Monitor - 29.03.2012, Blaðsíða 22

Monitor - 29.03.2012, Blaðsíða 22
22 Þórhildur Þorkelsdóttir thorhildur@monitor.is stíllinn MONITOR FIMMTUDAGUR 29. MARS 2012 Inga Rán Reynisdóttir er 19 ára mær sem gengur í Menntaskólann við Hamra- hlíð og vinnur hlutastarf í Body Shop. Inga hefur mik- inn áhuga á tónlist, bæði er hún í Hamrahlíðarkórnum og hefur lagt stund á píanónám í mörg ár. Einnig hefur hún dálæti á tísku og er alltaf fl ott til fara. Stíllinn fékk Ingu til að klæða sig upp fyrir þrjú mismunandi tilefni með fl íkum úr fallega fataskápnum sínum. Átt þú þér einhverja sér- staka fyrirmynd í fatavali? Enga sérstaka nei. En ég fæ innblástur frá vinkonum mínum, tískubloggum, tíma- ritum og fólki úti á götu. Átt þú þér uppáhaldstísku- blogg? Já, stockholm-streetstyle. com og lookbook.nu. Hvað verður það heitasta í sumar að þínu mati? Pastellitir, fallegir kjólar og skyrtur verða það heitasta í sumar. Hefur þú einhverntímann litið til baka og séð eftir að hafa klæðst einhverju? Haha, ég sé kannski ekki eftir að hafa klæðst neinu sérstöku en það er margt sem ég skil ekki að mér hafi fundist töff á sínum tíma. Ef þú myndir vinna í lottó, hvað væri það fyrsta sem þú myndir kaupa? La Chaise-stólinn eftir Charles og Ray Eames, ég þrái hann! Hvaða þrjár snyrtivörur fi nnst þér ómissandi? 1. Vitamin E moisture lotion SPF 15 frá Body Shop. Ég nota það á hverjum degi. Það gefur góðan raka og er fullkomið bæði í frosti og kulda og sól og sumri. 2. Sólarpúðrið frá H&M. Ég hef notað það síðan ég byrjaði að mála mig og það klikkar aldrei! 3. Select cover-up hyljari frá MAC. Ég nota hann nánast daglega og fi nnst hann ótrúlega góður. Stíllinn fékk Ingu Rán Reynisdóttur til að klæða sig upp fyrir þrjú mismunandi tilefni Léttur kjóll, sokkabuxur og fínir skór klikka aldrei B u x u r: T op sh op - S am fe st in gu r: W ee k d ay - S k ór : G K R ey k ja ví k - Ja k k i: G al le rí S au tj án K jó ll : G K R ey k ja ví k - S ok k ab u x u r: C ob ra - S k ór : U rb an O u tfi t te rs K jó ll : W ee k d ay - Ja k k i: H & M - S k ór : J ef fr ey C am p be ll Ú T Á L ÍF IÐ D A G S D A G LE G A FÍ N A S TA F ÍN T Ég fékk þennan kjól í afmælisgjöf og fi nnst hann rosalega fallegur. Bæði sniðið og mynstrið, smáatriðin í hálsmálinu gera líka mjög mikið. Skórnir eru skemmtilega 90’s og tilvaldir til að fara í út á lífi ð. Léttur kjóll, sokkabuxur og fínir skór klikka aldrei! Ég geng oftast í gallabux- um svona dagsdaglega og fer þá í skyrtu eða fínan bol við. Núna er aðeins farið að hlýna og það er gott að geta byrjað að nota jakka aftur á daginn og leggja pelsinn og úlpuna á hilluna. Buxurnar hef ég notað mikið í vetur. Jakkinn er nýr og í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Skórnir eru síðan mjög látlausir og fl ottir við hvaða tilefni sem er. Kjólinn keypti ég í Dan- mörku síðasta sumar og ég hef notað hann mikið síðan. Hann er mjög hlutlaus og hægt að dressa hann á ýmsa vegu, sérstaklega við fínni tilefni. Jakkann keypti ég í New York fyrir tveimur árum og mér fi nnst hann passa fullkomlega við kjólinn. Lita-skórnir eru uppáhaldsskórnir mínir og gera mikið fyrir dressið. FRUMSÝND 30. MARS SÝND Í Í VÖLDUM KVIKMYNDAHÚSUM

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.