Morgunblaðið - 05.04.2012, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 05.04.2012, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2012 ✝ Rúnar Jóhann-es Guðmunds- son fæddist í Reykjavík 12. febr- úar 1941. Hann lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. mars 2012. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Krist- inn Falk Guð- mundsson, f. á Ísa- firði 19. sept. 1913, d. 25. ágúst 1965 og Helga Hjördís Hjart- ardóttir, f. í Rauðsdal, Barð., 29. júní 1915, d. 24. ágúst 1986. Systkini Rúnars eru: Jónas, f. 10. feb. 1940, Hjördís Guð- munda f. 14. okt. 1944, Hjörtur Valdimar, f. 14. ágúst 1950, d. 25. ágúst 1965 og Kristín Hrönn, f. 22. mars 1955. Rúnar kvæntist þann 10. okt. 1964 Hjördísi Davíðs- dóttur, f. 13. apríl 1946 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Davíð Óskar Grímsson, f. 12. apríl 1904, d. 16. mars 1985 og Sigríður Geirlaug Krist- insdóttir, f. 5. sept. 1911, d. 3. Arnarsdóttir, f. 2009. b) Krist- inn Andri, f. 27. ágúst 1997. c) Jóhannes Smári, f. 8. jan. 2001. 3) Sigurborg f. 7. sept. 1967, maki Hermundur Svansson. Börn þeirra a) Herdís Eva, f. 9. des. 1988, unnusti hennar er Hörður Guðmundsson. b) Sæv- ar Falk, f. 7. sept. 1990. c) El- ísa Rún, f. 24. ágúst 1994. Rúnar réði sig til sjós frá Patreksfirði 14 ára gamall og stundaði sjómennskuna óslitið til 25 ára aldurs og svo með hléum allt til ársins 1984, á alls konar skipum og bátum. Skömmu eftir fráfall föður hans og bróður árið 1965 fékk Rúnar sér vinnu í landi og fékkst hann við ýmis störf í gegnum tíðina. Meðal annars ók hann sendibíl og sementsbíl fyrir Sementsverksmiðjuna, starfaði við Búrfellsvirkjun og ók leigubíl fyrir Bæjarleiðir, Hreyfil og BSR. Hann var glúrinn skákmaður og spilaði brids af miklum áhuga á árum áður. Meðal annars keppti hann í brids fyrir hönd Hreyf- ils á erlendri grundu. Þau Rún- ar og Hjördís höfðu gaman af að ferðast bæði innanlands og til útlanda en Rúnar var nátt- úruunnandi og naut landslags- ins í þessum ferðum. Útför Rúnars hefur farið fram í kyrrþey. mars 1988. Hjördís er fjórða barn þeirra, hin eru Sigríður Kristín, f. 1930, d. 2011, Grímur, f. 1933, Jóhann, f. 1937, Ósk, f. 1948 og Hólmfríður, f. 1952, d. 2008. Dæt- ur Rúnars og Hjör- dísar eru 1) Geir- laug, f. 2. ágúst 1964, börn hennar eru a) Rún- ar Hjelm, f. 12. feb. 1982, unn- usta hans er Sigurlilja Kol- beinsdóttir, þau eiga dótturina Karítas Líf, f. 2008, en fyrir átti Rúnar soninn Sebastian Jens, f. 2002. b) Sigríður Hjör- dís Sigursteinsdóttir, f. 3. mars 1989. c) Sandra Sahlén, f. 13. júlí 1992. d) Isabella Sahlén, f. 31. júlí 1995. e) Ronja Sahlén f. 3. des. 1998. f) James Rickard, f. 19. júní 2003. 2) Valgerður Hjördís, f. 13. feb. 1966, börn hennar og Kristins Jóhann- essonar, þau skildu, eru a) Sól- dís Dröfn, f. 28. maí 1990, dótt- ir hennar er Fanney Rán Elsku pabbi minn. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíl í friði. Þín dóttir, Sigurborg. Elsku pabbi minn, minningarn- ar streyma um mann á þessum erfiða tíma, ég var engan veginn tilbúin að þú færir frá okkur og sorgin er mikil, meiri en orð fá lýst en nú líður þér betur og ég veit í hjarta mínu að þú fórst ekki langt. Ég leit ávallt upp til þín, þú varst mín fyrirmynd, alveg sama hvað ég tók mér fyrir hendur varst þú ávallt í huga mér, sér- staklega á erfiðum tímamótum og hugsaði þá, hvernig myndi pabbi tækla hlutina? Á sinn yfirvegaða hátt eins og hann gerði alltaf, ég reyndi að nýta mér það. Já, ég var mikil pabbastelpa og ég held að það hafi ekki farið fram hjá neinum, við deildum okkar bílaáhuga, myndavélin, þessi flotta með lausu linsunni sem þú lánaðir mér þegar ég var mjög ung kom mér á staðinn sem ég er í dag, ljósmyndari með sérstakt auga fyrir umhverfinu og lífinu eins og þú orðaðir það við mig, stóðst heilshugar við hlið mér og stoltur yfir árangrinum sem ég hef náð með myndavélinni og bú- inn að fylla heimilið ykkar mömmu af myndum eftir mig. Þú varst ekkert endilega hrifinn af venjulegum myndum heldur líka litunum í Krýsuvík eða óvenju- legu sólarlagi, það fannst þér áhugaverðast, öðruvísi myndir en margur sér. Ég er mjög stolt af því að bera nafn yngsta bróður þíns heitins sem lést 1965, Valdimars Hjartar, þið voruð nánir áður en sjóslysið varð með honum og föður þínum, Guðmundi Kristni Falk. Ég er einnig mjög stolt af þér, pabbi minn, hvernig þú tókst á veikindunum þínum, þú kvartaðir aldrei né spurðir af hverju ég? Maður sem hafði verið fílhraustur alla ævi og verður svona alvarlega veikur á stuttum tíma og tókst á við þetta með þínu æðruleysi eins og hverju öðru verkefni. Breiðavík var staður sem þú varst sendur á aðeins 11 ára gam- all, ungur drengur sem tókst á við mannvonsku af verstu gerð, ég vissi ekki að þú hefðir verið þar fyrr en 2007 þegar málin voru tek- in upp fyrir þeirra hönd sem voru þar og þú þurftir að ganga í gegn- um upprifjun og helvíti aftur eins og ég orða það, þetta tók mikinn toll af þér, þú breyttist á þessum tíma, varðst lokaðri og hugsaðir mikið. Og já, svo áttu allir að fá bætur fyrir veru sína þarna en þeim tókst enn og aftur að gera lítið úr veru ykkar þarna með þeim smánarbótum sem þið feng- uð, þetta er skömm fyrir íslensku þjóðina. Ég veit það bara pabbi minn að betri og réttlátari mann er hvergi að finna á jörðinni, það sem þú tókst á við á þessum tíma sem ungur drengur, á sama aldri og Jói minn er núna, hefði getað fengið hvern mann til að verða sturlaðan en þú sagðir alltaf að ef mamma (Hjördís) hefði ekki kom- ið inn í líf þitt 21 árs, þá vissirðu ekki hvað hefði orðið um þig. Það var alltaf mikil ást á milli ykkar mömmu og afar sjaldan sem þið urðuð ósammála í þessi 50 ár sem þið áttuð saman. Hennar missir er mjög mikill og mun ég verða henni innan handar eins og hægt er. Elsku mamma, megi Guð styrkja þig í sorg þinni og alla aðra í fjölskyldu okkar. Ég mun ávallt elska þig, pabbi minn. Hvíl í friði og minning þín er ljós í lífi okkar allra. Þín pabbastelpa, Valgerður Hjördís. Ég get ekki látið hjá líða að minnast tengdaföður míns, Rún- ars Guðmundssonar, nokkrum orðum en leiðir okkar lágu fyrst saman 1986 þegar ég tengdist fjölskyldunni. Frá fyrstu kynnum varð ég aldrei var við annað en hlýhug í minn garð hjá honum og tengdamóður minni Hjördísi. Rúnar var hæglætismaður og ekki hávaðinn í kring um hann. Þegar við kynntumst þá var hann á kafi í bridge og minnist ég þess að hann var að fara á spilakvöld þegar við Sigurborg gistum þarna, sem við gerðum þegar við áttum leið til Reykjavíkur, en við bjuggum á Húsavík. Hann var þá leigubílstjóri og keyrði á Hreyfli en þar var hann í keppnisliði í bridge. Þeir eru ófáir verðlauna- bikararnir sem prýða hillur á heimili hjónanna í Ársölum. Það er afrakstur nokkurra ára í þessu áhugamáli. Ég minnist þess að hann fór til útlanda í keppnisferð á fyrstu árum okkar kynna. Þó kom að því að hann hætti að fara á spilakvöld og geri ég ráð fyrir að það hafi tengst því að hann fór að keyra á annarri stöð. Áhuginn var þó fyrir hendi og stytti hann sér marga stundina við tölvuna að spila bridge. Rúnar byrjaði snemma á sjó og átti margar skemmtilegar minn- ingar frá þeim árum sem hann deildi með mér. Við áttum oft skemmtilegar samræður um sjó- mennsku og aðra vinnu. Seinni sjómennskuárin var þetta svona stopult hjá honum þannig að hann vann aðra vinnu milli úthalda á sjónum. Mest mun það hafa verið akstur af ýmsu tagi. Við tengdafeðgarnir áttum því láni að fagna að vera ekki sam- mála í pólitík og varð það oft til- efni líflegrar umræðu um lands- málin. Aldrei voru þetta nú hatrammar deilur og stundum vorum við sammála. Eðlilega er efst í huganum álit hans á núver- andi stjórnvöldum og algengt að viðraðar væru skoðanir á ýmsum stjórnarlimum á heimili hans í Ár- sölum. Flestir fengu frekar lága einkunn hjá Rúnari fyrir árangur í starfi og merkilegt nokk ég var oft sammála. Ég hafði fyrir reglu að koma við hjá þeim hjónunum þegar ég var í landi en það var vikulega. Veikindi Rúnars má rekja aftur til haustsins 2010 og má segja að baráttan við sjúkdóminn hafi var- að allt árið 2011 með bjartsýni að leiðarljósi. Veikindin ágerðust þó frekar en á þau slægi og undir lok ársins var orðið nokkuð ljóst hvert stefndi. Hann vildi helst dvelja á heimili sínu í umsjá Hjör- dísar sinnar sem allra lengst. Þeg- ar á leið janúar hafði heilsu hans hrakað svo að hann var nánast rúmfastur og það útheimti meiri aðstoð en Hjördís hafði tök á að veita. Þá fékk hann inni á Líkn- ardeildinni í Kópavogi og naut umönnunar þar síðustu vikurnar. Söknuður er mér ofarlega í huga en einnig hlýhugur. Ég votta tengdamóður minni, dætr- um þeirra hjóna, afabörnum og langafabörnum mína dýpstu sam- úð og bið guð að styrkja þau í sorginni. Hermundur Svansson. Við eigum ófáar minningar um hann elskulega afa okkar og mun hans verða sárt saknað. Afi talaði lítið um gamla tíma og sína æsku. En það kom fyrir að hann sagði okkur sögur frá því þegar hann var á sjó, og sögur frá ferð þeirra hjóna til útlanda. Okk- ur systkinunum fannst gaman að hlusta á afa segja frá sjálfum sér. En hann átti hins vegar mjög erf- iða æsku sem við fengum lítið að heyra um, því að hann vildi helst gleyma henni. Þegar afi var yngri naut hann þess að spila skák og bridge og keppti hann oft og náði góðum ár- angri. Hann keyrði leigubíl svo lengi sem við munum eftir honum en varð svo að hætta því, þegar heilsunni fór að hraka. Það var alltaf gaman að heim- sækja hann og ömmu, eins og við gerðum mjög oft og ávallt á sunnudögum og tala um allt og ekkert. Afi okkar var mjög róleg- ur maður en þó alveg óhræddur við að segja sínar skoðanir á ýms- um málum. Hann var einnig mjög stríðinn og alltaf að grínast í okk- ur sem þekktum hann best. Þegar líða fór að lokum og veik- indin fóru að taka yfir, þá var afi okkar búinn að sætta sig við það að deyja og jafnvel farinn að bíða eftir hvíldinni. Það sem honum fannst erfiðast var að fara frá okk- ur hinum, og þá sérstaklega ömmu okkar. Við vitum að nú mun afi okkar hvílast, eftir erfiða baráttu við krabbamein, og munum við ávallt heiðra minningu hans. Elísa Rún, Herdís Eva og Sævar Falk. Rúnar Jóhannes Guðmundsson ✝ Við þökkum auðsýnda samúð vegna andláts elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, frú LOVÍSU RÓSU SNJÓLAUGAR JÓHANNESDÓTTUR, sem lést þriðjudaginn 20. mars. Sérstakar þakkir fær starfsfólk heima- hlynningar, starfsfólk heimahjúkrunar, Karitas líknarfélag og starfsfólk 6a í Fossvoginum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hulda Guðmundsdóttir, Þórunn Guðmundsdóttir Benson, Mikael Benson, Einar Guðmundsson, Sævör Þorvarðardóttir, Jón Lárus Guðmundsson, Guðlaug Rögnvaldsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Ása Hrönn Sæmundsdóttir, Sindri Guðmundsson, Íris Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLRÚN YNGVADÓTTIR húsmóðir og alþýðuleikkona, Hamraborg 18, Kópavogi, varð bráðkvödd á heimili sínu þriðjudaginn 27. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kristbjörg Ásmundsdóttir, Ólafur Ingólfsson, Elín Ebba Ásmundsdóttir, Jon Kjell Seljeseth, Ásmundur Einar Ásmundsson, Sigrún Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNIE SIGURÐARDÓTTIR, lést laugardaginn 31. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðviku- daginn 11. apríl kl. 14.00. Anton Birgisson, Jónína Sigríður Birgisdóttir, Skarphéðinn Njálsson, Ársæll Birgisson, Nora Birgisson, Njáll, Jón Birgir, Jón Ólafur, Helgi Þór og Mikael Viktor. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, DÓRU GERALDINE EINARSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaka umönnun og hlýju. Börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR JÓNSDÓTTIR, Heiðvangi 5, Hellu, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, föstudaginn 23. mars. Útför hennar fer fram frá Árbæjarkirkju í Holtum laugardaginn 7. apríl kl. 14.00. Hannes Ólafsson, Ragnheiður Alfreðsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Halldór Leifsson, Jón Þröstur Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengda- faðir, afi, stjúpfaðir og bróðir, HELGI ÁRNASON frá Neðri-Tungu, Stekkum 23, Patreksfirði, varð bráðkvaddur á heimili sínu að morgni fimmtudagsins 29. mars. Útförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 7. apríl kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnadeildina Unni á Patreksfirði. Ásdís Ásgeirsdóttir, Anna Hafliðadóttir, Þór Þórðarson, Sonja Gísladóttir, Sigrún Helgadóttir, Árni Helgason, Fjóla Helgadóttir, Arngrímur Vilhjálmsson, Ólöf Helgadóttir, Jón Birgir Jóhannsson, Steinunn A. Helgadóttir, Hildur Helgadóttir, Guðrún Helgadóttir, Friðbjörn Steinar Ottósson, barnabörn, stjúpbörn og systkini hins látna. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HJÖRTUR KRISTINN HJARTARSON frá Hellisholti, Vestmannaeyjum, til heimilis Gullsmára 11, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þriðjudaginn 3. apríl. Jarðarförin fer fram frá Aðventkirkjunni Ingólfsstræti 19, miðvikudaginn 11. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Jóhanna Arnórsdóttir, María Hjartardóttir, Jón Marteinsson, Arndís Hjartardóttir, Francisco Fernandez Bravo, Eydís Ósk Hjartardóttir, Viggó Jóhannsson, Kristín Hjartardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.