Monitor - 29.03.2012, Blaðsíða 6

Monitor - 29.03.2012, Blaðsíða 6
6 MONITOR FIMMTUDAGUR 29. MARS 2012 AXEL VALUR DAVÍÐSSON DIEGÓ 24 ára frá Reykjavík Sýnir sirkuskúnstir Axel er mjög þolinmóður sem er mikilvægt í sirkusbrans- anum enda þarf ansi oft að margendurtaka atriðin áður en þau takast. Hann elskar sushi, sirkuslíf, myndlist og dans. Ekkert óspennandi við það! STEFÁN MAREL HAFÞÓRSSON 17 ára frá Akureyri Syngur Ég vil fá mér kærustu sem Hjálmar gerðu frægt Stefán syngur lagið Ég vil fá mér kærustu í órafmögnuðum búningi. Þetta er uppáhalds íslenska lagið hans en hann er þó ekki að auglýsa eftir konu. Hann er ýmsu vanur en árið 2009 tók hann þátt í uppfærslu Lundaskóla á söngleiknum Grease sem Danny Zuko, sem honum finnst eftir á að hyggja ekkert sérstaklega töff. ARON HANNES OG SILVÍA RÚN 15 og 29 ára frá Grundarfirði Syngja Robbie Williams-lagið Angels með píanóundirspili Systkinin Silvía og Aron skráðu sig upphaflega til leiks til að vinna milljónina og gefa ömmu sinni og afa peningana fyrir nýjum bíl en bíl þeirra var stolið í lok síðasta árs. Bíllinn var þó endurheimtur en var þá í slæmu ástandi sem þýðir að þau komast ekki nema rétt á milli húsa á honum og alls ekki í bæinn að heimsækja barnabörnin söngelsku. JÓHANNES PATREKSSON 11 ára frá Garðabæ Bítboxar Jóhannes er hress strákur sem bjó um tíma með fjölskyldu sinni í Þýskalandi. Þar lenti hann stundum í tungumálavanda eins og þegar hann fór í afmæli hjá bekkjarfélaga sínum með pakka og óskaði honum til hamingju með afmælið á þýsku eftir að hafa lært það sérstaklega í tilefni dagsins – nema að það var ekkert afmæli. Jóhannes hlær enn mikið að því og bítboxar inn á milli. HELGI ÞORKELL EYJÓLFSSON 26 ára frá Reykjavík „Gítartappar“ lagið Airtap Fyndnasta reynsla Helga var þegar hann setti sjálfskiptan bíl óvart í hlutlausan á fleygiferð út á flugvöll með danskri fyrrverandi kærustu sinni. Helgi áttaði sig ekki hvað væri að, opnaði húddið og sagði: „Min bil er død.” Þá fattaði hann að bíllinn væri í hlutlausum, smellti í gír og brunaði af stað. Helgi segist sjá eftir því að hafa ekki haldið kúlinu, kíkt undir húddið og sagt: „Jeg har klar det, vi kan gå nu.” SIGRÚN VALA VILMUNDAR- DÓTTIR 23 ára frá Selfossi Syngur I Will Always Love You með Whitney Houston Sigrún elskar lambakjöt en þolir ekki karlrembu og neikvæðni. Hún byrjaði að syngja og semja aðeins fjögurra ára gömul og fór fimm ára í tónlistarskóla. Hún á níu mánaða strák sem er strax farinn að raula með mömmu sinni. BJARTMAR ÖRNUSON 23 ára frá Akureyri Kastar keilum og boltum af mikilli list Bjartmari leiðast stjórnmál en kann að meta hálku sem er ágætt þegar fólk býr á Akureyri. Hann hefur nefnilega tekið eftir því að með því að ganga í hálku geta orðið til hin bestu dansspor. MARÍA AGNESAR- DÓTTIR 11 ára frá Mosfellsbæ Syngur Forget You með Cee Lo Green María heldur með Liverpool og segist vera fljót að læra nýja hluti. Hún stefnir á að verða söng- og leikkona en hennar helsta fyrirmynd er hin geysivinsæla söngkona Selena Gomez. EVA MARGRÉT EIRÍKSDÓTTIR 19 ára frá Reykholti í Borgarfirði Syngur Angels með Robbie Williams Eva Margrét elskar útreiðar, að syngja og elda en hún töfrar fram unaðslegt pasta þegar hún er í stuði. Hún segist líta upp til margra en vilji frekar líkjast sjálfri sér en öðrum, þó það sé alltaf gott að líkjast mömmu. SÓLVEIG STEINUNN PÁLSDÓTTIR Setur á svið „pole fit“-sýningu við lagið Dance Without You 21 árs frá Reykjavík Sólveg er orkusprengja og finnst leiðinlegast að vera veik heima. Hún er jákvæð að eðlisfari og óttast köngulær. Það fyndnasta sem Sól- veig hefur lent í er að heyra mömmu sína reyna að gera sig skiljanlega við spænskan þjón með því að tala íslensku með spænskum hreim.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.