Monitor - 29.03.2012, Blaðsíða 10

Monitor - 29.03.2012, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 29. MARS 2012ALDREI FÓR ÉG SUÐUR2 Smalinn Jón Þór Þorleifsson er rokkstjóri Aldrei fór ég suður-hátíðarinnar og er svo heppinn að þekkja Mugison mjög vel Hversu nett er þessi hátíð? Á bilinu 1 til 10, svona 12. Af hverju er svona gaman? Af því að það eru bara allir í svaka stuði. Svo eru Exton og Stuð með hljóðkerfi ð svo það er allt á alvöru „blasti“. Fólk þarf líka að vita að það er í beinni útsendingu á Inspired by Iceland- vefsíðunni og því eru allir í sínu besta formi. Hvað er hægt að gera á Ísafi rði? Það er hægt að gera allt sem þig langar að gera nema fara á McDonald‘s. Hvað fl okkast sem hinn ísfi rski McDonald‘s? Ætli það sé ekki plokkarinn í Tjöruhúsinu? En ef maður ætlar að fá sér ruslfæði? Þá fær maður sér Hamraborgarhamborgara. Sjoppan heitir sumsé Hamraborg. Hvernig kemst maður á Ísafjörð? Þú getur annað hvort fl ogið með Flugfélagi Íslands eða keyrt og þá keyrir þú sem leið liggur í gegnum Búðardal, svo í gegnum Hólmavík og svo keyrir þú aðeins lengur og kemur á Ísafjörð. En ef þú keyrir of langt? Þá lendir þú í Bolungarvík. En er enginn sem hjólar á hátíðina? Nei, en það var einn sem kom og gisti í tjaldi hérna fyrir þremur árum. En hann var mega hress en honum var líka kalt. Ég var bara: „Heyrðu vinur, viltu ekki koma inn á vist og gista frekar þar?“ En hann sagði: „No, no, no. I‘m on a vacation.“ En hvar gistir fólk annars? Fólk gistir hjá ættingjum og vinum, á Hótel Ísafi rði og gistiheimilum. Svo er fólk líka að gista í öllum nágrannabæjar- félögunum. Ef við köllum gestina íbúa, hvað erum við þá að tala um að íbúafjöldinn hækki um mörg prósent? Við vitum það ekki. Við getum ekki talið það. Það kemur hellingur af fólki með fl ugi og það koma rosalega margir bílar. Svo er ein gestaskúta hérna núna við höfnina, örugglega bara til að koma á hátíðina. Eða það er alla vega mjög góð saga. En getur fólk farið á skíði? Já, Skíðavikan á Ísafi rði er einmitt í fullum gangi á meðan á hátíðinni stendur. Það er geðveikt að geta skíðað á daginn og hlustað á tónlist á kvöldin. Það er bara eins og best gerist erlendis. Hvernig má það vera að það sé frítt á hátíðina? Það er út af því að við eigum svo frábæra foreldra. Foreldrarn- ir okkar eru Flugfélag Íslands, N1, Orkusalan, Landsbankinn og Menningarráð Vestfjarða. Það er ástæðan fyrir því að við getum haft þetta frítt. Foreldrarnir bjóða. Það gleymist nefnilega að þetta er frítt og svo er tónlistarfólkið ekki að þiggja bein laun heldur. jrj Það var einn sem kom og gisti í tjaldi hérna fyrir þremur árum. En hann var mega hress en honum var líka kalt. M yn d/ Ág ús t At la so n Mynd/Ágúst Atlason Byrjaði í hita- meti í London Guðmundur Kristjánsson, Muggi, er maðurinn á bak við Aldrei fór ég suður en hann og Mugi- son, sonur hans, fengu hugmyndina í London Hvernig kviknaði hugmyndin á sínum tíma? Hugmyndin kviknaði á fylleríi úti í London um miðjan hábjartan dag árið 2003. Það var hitamet í London þennan dag, ég man það. Það var sögulega mikill hiti, við vorum svaka- lega þyrstir feðgarnir og vorum að drekka bjór við Liverpool Street. Og var það hitinn sem kveikti hugmyndina um hátíðina? Nei, ekki var það hitinn. Daginn áður hafði Mugison verið með tónleika í London á jaðartónlistar-festivali þar sem hugmyndafræðin var svipuð og við fórum að ræða það hvort að þetta væri eitthvað sem við gætum ættleitt til Íslands og til Ísafjarðar. Halda hátíð þar sem er opið hús og fólk getur komið og farið að vild. Þannig að hugmyndin er kannski svolítið stolin. Hvernig er stemningin í seinni tíð borin saman við stemninguna á fyrstu hátíðinni? Stemningin er alltaf góð og hátíðin hefur vaxið ár frá ári. Þarna reynum við að höfða til allra tegunda í tónlist, til allra aldurshópa og hér byrjar enginn páskahelgina með fordóm- um. Það hjálpar líka að þetta kostar ekkert fyrir áhorfendur. Hvaðan kemur nafnið þitt, Muggi? Foreldrar mínir byrjuðu að kalla mig þetta í frumbernsku. Ég hef alla tíð verið kallaður Muggi. Guðmundur er mjög algengt nafn á Íslandi eins og þú veist og sérstaklega hérna fyrir vestan og menn voru aðgreindir með Gummi, Gvendur, Mummi og fl eiri nöfnum en Muggi festist við mig. Hvort þykir þér meira vænt um hátíðina eða son þinn, Mugison? Eðli málsins samkvæmt þykir manni alltaf vænst um börnin sín. Ertu ekki stoltur af stráknum? Jú og hef verið alla tíð. Ég hef alltaf staðið við bakið á honum í því sem hann hefur gert. Hann reyndi nú fyrir sér sem sjómaður hjá mér þegar ég var skipstjóri. Hann var mjög liðtækur sjómaður, duglegur strákur. Hann hefur fengið að stjórna sínu lífi eins og honum hefur þótt best. Hvað voruð þið að veiða? Við vorum á trolli. Veiddum þorsk og rækju. Á páskadag eldar þú fyrir þá sem koma að hátíðinni. Ertu svona góður kokkur? Já, við sem að þessu stöndum höfum séð um veislu fyrir fólkið. Ég veit ekki hvort ég sé góður eða slæmur en það hafa allir sloppið lifandi frá matseldinni. Við höfum alltaf í grunninn verið með sama matinn. Við erum með páskasvín í aðalrétt. Í forrétt erum við með humarsúpu eða rækjukokteil. Humar frá Hornafi rði og rækju héðan frá Ísafi rði. jrj Þarna reynum við að höfða til allra tegunda í tónlist og til allra aldurshópa. JÓN ÞÓR ROKKSTJÓRI ER FJALLMYNDARLEGUR MUGGI HEFUR ALDREI FARIÐ SUÐUR JÓN ÞÓR ÞORLEIFS Besta Mugison-lagið: Gúanóstelpan. Uppáhaldslag ekki með Mugison: Wake Me Up Before You Go Go. Flottasti Ísfi rðingurinn: Dóri Hermanns. Ég hef aldrei... sungið með hljómsveit. Líklega af því að ég er laglaus. MUGGI Besta Mugison-lagið: Þjóðarsálin. Besta lagið: Have you ever seen the rain með Creedence Clearwater. Flottasti Ísfi rðingurinn: Dóri Hermanns. Ég hef aldrei... sagt nei við neinu sem ég er beðinn um að gera. Hamraborgar- hamborgari

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.