði ég ekki endilega að ég ætlaði mér að gera þetta allt, heldur hugsaði ég meira út í hvort ég hefði valmöguleikana til þess. Ég held að maður eigi að hugsa stórt í byrjun en taka það í skrefum. Ekki er gott að ofmetnast, það er nauðsynlegt að byrja á að vinna héraðsmótið, svo vinnur maður kannski Íslandsmótið, svo Norðurlandamótið og hver veit nema að síðan vinnir þú Evrópu- eða heimsmeistaramótið. Það er nauðsynlegt að hugsa svona því það tekur langan tíma að byggja upp fyrirtæki. Fyrirtækin eða vörumerkin sem við erum að keppa við núna eru vörumerki eins og Winnie the Pooh sem er tæplega 80 ára gamalt vörumerki. Við erum eiginlega yngst þarna. Á undanförnum áratugum hefur íslenska þjóðin birst ofarlega á listum yfi r feitustu þjóðir Evrópu. Eru Íslendingar hættulega latir? Við Íslendingar innbyrðum mikið magn af sykri. Nammibarirnir í matvöruverslunum eru alltaf troðfull- ir og við Íslendingar drekkum mjög mikið af sykruðum drykkjum eins og gosi. Hér tíðkast heldur ekki svo mikil útivera því veðráttan býður ekki upp á það að neinu ráði nema kannski á sumrin og þar að auki er minni áhersla lögð á hreyfi ngu í skólum í dag heldur en áður fyrr. Þó svo að margir Íslendingar taki á því í ræktinni þá hefur almenn hreyfi ng hjá fullorðnu fólki minnkað frá því áður því það er náttúrlega minna um líkamlega vinnu. Það að vera alltaf í ræktinni er heldur ekki beint lífsstíllinn hjá hinum almenna Íslendingi. Þrátt fyrir þetta er ég viss um að Íslendingar eigi eftir að verða miklu heilbrigðari, þetta tekur bara sinn tíma. Annars fi nnst mér mikilvægt að krakkar eigi aldrei að hafa áhyggjur af offi tumálum og því hvernig þau líta út. Það erum við fullorðna fólkið sem berum ábyrgð á þessu, við kaupum matinn. Verslunarkeðjur bera einnig ábyrgð ásamt matvöruframleiðendum, skóla- mötuneytum og svo stjórnmálamönnum. Því miður er þetta ekki í góðum málum en þetta ræðst af rosalega mörgum ákvörðunum sem eru teknar af rosalega mörgum einstaklingum sem eru ekki samhæfðar. Það hefur enginn stjórnmálamaður áhuga á þessu af því að heilsa kemur ekki fram fyrr en nokkrum árum eftir að brugðist er við vandanum. Stjórnmálamaðurinn vill bara fá atkvæðið þitt í dag og hugsar út frá því. Í haust keypti fjölmiðlarisinn Turner Latabæ og nú er allt á fullu hjá þér við framleiðslu þriðju þáttaraðar. Hvernig horfi r við þér að eiga að leika Íþróttaálfi nn áfram fram yfi r fi mmtugt? Í samningunum við Turner settu þeir það sem skilyrði að ég yrði forstjóri áfram og héldi hugsjónum okkar til streitu en líka að ég yrði áfram í Íþróttaálfsbúningnum. Þá runnu auðvitað á mann tvær grímur til að byrja með því ég er kominn á þann aldur að ég get ekki endalaust farið í splitt. Þá dugði bara eitt, að fara að æfa sig, svo ég dreif mig í æfi ngabúðir í fjórtán daga þar sem ég æfði tvisvar á dag samhliða því að skrifa handrit. Ég kom bara ansi vel undan því og er bara í hörkuformi þannig að núna treysti ég mér alveg leikandi til að taka þrjú ár í viðbót í sjónvarpsþáttunum. Hinsvegar er hægt að segja frá því að við erum með marga Íþrótta- álfa um allan heim og margir þekkja Dýra Kristjáns hérna á Íslandi sem hefur verið mjög duglegur að skemmta um allt land í búningi Íþróttaálfsins. Ég held að það verði mjög áhugavert að gera þessa þriðju seríu. Svo eru Turner reyndar búnir að segja að þeir vilji fara í seríu fjögur, Latabæj- arbíómynd og svo seríu fi mm. Ég sé ekki fram á að fara úr búningnum í bráð en ég verð samt að passa mig að vera ekki of lengi í honum. Við fi nnum vonandi annan Íþróttaálf bráðum. Ég ætlaði reyndar aldrei að leika Íþróttaálfi nn í upphafi . Þegar við byrjuðum á þessu öllu saman fyrir tíu til fi mmtán árum þá fannst bara enginn annar í þetta. Ég tók það að mér og sé nú ekki eftir því, fyrir vikið hef ég átt ógleymanlegar stundir með börnum úti um allan heim. Ég hef því lært gríðar- lega mikið af því að leika Íþróttaálfi nn. Hverjar þessara ógleymanlegu stunda ber helst að nefna? Það er auðvitað ótrúlegt að upplifa það að mæta á fl ugvöllinn í Chile og þangað mæta þúsundir barna til að hitta þig og þú labbar á höndum út úr fl ugstöðvarbyggingunni. Það er ótrúlegt að hitta tveggja ára börn í Argentínu sem vita allt um Latabæ. Það er ótrúlegt að upplifa að Latibær sé eitt vinsælasta leikverk sem Íslendingar hafa nokkurn tímann sett á svið erlendis, um ein og hálf milljón manna hefur séð leikritið. Í Bretlandi hafa 40.000 manns mætt yfi r eina helgi til að sjá Latabæ og það eru tölur sem rokkhljómsveit á heimsmælikvarða gæti verið stolt af. Íþróttaálfurinn er sem sagt átrúnaðargoð barna úti um allan heim. Já, þetta hefur einnig verið mjög gefandi. Ég hef jafnframt oft verið beðinn um að heimsækja spítala á vegum Make-A-Wish Foundation. Þar hef ég hitt alveg ótrúlega hugrakka krakka sem sumir áttu bara nokkrar vikur eftir þegar ég hitti þá. Það að fl júga yfi r hálfan heiminn með epli í höndunum til að gleðja veikt barn getur tekið virkilega á. Eina skiptið sem ég hef nánast brotnað niður tengist svona reynslu. Þá heimsótti ég strák á spítala og þegar ég mætti var hann klæddur í Íþróttaálfsbúning. Læknirinn hans hafði sagt mér að hann ætti ekki mikið eftir en hefði óskað þess að hitta Íþróttaálfi nn, strákurinn var þá á líknardeild og vildi endilega sýna mér herbergið sitt. Hann sýndi mér rúmið sitt svakalega stoltur, enda voru þetta Íþróttaálfsrúmföt og mynd af Íþróttaálfi num um alla veggi. Ég eyddi með honum heilum degi og á meðan var öll fjölskylda stráksins grátandi að taka upp myndband. Þetta var eitthvað það alerfi ðasta sem ég hef gert. Við gáfum þessum strák skó Íþróttaálfsins og sendum honum sérstakan svona tíu-kristal, eins og Íþróttaálfurinn er með á brjóstinu, og strákurinn var jarðsunginn í búningnum. Svipa Íþróttaálfsæfi ngabúðir til þess þegar þú undirbjóst þig fyrir mót í þolfi mi áður fyrr? Ég hef alltaf sagt að heimsmeistarakeppnin í þolfi mi var alveg frábær upphitun fyrir það að leika Íþróttaálfi nn. Ég held að törnin þegar við tókum upp 43 þætti af Latabæ hafi verið miklu erfi ðari heldur en 7.000 heimsmeistaramót samanlögð. Nú eru til menn úti um allan heim sem leika Íþróttaálfi nn eða Sportacus. Eruð þið allir saman í stéttarfélagi? Já, það mætti eiginlega segja það (hlær). Allir þessir menn þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði, þetta er ekki auðvelt. Ef Íþróttaálfur brosir of mikið, þá lítur hann út fyrir að vera heimskur en ef hann brosir of lítið, þá lít- ur hann út fyrir að vera fúll. Ef hann er of vöðvastæltur, þá er hann líklega á einhverju öðru en grænmeti og ef hann er með of lítið af vöðvum þá er hann bara eins og einhver písl. Þetta er vandasamt. Ég þjálfaði til dæmis fjóra í Búlgaríu eftir að ég sá hvað Íþróttaálfurinn er vinsæll þar í landi en 20.000 manns komu að sjá hann í verslunarmiðstöð með þeim afl eiðingum að það þurfti að loka henni. Hvað er það fyndnasta sem þú hefur lent í á heims- fl akkinu? Mér var boðið í rúmenskan spjallþátt og fékk stykki til að setja í eyrað á mér svo ég skildi nú út í hvað rúmenski spyrillinn spyrði mig. Ég geng inn á settið, þar er lifandi hljómsveit, áhorfendur í sal og ég geng meira að segja inn á höndum og sest hjá spyrlinum. Svo byrjar hann að tala (bullar á plat-rúmönsku) en ég heyri hins vegar bara suð í eyrnastykkinu og engin orð nema bara „welcome“. Þarna sat ég og þurfti að svara svona fi mmtán spurningum í beinni útsendingu án þess að skilja orð um hvað maðurinn var að tala, það voru bara skruðningar í eyranu á mér. Áður en ég vissi af gekk ungur strákur inn í salinn og ég var fenginn til að standa upp og ganga til hans. Þá heyri ég allt í einu orðin: „Sportacus! Showdown!“. Í sömu andrá sé ég fjölmiðlafulltrúann minn ganga út úr stúdíóinu grenjandi úr hlátri því þá var sem sagt búið að ákveða að ég og þessi strákur ættum að fara í einhvers konar fi mleikaeinvígi í beinni útsendingu. Þessi strákur var sem sagt Ólympíumeistarinn í fi mleikum frá því á síðustu ÓL í Kína. Þetta var algjör hryllingur. Þegar við vorum að keyra heim af þessu þá hringir mamma einnar rúmensku konunnar í hana og segir: „Voðalega er þetta góður maður þessi Sportacus. Hann svaraði spurning- unum öllum svo vel og leyfði síðan stráknum að vinna í þokkabót!“ (hlær). Ég slapp þarna naumlega fyrir horn. Síðan þá hefur þessi strákur, Ólympíumeistarinn, sent mér bréf þar sem hann spyr hvort hann megi leika Íþróttaálfi nn þar í landi. Á dögunum fenguð þið Batman-búningasérfræðing- ana til að fara yfi r búning Íþróttaálfsins, ekki satt? Jú, hugmyndin þar var að gera búninginn ofurhetjulegri þannig að það væri meira um tæki og tól á honum. Við vildum til dæmis að hann fengi bakpoka á bakið fullan af tækjum og hann er í raun núna orðinn meiri hasar- hetja. Við athuguðum hverjir væru bestir í heiminum í svona búningahönnun og settum okkur í kjölfarið í samband við Ironhead Studio sem hafa gert Batman-búningana eigin- lega alla og sömuleiðis búninga á borð við Catwoman og X-Men. MAGNÚS Á 30 SEKÚNDUM Fyrstu sex: 101164. Uppáhaldsmatur: Sushi. Uppáhaldsstað- ur í heiminum: Róm. Uppáhaldsbíla- tegund: Þessi er erfi ð. Ég myndi segja Benz 1955 300SL Goldwing. Uppáhaldsper- sóna í Latabæ: Glanni glæpur, annars hefði ég ekkert að gera. Æskuátrúnaðargoð: Bruce Lee, Rúnar Júl og Ómar Ragnarsson. Texti: Einar Lövdahl Myndir: Ozzi 2011 Fjölmiðlarisinn Turner festir kaup á Latabæ. 1964 Fæddur þann 10. nóvember. Elst upp í Borgarnesi. 1992 Krýndur Íslandsmeistari í þolfi mi karla. 2005 BBC kaupir réttinn til sýningar á Latabæ innan Bretlands. 1994 Verður Evrópu- meistari í þolfi mi og er jafnframt út- nefndur Íþróttamaður ársins. Ári síðar ver hann Evrópumeist- aratitilinn. 1995 Bókin Áfram Latibær! er gefi n út sem reynist upphafi ð að Latabæjar- ævintýrinu. 2012 Prýðir forsíðu Monitor þann 29. mars. 500 milljónir heimila sjá Latabæ.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.