Morgunblaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012
Evrópuvaktin segir svo frá:„Hinn 17. apríl 2009 birtist
samtal við Árna Pál Árnason á vef-
síðu Samfylkingarinnar. Þar lýsti
hann því hvernig flokkurinn mundi
vinna að framgangi
ESB-mála að lokn-
um þingkosningum
25. apríl 2009.
Sviðsmynd Árna
Páls var þessi:
Aðildarumsóknsend strax í maí 2009.
Viðræður við ESB hefjist í byrjun
júní 2009.
Samningar takist á innan við 12
mánuðum.
Samningur liggi fyrir snemma
sumars 2010.
Alþingi samþykki tillögu um að-
ild í árslok 2010.
Þjóðaratkvæðagreiðsla í mars
2011.
Tillaga um breytingu á stjórn-
arskrá vegna aðildar fyrir alþingi í
apríl 2011.
Þing rofið sumar eða haust 2011,
nýjar kosningar.
Nýtt þing samþykkir breytingu á
stjórnarskrá.
Öllum hindrunum fyrir ESB-
aðild rutt úr vegi.
Árni Páll segir að aðildar-
umsóknarferlið strax að loknum
kosningum 25. apríl 2009 muni
„styðja mjög við atvinnulífið í land-
inu, greiða fyrir hraðri vaxtalækk-
un, styrkja gengi krónunnar og
auðvelda fjármögnun fyrirtækja“.“
Nú er komið á daginn að brott-rekni efnahagsráðherrann
kunni ekki á klukku, hafði týnt
almanakinu og vissi ekkert um
hvað hefði áhrif á vexti eða gengi.
En hann hefur samt skrifað nýjagrein um sama efni og áður,
en með splunkunýjum formerkjum.
Hann hefur snúist í hring. Í tilfelli
Árna í sólarhring. Árni Páll telur
að umskiptin styrki sig í baráttunni
um formannsstólinn. Er það?
Árni Páll Árnason
Leiðarvísir
sölumanns brást
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 11.4., kl. 18.00
Reykjavík 1 snjókoma
Bolungarvík 1 alskýjað
Akureyri 1 alskýjað
Kirkjubæjarkl. 4 alskýjað
Vestmannaeyjar 3 alskýjað
Nuuk -5 snjóél
Þórshöfn 5 skýjað
Ósló 5 skýjað
Kaupmannahöfn 7 skýjað
Stokkhólmur 6 heiðskírt
Helsinki 5 heiðskírt
Lúxemborg 10 léttskýjað
Brussel 8 léttskýjað
Dublin 10 léttskýjað
Glasgow 12 léttskýjað
London 12 léttskýjað
París 12 skúrir
Amsterdam 10 léttskýjað
Hamborg 12 skýjað
Berlín 7 skúrir
Vín 18 skýjað
Moskva 2 alskýjað
Algarve 17 heiðskírt
Madríd 15 léttskýjað
Barcelona 20 léttskýjað
Mallorca 18 léttskýjað
Róm 15 léttskýjað
Aþena 13 léttskýjað
Winnipeg 2 heiðskírt
Montreal 7 alskýjað
New York 10 skýjað
Chicago 7 léttskýjað
Orlando 27 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
12. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:05 20:53
ÍSAFJÖRÐUR 6:01 21:06
SIGLUFJÖRÐUR 5:44 20:49
DJÚPIVOGUR 5:32 20:25
Herjólfur siglir til Landeyjahafnar
laugardag og sunnudag 14. og 15.
apríl, þrjár ferðir báða dagana.
Þeir farþegar sem áttu bókað frá
Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar
kl. 8 færast í ferðina til Land-
eyjahafnar kl. 8. Þeir farþegar sem
áttu bókað í ferð kl. 11:45 frá Þor-
lákshöfn færast í ferðina frá Land-
eyjahöfn kl. 10. Þeir farþegar sem
áttu bókað frá Vestmannaeyjum til
Þorlákshafnar kl. 15:30 færast í
20:30-ferðina til Landeyjahafnar.
Þeir farþegar sem áttu bókað í ferð
kl. 19:15 frá Þorlákshöfn færast í
21:30-ferðina frá Landeyjahöfn.
Í fréttatilkynningu frá Herjólfi
segir að óskað sé eftir skilningi far-
þega á þessum aðstæðum.
Morgunblaðið/Ómar
Á ferðinni Herjólfur siglir í höfn.
Siglir til
Landeyja-
hafnar
Herjólfur fer sex
ferðir um helgina
Karlmaður á miðjum aldri á Suður-
landi fékk 5 milljónir á trompmiðann
sinn í Happdrætti Háskólans og
fimmfaldaði því vinninginn. Hann
fékk því 25 milljónir króna.
Aðalútdráttur aprílmánaðar var
óvenju happadrjúgur, að minnsta
kosti fyrir miðaeigendur Happ-
drættisins. Heilar 87 milljónir gengu
út til ríflega þrjú þúsund lukkulegra
vinningshafa vítt og breitt um land-
ið. Auk Sunnlendingsins heppna
fengu kona og karl í Reykjavík enn-
fremur 5 milljónir hvort og þrír
vinningshafar fengu milljón.
Vann 25 millj-
ónir í HHÍ
AÐALFUNDUR N1 HF.
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl.14:30
á fundardegi. Tillögur fundarins liggja fyrir á skifstofu félagsins hluthöfum til
kynningar tveimur vikum fyrir fundinn.
Kópavogi 23. mars 2012
Stjórn N1 hf.
Aðalfundur N1 hf. 2012 verður haldinn á 20. hæð í turninum,
Smáratorgi, Kópavogi, fimmtudaginn 12. apríl nk.
og hefst kl. 15:00.
DAGSKRÁ:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á hinu liðna starfsári.
2. Ársreikningur félagins lagður fram til staðfestingar.
3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar félagins á reikningsárinu.
4. Ákvörðun stjórnarlauna, undirnefnda stjórnar
og þóknun til endurskoðenda.
5. Starfskjarastefna félagsins.
6. Stjórnarkjör.
7. Kjör endurskoðenda.
8. Tillögur um kaup á eigin hlutum.
9. Önnur mál löglega fram borin.