Monitor - 29.03.2012, Blaðsíða 20
kvikmyndir
20 MONITOR FIMMTUDAGUR 29. MARS 2012
Vissir þú... að James Franco var lengi hugsaður
í hlutverk Agenor og Javier Bardem í hlutverk Ares.
Wrath of the Titans gerist um tíu
árum eftir atburði fyrri myndar-
innar, Clash of the Titans. Perseus,
hinn mannlegi sonur Seifs sem
sigraði hinn illa Kraken, hefur
reynt sitt besta til að draga sig
í hlé og lifi r nú rólegu lífi í litlu
sjávarþorpi þar sem hann stundar
fi skveiðar og elur upp 10 ára
gamlan son sinn.
Á meðan hefur ólgan á milli
guðanna og risanna (títanna) farið vaxandi á ný og
Krónos, foringi risanna og faðir þeirra Seifs, Hadesar
og Póseidons, látið til sín taka eftir að hafa haldið sig
í myrkum undirdjúpum Tartarus síðan synir hans
steyptu honum úr hásætinu.
Þegar Hades ásamt mannlegum
syni Seifs, Ares, ákveða að snúa
bökum saman, svíkja Seif og vinna
að því að koma honum í ánauð hjá
Krónosi, getur Perseus ekki lengur
setið hjá afskiptalaus. En kraftur
Seifs fer óðum þverrandi og svo fer
að Krónos nær honum á sitt vald.
Perseus leitar þá til hins fallna guðs
Hephaestusar, sonar Póseidons,
Argenor, og stríðsdrottningarinnar Andrómedu, um
hjálp til að fara niður til Tartarus, bjarga föður sínum úr
klóm Krónosar og freista þess að binda enda á djöfullegt
ráðabrugg hans og þeirra sem fylgja honum að málum.
FRUMSÝNINGAR HELGARINNAR
Wrath of the Titans
ÞESSI TIL VINSTRI ER BYRJAÐUR
AÐ SAFNA FYRIR ALSKEGGSAPRÍL
Leikstjóri: Jonathan Liebesman.
Aðalhlutverk: Liam Neeson, Sam Wort-
hington, Ralph Fiennes, Rosamund
Pike, Bill Nighy og Toby Kebbel.
Lengd: 99 mínútur.
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára.
Kvikmyndahús: Sambíóin Álfabakka,
Egilshöll, Kringlunni, Akureyri, Kefl avík
og Selfossi.
Þegar þetta er skrifað er The Hunger Games að hala
inn meiri peningum í Hollywood en sést hefur í
langan tíma. Kvikmyndin, sem byggð
er á samnefndri bók Suzanne Collins,
er sú fyrsta í þríleik sem segir frá lífi
nokkurra persóna í ótiltekinni fram-
tíð. Þar fylgjumst við með örlögum
Katniss Everdeen sem býður sig fram
fyrir hönd systur sinnar til að taka
þátt í hinum árlegu hungurleikum.
Þar keppa 24 ungmenni á aldrinum
tólf til átján ára upp á líf og dauða
fyrir framan áhorfendur þangað til öllum hefur verið
slátrað og einn stendur uppi sem sigurvegari.
Þó svo að hin ungu og efnilegu Jennifer Lawrence
(Katniss) og Josh Hutcherson (Peeta) standi sig
vissulega vel í hlutverkum sínum þá eru það aukal-
eikararnir sem skína skærast. Þar má nefna gamla
brýnið hann Donald Sutherland sem forseta landsins
og Stanley Tucci sem leikur sjónvarpsstjörnuna
og egóið Caesar Flickerman. Þeir sem stela
þó senunni gjörsamlega eru Lenny
Kravitz (sem virðist hvorki eldast né
hætta að vera óendanlega svalur)
og Woody Harrelson, en hann
virðist ekki ætla að taka feilspor
og á myndina skuldlaust sem
hinn drykkfeldi ráðgjafi
Haymitch.
Myndin fer ótrúlega vel af stað, allt umhverfi er
glæsilega hannað og það er virkilega gaman að
fylgjast með Katniss og vini hennar Peeta, æfa
sig fyrir leikana og upplifa allt fárið í kringum þá.
Hinsvegar missir hún aðeins dampinn þegar líður á
hana og hvort sem það er vegna lengdar hennar eða
til að búa til rómantík þá hefði efl aust verið hægt að
komast hjá því.
Ég og mínir bíófélagar höfðum allir mjög gaman að
myndinni og það var vel þess virði að eyða rúmlega
tveimur tímum til þess að geta horfi ð í þessa óhuggu-
legu en spennandi framtíð sem The Hunger Games
hefur upp á að bjóða.
Hungrar þig í bíóferð?
K V I K M Y N D
THE HUNGER GAMES
HJÁLMAR
KARLSSON
VILTU
VINNA
MIÐA? facebook.com/monitorbladid
Monitor ætlar
að gefa miða á Wrath of
the Titans, fylgstu með …
*Aðalvinningar dregnir úr öllum
innsendum skeytum 7. maí.
Vinningar verða afhentir í ELKO Lindum,
Kópavogi. Með því að taka þátt ertu
kominn í SMS klúbb. 149 kr./SMS-ið.
Þú færð 5 mínútur til að svara spurningu.
Leik lýkur 6. maí 2011
GEGGJAÐIR
AUKAVINNINGAR!
TÖLVULEIKIR - DVD - GOS O.FL.
SENDU EST STREET
Í NÚMERIÐ 1900
OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
VILTU
VINNA
EINTAK?
9. HVER
VINNUR!
FJÖLDI
AUKAVINNINGA
VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM.
199 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ
TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB.