Monitor - 29.03.2012, Blaðsíða 21

Monitor - 29.03.2012, Blaðsíða 21
21 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2012 MONITOR Líf sérsveitarmanna er enginn dans á rósum, enda hvorki dans né rósir efst í huga þeirra þegar þeir eltast við síðskeggjaða hryðjuverkamenn um allan heim. Í leiknum Unit 13 fá leikmenn tækifæri til að stýra sérsveitarmönnum, en leikurinn er gerður af höfundum SOCOM-leikjanna. Söguþráður Unit 13 er álíka þunnur og nörd á mánu- degi eftir EVE Fanfest, en hann takmarkast við stuttar lýsingar á hverri herferð fyrir sig. En samtals eru um það bil 40 herferðir sem leikmenn fá að spreyta sig á í þessum fyrsta skotleik sem kemur út fyrir Play- Station Vita-tölvuna. Herferðirnar eru fjölbreyttar og þurfa leikmenn að fara í gegnum þær á mismunandi vegu, en sumar ganga út á að klára á sem minnstum tíma, aðrar að drepa ákveðið skotmark eða aftengja sprengjur eða aðrar græjur. Samanburður við þá bestu Fyrir hverja herferð geta leikmenn valið einn af sex mismunandi sérsveitarmönnum og hefur hver og einn þeirra ákveðna hæfi leika til brunns að bera. Til dæmis er einn sérfræðingur í að læðast um, annar sérfræðingur í að sprengja allt í loft upp og svo framvegis. Að velja rétt þarna skiptir máli og hefur áhrif á stig og stjörnugjöf sem gefi n er í lok hverrar herferðar. En það sem dregur mann helst í gegnum leikinn er að bæta stigamet og bera sig saman við þá bestu í heiminum. Í leiknum eru öll helstu vopn sem nútíma- hermenn nota og er raunveruleikastig leiksins sæmilega hátt. Það þarf til dæmis ekki nema örfá skot til að drepa og getur það stundum verið pirrandi. Gervigreind leiksins er ekki að fara að vinna nein nóbelsverðlaun, en hún er frekar óútreiknanleg og getur komið manni í vandræði. Unit 13 er hægt að spila í gegnum netið í „coop“ við aðra, en það virkar mjög vel og mæli ég eindregið með að það sé prófað. Grafíkin er ágæt, en langt frá því besta sem sést hefur á Vita- vélinni. Tónlistin keyrir hasarinn ágætlega upp og heldur krafti í leiknum, það sama má segja um talsetningu leiksins sem er í góðu meðallagi. Unit 13 er því fínn ferðafélagi þar sem maður getur fretað á félagana með öllum helstu vopnum nútímans. Fretað á ferðinni TÖ LV U L E I K U R Tegund: Skotleikur PEGI merking: 16+ Útgefandi: Zipper Interactive Dómar: Gamespot 7 af 10 IGN 7,5 af 10 Eurogamer 8 af 10 Unit 13 John Rambo situr í fangelsi fyrir að hafa nánast jafnað bandarískan smábæ við jörðu í First Blood. Trautman, eini vinur hans, þjálfari og félagi úr Víetnam-stríðinu, sækir Rambo í grjótið til þess að senda hann í leynilega sendiför til helvítis á jörðu en Rambo á að fara aftur til Víetnam, vopnaður ljósmyndavél, þar sem honum er ætlað að fi nna faldar fangabúðir og sanna með myndum að þar séu bandarískir stríðsfangar enn í haldi. Hann á bara að taka myndir og koma sér síðan í burtu. Okkar maður fer vitaskuld ekki eftir þeim fyrirmælum og fyrr en varir er hann byrjaður að stráfella vonda kalla. Frægðarsól Sylvester Stallone var í hádegisstað á níunda ára- tugnum í kjölfar vinsælda Rocky- myndanna og eftir hina fantagóðu First Blood, þar sem Rambo var kynntur til sögunnar, kom ekki annað til greina en að gíra sig upp fyrir framhald. Útkoman, Rambo: First Blood Part II, er ótrúlega ólík forveranum. Þar var Rambo hundeltur af lögreglu og þjóðvarðliðum, lengst af óvopnaður. Hér snýst leik- urinn við og Rambo ofsækir rússneska og víetnamska hermenn og svo virðist sem hríðskot andstæðinganna geygi af ótta við kappann. Stallone virðist hafa stjórnað öllu við gerð myndarinnar og munar ekkert um að senda Rambo, einan síns liðs, til Víetnam til þess að sigra stríð sem Bandaríkjamenn höfðu tapað fyrir allnokkru síðan. Að sögn þeirra sem unnu að gerð First Blood II greip Stallone stöðugt fram fyrir hendurnar á leikstjóranum George P. Cosmatos og gleypti framleiðsluna með húð og hári. Við handritsgerðina fékk Stallone sjálfan James Cameron til liðs við sig en sá var funheitur frá því að hafa skrifað og leikstýrt The Terminator. Stallone tók sig síðan til og endurskrifaði handritið með þungum gagnrýnistón á framkomu bandarískra stjórn- valda í garð hermanna úr Víetnam-stríðinu. Stallone er vitaskuld þrælgóður sem Rambo þegar höggin eru látin dynja á honum og ekki er annað hægt en að kaupa hann í hlutverkinu. Líkamlegir burðir, hegðun og útlit hans smellpassa fyrir hlutverk Rambo. Þegar undirritaður hugsar til þess þá er Stallone sennilega það besta við myndina, og ber hana hrein- lega á breiðum herðum sínum. Rambo: First Blood Part II virk-aði betur á mig í minningunni en nú. Almennt séð er myndin ekkert sérstaklega vel gerð og handahófskenndar sprengingar, skotbardagar og efnistök Stallones fóru dálítið í mig. Áróðursþema myndarinnar fer Rambo líka illa þar sem hann er upphafi nn sem stríðsmaskína sem berst gegn meðhöndlun Bandaríkjahers á eigin mönnum á meðan hann stráfellir hermenn/skæruliða/upp- reisnarseggi í öðrum löndum. www.svarthofdi.is Rambo: First Blood Part II ...gagnrýnir úr bunkanum HEY RAMBÓ! RAMBÓ ÍTALÍANÓ ÓLAFUR ÞÓR JÓELSSON

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.