Morgunblaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012 Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is Skúli Hansen skulih@mbl.is Yfirgnæfandi meirihluti lands- manna, rúmlega 66%, telur það vera annaðhvort frekar eða mjög óeðli- legt að stjórnendur umræðuþátta RÚV stýri umræðum um pólitísk málefni, sem þeir hafa sjálfir tjáð sig opinberlega um á öðrum vett- vangi. Þetta er niðurstaða nýlegrar skoðanakönnunar sem unnin var á vegum MMR fyrir hönd Bergþórs Ólasonar, en hann greindi frá nið- urstöðu könnunarinnar í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær. „Í fyrsta lagi þá þarf kannski svona niðurstaða ekki að koma á óvart. Það þarf ekki að koma á óvart að yfirgnæfandi meirihluti fólks telji óeðlilegt að þeir sem hafa skyldum að gegna á vegum Ríkisútvarpsins láti sínar persónulegar skoðanir í ljós út og suður,“ segir Birgir Ár- mannsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, og bætir við: „Það er eðlilegt vegna þess að á Rík- isútvarpinu hvílir auðvitað sérstök hlutleysisskylda, bæði vegna þess sem kveðið er á um sérstaklega í lögum og eins vegna stöðu Rík- isútvarpsins sem hefur þó nokkra sérstöðu á meðal fjölmiðla.“ Að sögn Birgis verða starfsmenn ríkisfjölmiðils, sem á hvílir sérstök hlutleysisskylda, að fara varlega þegar þeir tjá sig á opinberum vett- vangi. „Án þess að ég vilji tjá mig um einstök dæmi þá er ég þeirrar skoð- unar að persónulegar skoðanir starfsmanna RÚV hafi stundum haft áhrif á umfjöllun,“ segir Birgir, spurður út í það hvort hlutleysis- reglur RÚV hafi misst tilgang sinn, og bætir við að starfsmenn RÚV verði að sæta því að verk þeirra séu skoðuð með jafnvel enn gagnrýnni hætti en verk starfsbræðra þeirra sem starfa hjá öðrum miðlum. Spurður hvernig hægt sé að bæta úr þessu segir Birgir: „Ég held að þeir sem bera ábyrgð á rekstri RÚV, líkt og annarra ríkisstofnana, þurfi að vera betur vakandi fyrir því að þær reglur sem stofnunin á að starfa eft- ir séu virtar.“ Segir RÚV hafa brugðist „Þessi niðurstaða könnunarinnar gefur fullt tilefni til þess að þessi mál séu skoðuð innanhúss hjá Ríkis- útvarpinu,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um niður- stöðu könnunarinnar. Spurður út í það hvernig hægt sé að bregðast við þessu segir Gunnar: „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um það að stjórnendur Rík- isútvarpsins, útvarpsstjóri, frétta- stjóri og aðrir, standi ekki í stykk- inu. Ef þeir fylgja ekki eftir lögum og reglum um stofnunina þá hljóta þeir að bera ábyrgð og það hlýtur að þurfa að skoða málið út frá því.“ Gunnar bendir á að þó svo að fram- sóknarmenn hafi staðið með RÚV áratugum saman þá séu þeir margir farnir að lýjast. „Ef ég á að tala fyr- ir mig persónulega þá finnst mér Ríkisútvarpið hafa algjörlega brugð- ist sem sjálfstæður, eða sem hlut- laus fjölmiðill þegar kemur að mjög stórum málefnum á Íslandi,“ segir Gunnar og bendir á Icesave-málið og aðildarumsókn Íslands að Evr- ópusambandinu sem dæmi um slíkt. Hann telur umræðuna um Ríkis- útvarpið vera viðkvæma en menn megi þó ekki vera hræddir við að gagnrýna. „Hún er alltaf viðkvæm þessi umræða um fjölmiðla, sér- staklega um ríkisfjölmiðilinn, því að um leið og farið er að gagnrýna, er talið að það séu svona annarleg sjón- armið á bak við eða eitthvað slíkt, en menn mega samt ekki vera hræddir við það,“ segir Gunnar. Spurður út í það hver eigi að axla ábyrgð í þessu máli segir Gunnar: „Menntamálaráðherra er náttúrlega æðsti yfirmaður Ríkisútvarpsins en að mínu viti eiga daglegir stjórn- endur stofnunarinnar að svara fyrir þetta, því að þeir eiga að sjá til þess að á hverjum degi sé fylgt eftir þeim lögum sem gilda um stofnunina og ef það er þannig að eftir þeim er ekki farið þá finnst mér að útvarps- stjóri, og þá yfirmenn þeirra sviða sem þar um ræðir, eigi að svara fyr- ir það að hafa ekki fylgt lögum og reglum.“ Þingmenn gagnrýna Ríkisút- varpið fyrir hlutdræga umfjöllun  Gunnar Bragi Sveinsson segir RÚV hafa brugðist sem sjálfstæður fjölmiðill „Hversu eðlilegt eða óeðlilegt finnst þér að stjórnendur umræðu- þátta hjá Ríkisútvarpinu stýri umræðum um pólitísk málefni, sem þeir hafa sjálfir áður tjáð sig um opinberlega á öðrum vettvangi?“ (82,2% tóku afstöðu.) Mjög óeðlilegt 34% Frekar óeðlilegt 32,1% Mjög eðlilegt 7,7% Frekar eðlilegt 7,4% Bæði og 18,8% Birgir Ármannsson Gunnar Bragi Sveinsson Aukning og útvíkkun fiskeldis Hrað- frystihússins-Gunnvarar í Ísafjarð- ardjúpi er ekki háð mati á umhverf- isáhrifum, samkvæmt úrskurði Skipulagsstofnunar. Fyrirtækið hyggst sækja um leyfi til að fram- leiða allt að 7000 tonn á ári og eru þetta mestu áform um sjókvíaeldi hér á landi. HG hefur nú leyfi til framleiðslu á 2000 tonnum af þorski og elur hann aðallega í sjókvíum í Álftafirði og Seyðisfirði. Auk þess er fyrirtækið með seiðaeldisstöð á Nauteyri og þjónustuhöfn í Súðavík. HG stefnir að því að bæta við sig möguleikum á lax- og silungseldi og vera með blandað eldi á þorski, laxi og regnbogasilungi. Ætlunin er að framleiða 7 þúsund tonn af hverri tegund, en hverju sinni verði fram- leiðsla þó aldrei meiri en 7000 tonn í heildina. Miðað er við að tvær teg- undir verði í eldi á hverju svæði og það ráðist af markaðsaðstæðum hvaða tegundir verði í eldi hverju sinni. Eldið verður árgangaskipt, ætl- unin er að ala fiskinn í sjó í tvö ár og hvíla þriðja árið. Auk Álftafjarðar og Seyðisfjarðar verður aukið við í Skötufirði. Þá verða sjókvíar settar út í Mjóafjörð og Ísafjörð og undir Bæjarhlíð á Snæfjallaströnd. Skipulagsstofnun telur eldið ekki hafa umtalsverð áhrif á umhverfi. helgi@mbl.is Áforma 7.000 tonna eldi í Djúpinu Sjókví Þorskur er gráðugur í fóðr- ið. Lax og silungur njóta góðs af.  Veldur ekki um- talsverðum áhrifum Hæsta íbúðarhús landsins, 19 hæða og 63 metra hátt fjölbýlishús að Vatnsstíg 16-18, er væntanlegt í sölu um næstu mánaðamót, að sögn Brands Gunnarssonar, sölumanns hjá fasteignasölunni Stakfelli. Í húsinu eru 42 íbúðir af ýmsum stærðum, allt frá 95 m2 og upp í rúm- lega 300 m2, stæði í bílakjallara fylgir öllum íbúðum. Þær eru allar með útsýni og verða afhentar full- búnar en án gólfefna. Minni íbúð- irnar eru á 1.-3. hæð. Þar fyrir ofan eru aðeins tvær íbúðir á hverri hæð og þetta því „mjög prívat fjölbýli“ eins og Brandur orðaði það. Búið er að leggja drög að verðlagningu og sagði Brandur fermetraverðið vera frá rétt rúmum 380.000 kr. og svo hærra. Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) byggðu húsið. Eigandi þess er verktakafyrirtækið Skuggabyggð og annast það lokafrágang íbúðanna. „Þetta er einstakt hús á þessu svæði,“ sagði Brandur. „Þarna er einstök vara að koma á markað. Menn eiga ekki von á að það verði byggt annað svona hús á næstunni. Það eru ekki mörg sambærileg hús á þessu svæði.“ Hann sagði lítið fram- boð á nýjum eignum í 101. Talsvert hefur verið spurt um íbúðir í húsinu frá því það var aug- lýst og koma fyrirspurnirnar bæði frá fólki hér á landi og einnig erlend- is frá. Brandur segir að mikill áhugi sé á íbúðum á fyrstu þremur hæð- unum, sem eru í kringum 100 m2 að stærð. Einnig hefur verið töluverður áhugi á íbúðum þar fyrir ofan þar sem m.a. eru 135 m2 og íbúðir í kringum 180 m2. En hvernig er fasteignamark- aðurinn um þessar mundir? „Það er ágætis líf,“ sagði Brandur. „Við finnum fyrir því að markaður- inn fyrir atvinnuhúsnæði er aðeins að lifna við. Hann var nánast búinn að liggja í dvala frá árinu 2008 en hreyfingin er að aukast þar. Það eru jákvæðar fréttir.“ gudni@mbl.is Morgunblaðið/Golli Háreist Húsið er 19 hæðir og 63 m hátt. Útsýni er úr öllum íbúðum. Hæsta íbúðarhús landsins til sölu „Við erum auðvitað með skýrar kröfur um hlutlægni á Ríkisútvarp- inu, og raunar ætlumst við til þess af öllum fjölmiðlum en ekki síst af Ríkisútvarpinu, en það er ekki þar með sagt að dagskrárgerðarfólk megi ekki hafa skoðanir og birta þær,“ segir Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, spurð út í viðbrögð sín vegna gagnrýni Berg- þórs Ólasonar, og bætir við: „Það er auðvitað spurning hvar línan liggur á milli þeirra sem annast fréttir, þar sem þetta er við- kvæmara, og síð- an þá sem eru í annarri dag- skrárgerð, við er- um auðvitað með mörg dæmi um það að þátta- stjórnendur séu þekktir fyrir sínar skoðanir.“ Spurning hvar línan liggur SKÝRAR KRÖFUR UM HLUTLÆGNI Á RÍKISÚTVARPINU Katrín Jakobsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.