Monitor - 29.03.2012, Blaðsíða 18

Monitor - 29.03.2012, Blaðsíða 18
18 MONITOR FIMMTUDAGUR 29. MARS 2012 Þeir tóku okkur fagnandi, fannst þetta mjög spennandi og hrósuðu reyndar þeim snillingum hjá Krínólín sem hafa hannað Íþróttaálfsbúninginn í öll þessi ár alveg sérstaklega. Svo var ég bara rifi nn úr og mér skellt í gipstunnu og búningurinn steyptur eftir því. Það er náttúrlega frábært að vinna með svona hæfi leika- mönnum. Ásamt því að leika Íþróttaálfi nn ert þú líka forstjóri. Hvernig er því hlutverki best lýst? Jú, ég er forstjóri hjá Turner og er líklega einn af fáum forstjórum sem klæðist ofurhetjubúningi. Þegar þú byrjar á að byggja upp vörumerki eins og Latabæ þá lendir þú í vandræðum því þú þarft að kenna fólkinu í kringum þig hugsunarháttinn eða hugsjónina sem þú ert að boða því það veit enginn hvað þetta er, það hefur enginn séð þetta áður. Núna er ég svo heppinn að við erum búin að skapa þennan heim í gegnum bækurnar, leikritin, útvarpið, sjónvarpsþættina og allt það svo nú er miklu auðveldara að fá fl eira fólk til að koma að allri starfseminni. Fyrst um sinn var ég í því að skapa þetta allt saman með öðru fólki en nú er þetta orðið þannig að það eru margar deildir innan Latabæjar sem ég kem ekki nálægt. Aðalhlutverkið mitt er að semja sögurnar og stýra sköpunardeildinni með tveimur eða þremur öðrum. Svo tek ég þátt í að kynna fyrirtækið og móta áætlanir og markmið fyrirtækisins ásamt því að passa að allir starfsmenn labbi í takt. Latibær er heimsþekkt vörumerki. Getur þú lýst fyrir mér hversu þekkt það er? Latabæjarvörumerkið er eitt þekktasta íslenska vörumerkið í heiminum fyrr og síðar. 73% manna í tíu stærstu löndum heims þekkja vörumerkið en mér skilst að það íslenska vörumerki sem kom á eftir í sömu könnun hafi skorað 0,03%. Núna er Latibær kominn út um allan heim í 128 lönd og 500 milljónir heimila sjá Latabæ. Þátturinn er búinn að vera í sýningu í rómönsku Ameríku í níu ár en er enn á topp þremur yfi r áhorfstölur, sem er mjög óvanalegt. Þar höfum við einnig tekið þátt í herferðum eða átökum með stjórnvöld- um í Bretlandi, Spáni, Mexíkó og Kólumbíu. Þetta hefur skilað árangri, því í Kólumbíu jókst grænmetisneysla um fl eiri prósent og innfl utn- ingur á ávöxtum frá Bandaríkjunum til Mexíkó hefur aldrei verið meiri í sjö ár. Þetta er skemmtilegt vörumerki með mikla möguleika og það er líka á skemmtilegum tímapunkti. Það er búið að slíta barnskónum og héðan í frá má setja í fi mmta gír. Af öllum þeim Latabæjarvarningi sem hefur verið framleiddur, frá tannburstum yfi r í spari- bauka, hver er þinn uppáhaldsgripur? Latibær er þannig í þessum efnum að við segjum eiginlega meira „nei“ heldur en „já“. Við getum til dæmis ekki tekið þátt í sam- starfi við skyndibitakeðjur og við getum ekki verið með í páskaeggjum eða neinu slíku. Ég myndi segja að ég væri stolt- astur af því að við höfum komið fram með nafnið íþróttanammi eða „sports candy“, eins og það heitir úti í heimi. Þetta vörumerki eigum við og krakkar eru farnir að nota þetta orðalag úti um allan heim. „Íþróttanammi“ er sem sagt annað nafn yfi r ávexti og grænmeti. Við höfum verið að keyra herferðir eða átök úti um allan heim tengd þessari vöru svo ég myndi segja að hún væri okkar besta. Myndir þú segja að það styttist í að Latibær fari að gera tilkall til að vera kallaður höfuðborg Íslands? Nei, það held ég ekki (hlær). Það sem er samt áhugavert er að í Danmörku er Lego þeirra stolt, í Finnlandi eru það Múmínálf- arnir og Latibær er íslenskt, það er það sem við eigum. Latibær fær góða umfjöllun úti um allan heim og það er mér minnisstætt þegar BBC sagði til dæmis skömmu eftir hrun að Latibær væru einu góðu fréttirnar sem kæmu frá Íslandi á þeim tíma. Ég fi nn það líka þegar ég hitti Íslendinga í útlöndum, þá segjast þeir duglegir að segja fólki frá því að Latibær sé íslenskt fyrirbæri og fólk trúir þeim varla, það þykir mjög merkilegt. Á heimsfl akki þínu hefur þú hitt helling af þjóðhöfðingjum og aðra ráðamenn. Já, ég hef átt frábæra fundi úti um allan heim. Ég er búinn að fara mörgum sinnum til Evrópusambandsins þar sem við erum að reyna að auka grænmetisneyslu barna í Evrópusambandslöndunum. Mér hefur verið boðið til forsætis- og heilbrigðisráðherra í nánast hverju einasta landi sem ég hef komið til. Ég hef farið á heilbrigðisþing frá stöðum eins og Tromsö í Noregi yfi r til Mexíkó. Ég hef setið á fundum í Hvíta húsinu með Michelle Obama en með henni hefur Latibær tekið þátt í fótboltaátaki í 23 borgum í Bandaríkjunum og til stendur að setja á laggirnar maraþonhlaup í samstarfi við hana sem færi fram í 27 borgum þar í landi. Við höfum unnið náið með David Cameron og heilbrigðisráðherranum í Bretlandi svo ég hef komið oft í Downingstræti 10. Hyggst þú halda áfram að vinna að útbreiðslu boðskapar Latabæjar fram á elliár? Já, mig langar að búa til stofnun þar sem ég get unnið áfram að þessum boðskap sjálfur á einhvern skemmti- legan hátt, þetta hefur alltaf snúist um það. Svo hef ég alltaf haft áhuga á svo mörgu öðru. Ég hef mikinn áhuga á bílum og hef áhuga á því að mála, þótt ég sé reyndar rosalega lélegur í því en langar til að verða betri. Mér fi nnst gaman að skíða en Íþróttaálfurinn hefur hins vegar aldrei mátt fara á skíði svo ég byrjaði á snjóbretti fyrir nokkrum árum síðan. Er Íþróttaálfurinn öfl ugur á bretti? Ég byrjaði að minnsta kosti ekki vel, ég datt svona sex hundruð sinnum í fjallinu og fólk renndi sér framhjá og benti: „Þarna er Íþróttaálfurinn, hann getur ekki neitt!“. Svo langar mig að læra meira í tennis. Að lokum langar mig að læra meira um hvernig maður á að byggja upp vörumerki. Meinar þú þá að setjast á skólabekk? Já, ég held að það væri gaman. Nú hefur maður svo mikla reynslu að ég held að það væri gaman að fara í gegnum slíkt nám. Síðan langar mig að gera bíómyndir sem eru ekki hugsaðar fyrir börn og er meira að segja búinn að skrifa þrjár slíkar myndir og er að vinna í þeim með nokkrum góðum mönnum. Því verður örugglega hrint í framkvæmd einhvern tímann en þessa stundina á Latibær hug minn allan. Ég eyddi með honum heilum degi og á með- an var öll fjölskylda stráksins grátandi að taka upp mynd- band. Þetta var eitthvað það alerfi ðasta sem ég hef gert.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.