Monitor - 29.03.2012, Blaðsíða 7

Monitor - 29.03.2012, Blaðsíða 7
7 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2012 MONITOR stórt Maður á að hugsa Magnús Scheving er alltaf á fullu en getur sofnað hvar sem er. Hann sagði Monitor frá framtíð Latabæj- ar, ógleymanlegum upplifunum sem Íþróttaálfurinn og einvígi í beinni útsendingu við Ólympíu- meistara í fi mleikum. M álið er að það er ekki leti að hvíla sig. Þú ert latur þegar þér er orðið alveg sama um eitthvað. Að því leytinu til er ég aldrei latur.“ Þannig skilgreinir Magnús Scheving, höfundur Latabæjar, leti. Þegar bón Monitor um að fá Magnús í viðtal fékk grænt ljós dreif undirritaður sig beinustu leið í ræktarsal enda bjóst blaðamaður allt eins við að þurfa að taka viðtalið á miðju skokki um Seltjarnarnesið eða standandi á höndum. Raunin varð þó önnur, Íþróttaálfurinn og blaða- maður settust saman á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Það hefur trúlega ekki farið framhjá mörgum þegar fjölmiðlarisinn Turner festi kaup á Latabæ í haust. Ljóst er að kaupin auka möguleika Latabæjarvörumerkisins talsvert enda heyra sjónvarpsstöðvar á borð við Cartoon Network, Cartoonito, CNN og TNT undir Turner. Það var því ekki annað að sjá en að þessi orkuríki viðskipta- frumkvöðull væri fullur bjartsýni þegar hann settist niður með blaðamanni Monitor.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.