Morgunblaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 38
38 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012
„Ég fer kannski út að borða bara,“ segir Bryndís Samúelsdóttir,
BA-nemi í ensku við Háskóla Íslands, aðspurð hvort eitthvað standi
til í tilefni afmælisins, en hún er 22 ára í dag. Bryndís segist alls ekki
viss um hvað hún geri, en það geti farið svo að hún bjóði upp á kökur
í tilefni dagsins.
Bryndís segist yfirleitt halda upp á afmæli sín. „Já, svona oftast,
eitthvað aðeins allavega.“ Hún kveðst vera mikið afmælisbarn.
Talið barst að eftirminnilegum afmælum og segir Bryndís að 19
ára afmælið hafi verið sérstaklega eftirminnilegt. „Við vorum á Ísa-
firði á Aldrei fór ég suður. Það var voða gaman og ég fékk afmæl-
issönginn. Daginn eftir fór ég á skíði, svo fengum við góðan mat og
vinir mínir héldu óvænt afmælispartí,“ segir Bryndís.
Hún er eins og fyrr segir í enskunámi við Háskóla Íslands á 1. ári.
Bryndís vonast til að hún geti farið sem skiptinemi til Bandaríkj-
anna í janúar á næsta ári, en það sé þó alveg óákveðið hvert innan
Bandaríkjanna hún fari. „Mig langar mest til San Diego.“
Framtíðin er ekki alveg ráðin hjá henni og hún er ekki viss um
hvort hún haldi áfram í enskunámi eftir BA-gráðuna. „Mig langar
svolítið í alþjóðleg samskipti, en það er ekki alveg komið á hreint.
Ég er ekki alveg komin með svo langt plan,“ segir Bryndís að lok-
um. ipg@mbl.is
Bryndís Samúelsdóttir enskunemi 22 ára
Ljósmynd/Bryndís Samúelsdóttir
Háskólastúdent Bryndís Samúelsdóttir ætlar út að borða í tilefni 22
ára afmælisins og segist jafnvel ætla að bjóða upp á kökur.
Langar vestur um
haf sem skiptinemi
S
igurrós Lilja fæddist á
Selfossi en ólst upp á
Minni-Borg í Grímsnesi
til tveggja ára aldurs og
síðan í Stóra-Dal undir
Vestur-Eyfjöllum er foreldrar
hennar festu kaup á þeirri jörð ár-
ið 1984. Þar stunduðu þau bland-
aðan búskap en þó einkum kúabú-
skap og var Lilja því alin upp við
öll hefðbundin sveitastörf.
Lærði viðskiptalögfræði við
háskólann á Bifröst
Lilja var í Seljalandsskóla undir
Eyjafjöllum upp í 7. bekk en í
Grunnskólanum í Skógum í 8.-10.
bekk. Hún stundaði nám við Fjöl-
brautaskólann í Ármúla og lauk
þaðan stúdentsprófi árið 2001,
stundaði síðan nám við Við-
skiptaháskólann á Bifröst frá 2002
og útskrifaðist þaðan sem við-
skiptalögfræðingur árið 2006.
Sigurrós Lilja Ragnarsdóttir 30 ára
Systkinin í Stóra-Dal Sigurrós Lilja ásamt bræðrum sínum Ragnari Bjarka og Vali Gauta.
Syngjandi viðskiptalög-
fræðingur á fáki fráum
Riðið á vaðið Á leið yfir Steinsholtsá í Þórsmörk 2006. Lilja, Mánadís, Dáð,
Hátíð, Drottning, Kara Björk Bessadóttir, Ás, Dóra Ingvarsdóttir og Snert-
ing. Öll hrossin eru frá Stóra-Dal nema Drottning sem er frá Dalsseli.
Hafnarfjörður Hanna Þórdís fæddist
17. janúar kl. 13.28. Hún vó 3.395 g og
var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru
Ágústa Guðrún Ólafsdóttir og Jón
Ingi Örlygsson.
Nýir borgarar
Akranesi Katla fæddist 23. sept-
ember. Hún vó 3.845 g og var 51 cm
löng. Foreldrar hennar eru Ívar Ein-
arsson og Lilja Jónsdóttir.
Nýir borgarar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Er þitt fyrirtæki að borga of mikið í símkostnað á mánuði? Nú býður Svar tækni tvær leiðir til sparnaðar með IP símkerfum. Annarsvegar
! "
!!
# $ %&
'
#
# þinn. Við erum í síma 510-6000.
Lækkaðu símreikninginn
Öflugt IP símkerfi frá Snom
3 stk Snom 300 símtæki, 1 Snom 320 símtæki
Snom hugbúnaðarleyfi fyrir allt að 10 notendur
Snom IP símkerfi – 4 SÍMTÆKI
8.500 m/vsk
Öflugt IP símkerfi frá Snom
5 stk Snom 300 símtæki, 1 stk Snom 320 símtæki
Snom hugbúnaðarleyfi fyrir allt að 10 notendur
Snom IP símkerfi - 6 SÍMTÆKI
Stofngjald 39.900 m/vsk
Mánaðargjald
10.500 m/vsk
Stofngjald 39.900 m/vsk
Mánaðargjald
SÍÐUMÚLA 35 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS
Mikið úrval þráðlausra höfuðtóla
Mikið úrval þráðlausra höfuðtóla
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur
hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar
verður einnig sagt frá öðrum merkum við-
burðum í lífi fólks, svo sem hjónaböndum,
barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af
nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum
fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn
mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta á
netfangið islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón