Monitor - 29.03.2012, Blaðsíða 9

Monitor - 29.03.2012, Blaðsíða 9
Þær rúmensku The Vintage Caravan unnu Global Battle of the Bands um daginn og hyggjast nú toppa sjálfa sig á Aldrei fór ég suður-hátíðinni sem haldin er á Ísafi rði aðra helgi Þið lokuðuð Aldrei fór ég suður- hátíðinni í fyrra. Hvernig var stemningin? Þetta var svakalegt. Þetta var stærsta samkoma sem við höfðum spilað fyrir á þeim tímapunkti. Prógramminu hafði seinkað eitthvað og við fórum á svið klukkan 2 um nótt en það var enn mikil orka í fólki og við náðum að peppa þetta vel upp. Og Guðjón, trommari, reif sig úr að ofan? Já, hann er náttúrulega algjör mannbangsi, hann er algjört „hönk“. Hann fer alltaf úr. Ég og Palli erum nátt- úrulega bara með bumbur og erum þarna til að heilla rokkaragellurnar en Guðjón sér um skinkurnar. Þið eruð að fara að spila aftur í ár. Verður ekki erfi tt að toppa síðasta ár? Nei, blessaður vertu. Við erum orðnir betri og þéttari. Við erum með nýtt efni og ég spái virkilega trufl uðu prógrammi. Um daginn unnuð þið Global Battle of the Bands á Íslandi. Hvernig upplifun var það? Við áttum ekki von á því en það var alveg frábært. Við förum til Rúmeníu 1.-3. júní til að keppa í lokakeppninni og það verður í fyrsta skipti sem við förum til útlanda saman. Það er mjög spennandi. Það fyrsta sem ég gerði var að athuga hvar Rúmenía er á landakortinu en það fyrsta sem bassaleikarinn gerði var að gúggla „Romanian girls“. Og eru þær heitar? Klárlega. Þetta lofar mjög góðu og við verðum að koma með nokkrar heim. Eruð þið að taka rokkið alla leið? Við tökum rokkið upp að vissu marki. Maður er mismikill dólgur en ég fékk núna eftir seinustu helgi kórónuna fyrir að vera dólgur bandsins. Meira get ég ekki sagt. Áður en þið komið á Ísafjörð þá munuð þið troða upp á Blúshátíðinni. Á að blúsa yfi r sig þar? Við ræddum þetta einmitt og pældum í því hvort við ættum að spila Crossroads með Cream allan tímann en ákváðum svo að úr því að þeir vilja Vintage Caravan þá fá þeir auðvitað bara Vintage Caravan. Hvað ætlið þið að gera á Ísafi rði annað en að skemmta gestunum? Við ætlum að skemmta sjálfum okkur. Við ætlum í gott „roadtrip“ og njóta þess að vera þarna því þetta er svo æðislegt. Hljómsveitirnar í ár eru líka fl ottar og ég hlakka til að hlusta á þær nokkrar. jrj ÓSKAR LOGI Fyrstu sex: 150894 Áhrifavaldar: Led Zeppelin, Rush og Trúbrot. Uppáhaldsplata: Lifun með Trúbrot. Uppáhaldslag: Mest spilað á iTunes er Circum- stances með Rush. Uppáhaldsmatur: Sveittur Búllu-borgari. Aðrir meðlimir: Páll Sólmundur H. Eydal, bassi og Guðjón Reynisson, trommur. lofa góðu Mynd/Ágúst Atlason

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.