Morgunblaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012
✝ Margrét AuðurAgnes Krist-
insdóttir fæddist í
Reykjavík 8. nóv-
ember 1926. Hún
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 29. mars
2012.
Foreldrar henn-
ar voru Kristinn
Friðfinnsson mál-
arameistari, f. í Kví-
arholti í Holtum 2.9. 1897, d.
18.6. 1968, og Agnes Margrét
Eggertsdóttir, f. á Papósi 15.7.
1891, d. 30.9. 1963. Bræður Mar-
grétar voru Eggert, f. 1915, d.
1998. Gunnar, f. 1917, d. 2004.
Finnur, f. 1919, d. 2009.
Margrét ólst upp í Reykjavík
og bjó þar alla tíð. Foreldrar
hennar bjuggu á Skólavörðustíg
29, hún var í Miðbæjarskóla og
síðan í Kvennaskólanum.
Eiginmaður Margrétar var
Jón Ólafur Nikulásson skipstjóri,
f. 21.5. 1925 d. 19.5. 1975. For-
eldrar hans voru Nikulás Kr.
Jónsson skipstjóri, f. 10.11. 1895,
21.1. 1956, dóttir Margrét Þóra,
maki Kristinn Tómasson, synir
hennar eru a) Nikulás Val b)
Tómas. 3) Guðlaug f, 31.7. 1957,
maki Hallgrímur Hallgrímsson,
f. 14.10. 1949, börn þeirra eru a)
Kristinn, maki Rakel Eggerts-
dóttir, og b) Tatíana Ósk. 4)
Nikulás Kristinn, f. 3.3. 1963,
maki Pálína S. Eggertsdóttir, f.
12.2. 1969, dætur þeirra eru a)
Tinna Rut, maki Kristleifur, börn
hennar eru a) Birta Líf, b) Krist-
leifur Bjarni; b) Sonja, c) Ingunn
Dögg.
Margrét flutti á Öldugötu 24
eftir að hún giftist og bjó þar í 17
ár. Árið 1963 flutti fjölskyldan í
Ljósheima 20 og hefur búið þar
síðan. Margrét vann í Ásmund-
arsafni í Sigtúni og í mörg ár
vann hún sjálfboðastörf fyrir
kvennadeild Rauðakrossins,
fyrst í hljóðbókum og síðan við
basar- og föndurstörf. Hún var
heiðruð af Rauða krossi Íslands í
fyrra.
Útför Margrétar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 12. apríl
2012, og hefst athöfnin kl. 15.
d. 4.10. 1971, og
Gróa Pétursdóttir,
formaður kvenna-
deildar Slysavarna-
félags Íslands og
bæjarfulltrúi, f. 9.8.
1891, d. 23.6. 1973.
Margrét og Jón
Ólafur gengu í
hjónaband 10.8.
1946. Börn þeirra
eru: 1) Agnes Mar-
grét, f. 8.12. 1946, d.
11.7. 2007, maki Bergþór Berg-
þórsson, f. 23.7. 1940, d. 11.8.
2001, börn þeirra eru a) Bergþór,
maki Ágústa Óskarsdóttir,
þeirra dætur eru a) Guðrún Ósk,
hennar dóttir er Agnes Ósk, b)
Auður, c) Halla; b) Jón Ólafur,
maki Guðný Laxdal Helgadóttir,
börn hans eru a) Guðmunda
Birta b) Aron Ingi, c) Hrannar
Ingi; c) Örnólfur, maki Stella
Sverrisdóttir, hans börn eru a)
Katla Líf, b) Bergþór Snær, c)
Karen Elfa, d) Hekla Sif, d)
Agnes Björg, maki Hrefna Jóns-
dóttir. 2) Gróa Björg, f. 19.11.
1949, maki Jón Harðarson, f.
Elsku fallega mamma mín
sem var svo sjálfstæð og hún var
svo mikil heimsdama, las mikið
og hlustaði á góða tónlist, hafði
gaman af mönnum og málefnum,
gat rætt um alla hluti við full-
orðna og ekki síður börn, gerði
allt sem hún ætlaði sér.
Þú hefur alltaf verið til staðar
fyrir mig, vildir allt fyrir mig
gera, tókst þátt í flestu sem ég
gerði eða fylgdist með mér. Ég
gat alltaf leitað til þín, sama
hvort það var eitthvert rugl, eða
gaman, við þurftum alltaf að
heyrast og hittast helst á hverj-
um degi. Þú gast líka leitað til
mín ef þér datt eitthvað í hug,
skreppa í Fjarðarkaup eða
IKEA og bókamarkaðinn eða
bara skoða nýju íbúðahverfin og
fá okkur einn gamlan ís. Þú ólst
Maggý mína upp með mér fyrstu
árin og er ég þér þakklát fyrir
það og hafið þið alla tíð verið
mjög nánar. Ég er þakklát fyrir
að þú fórst með reisn, varðst
aldrei ósjálfbjarga, það hefðir þú
ekki viljað. Ég er þakklát fyrir
allar góðu stundirnar sem við
áttum, þegar þú varst kannski að
lesa svaka skruddu á ensku, þú
hafðir alveg einstaka frásagnar-
gáfu og sagðir skemmtilega frá,
mér fannst ég hafa lesið bókina á
eftir, ég sagði oft ég vildi að ég
væri svona hláturmild eins og
þú. Mamma var svo vönduð í
orði, talaði fallega um alla og við
héldum alltaf að hún kynni ekki
að blóta. Eitt sinn heyrði hún
mig vera að hreyta einhverju í
einhvern og varð ég skíthrædd
að hitta hana á eftir, en hún
skammaði okkur aldrei eða
hækkaði röddina.
Það var oft erfitt fyrst eftir að
pabbi dó 1975 en okkur tókst í
sameiningu að vinna okkur út úr
því og aldrei kvartaðir þú. Þú
fékkst mikinn stuðning frá Bóbó,
tengdasyninum, og saknaðir
hans sárt þegar hann dó 2001 og
ekki var minni söknuður þegar
Agga systir dó 2007. Þú sagðir:
„Maður á ekki að þurfa að horfa
á eftir börnunum sínum.“ En
elsku mamma lærði að lifa með
því og halda áfram, hún á ynd-
islega fjölskyldu sem alltaf vildi
hafa hana með ef eitthvað var að
gerast og hafði hún gaman af að
vera innan um fjölskylduna. Þú
sagðir á gamlárskvöld þegar við,
skotglaða fjölskyldan, höfðum
áhyggjur af að þú sæir ekki nógu
vel, að þú værir búin að sjá nóg
af flugeldum um ævina.
Elsku mamma, takk fyrir allt,
sakna þín.
Þín dóttir,
Gróa Björg.
Elsku mamma, fyrst af öllu vil
ég þakka þér fyrir að vera
mamma mín, því ef það væri
hægt að taka próf í að vera
mamma þá fengir þú 12 af 10
mögulegum og ég veit, að það
var ekki alltaf auðvelt að vera
mamma mín. Þú varst alveg
stórkostleg manneskja og það
vita auðvitað allir sem þekktu
þig. Það skipti engu máli hvort
þú varst að tala við fullorðið fólk,
unglinga eða börn, þú gast talað
um allt og fylgdist með í öllu.
Ég get allavega þakkað fyrir
að hafa átt þig allan þennan tíma
en það er samt risastórt gat í
hjartanu mínu núna. En ég er al-
veg sannfærð um að það er búin
að vera stórveisla á himnum
núna og þú ert þar umkringd
ástvinum sem tóku á móti þér
þegar skipið kom að landi.
Ég á alltaf eftir að sakna þín
og ég ætla að kveðja þig með
bæninni sem afi kenndi okkur:
Komin er ég í kúru mína,
krenki mig þar engin pína.
Ó, Guð settu engla þína
allt í kringum hvílu mína.
(Höf. ók.)
Elsku Gróa, Nikki og við hin:
Samúðarkveðjur.
Guðlaug Jónsdóttir (Laulau.)
Mikið er það óraunverulegt að
sitja hér og skrifa minningar-
grein um þig, elsku amma mín.
Það er ómetanlegt að hafa fengið
að alast upp hjá ömmu í Ljós,
hvort sem það var eftir skóla eða
þegar við mamma fluttum til þín.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
mig hvort sem það var til að
spjalla um daginn og veginn eða
til að leita ráða hjá. Það var allt-
af svo gott að geta leitað til
ömmu í Ljós. Minningarnar
streyma fram í hugann og þær
fyrstu eru frá þeim tíma þegar
ég var barn og dvaldi hjá ömmu,
þótt ung væri þá man ég þann
tíma vel, amma kenndi mér
margar góðar reglurnar og þær
gleymast aldrei. Á kvöldin fórum
við ávallt með bænirnar og meira
að segja stundum líka með
morgunbæn:
Nú er ég klæddur og komin á ról,
Kristur Jesús veri mitt skjól,
í guðsóttanum gefðu mér,
að ganga í dag, svo líki þér.
(Höf. ók.)
Elsku amma, þetta er nokkuð
sem ég mun halda áfram að gera
með mínum börnum og barna-
börnum og er að reyna að gera í
dag. Svo er mér það svo minn-
isstætt að alltaf þegar ég vakn-
aði á morgnana til að fara í skól-
ann varst þú tilbúin með
morgunmatinn minn, fjölvítam-
íntöfluna og lýsið og þegar ég
var búin að borða og taka vítam-
ínin mín burstuðum við saman
hárið og töldum upp að hundrað
og þegar ég var búin að bursta
hárið hundrað sinnum var ég
klár í skólann. Stundum höfðum
við kósíkvöld, poppuðum, horfð-
um á söngvamyndir og sungum
saman hástöfum með lögunum
sem við kunnum, þú reyndar
kunnir þau öll og söngst mun
hærra en ég. Líka þegar þig
langaði svo að sjá Indiana Jones
og við fórum tvær í bíó, ég var
þá sjö ára, við fórum í Regnbog-
ann að sjá myndina og ég hélt
fyrir augun og eyrun allan tím-
ann og var með martröð næstu
daga á eftir, en í seinni tíð höfum
við svo oft hlegið að því. Og þeg-
ar ég fékk stundum að sofa í
vatnsrúminu hans Nikka, vááá
það var ekkert smá sport, og
þegar ég var búin að vera úti að
leika í snjónum varstu vön að
búa til heitt kakó handa mér og
leyfa mér að fara í fótabað og ef
þú áttir ekki til kakó gerðir þú
bara heitt kaffi með fullt fullt af
mjólk og sykri. Þú reddaðir allt-
af öllu.
Síðustu ár áttum við margar
góðar stundir saman, það leið
varla sá dagur að ég kæmi ekki
til þín í kaffi eða við kíktum í
Fjarðarkaup eða IKEA, því þér
fannst svo gaman að fara og
versla þar, þar var allt til alls.
Elsku amma, ég sakna þín svo
mikið, ég er hálfeirðarlaus án þín
og veit varla hvað ég á af mér að
gera, mín fasta rútína er að
koma til þín í Ljósheimana, hitta
mömmu og Laulau og sitja þar
og spjalla um heima og geima.
Þú varst alltaf svo góð við mig
og kenndir mér svo margt, einn-
ig stóðstu upp fyrir mér þegar
ég þarfnaðist þess. Það er svo
erfitt að sjá á eftir þér. Þú munt
alltaf eiga stað í hjarta mínu og
ég mun minnast þín að eilífu. Ég
vona að þú eigir eftir að fylgjast
með okkur af himnum ofan og ég
lofa þér því að gera þig stolta,
elsku amma mín.
Þín
Margrét Þóra (Maggý).
Ég vildi að ég hefði fengið að
kveðja þig betur, elsku amma í
Ljós. Þegar ég heimsótti þig á
spítalann daginn sem þú fórst
þangað grunaði mig ekki að þú
ættir svona stutt eftir. Ég man
þegar við horfðum saman á
gamlar James Bond-myndir þeg-
ar ég var í pössun hjá þér og svo
montaði ég mig við vini mína
hvað ég ætti nú flotta ömmu. Og
þegar ég var lasinn komst þú
stundum heim og gafst mér
sítrónute með hunangi og eitt-
hvert nammi til að láta mér líða
betur. Þú varst alltaf hress og
skemmtileg og mjög góð við mig
og þannig mun ég alltaf minnast
þín.
Kristinn.
Elsku amma mín. Ekki grun-
aði mig þegar ég kvaddi þig í
símann hinn 29. febrúar að ég
væri að kveðja þig í hinsta sinn.
Þú varst á leiðinni í aðgerðina og
ég ætlaði að heyra í þér aftur
eftir tvo daga. Þú varst svo ein-
staklega hress miðað við aldur
að það var ekki til í mínum huga
að eitthvað gæti farið öðruvísi en
svo að þú færir létt með þessa
svæfingu. Sporin voru þung þeg-
ar ég kom í Ljósheimana vitandi
að þú værir ekki þar að taka á
móti mér en mikið var samt gott
að koma þangað, eins og alltaf.
Ég á svo mikið af fallegum og
góðum minningum um þig, þú
varst svo einstaklega góð kona
og alltaf var stutt í hláturinn. Ég
hugga mig við það að þú ert á
góðum stað og ég veit að afi,
mamma og pabbi standa fremst í
fríðum flokki fólks og taka á
móti þér.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Hvíl í friði elsku amma „í
ljós“.
Agnes Björg.
Að kveðja hana ömmu mína
eða ömmu „í Ljós“ eins og við
barnabörnin og barnabarnabörn-
in höfum alltaf kallað hana er
nokkuð sem ég sá ekki fyrir mér
núna. En því miður er er sú
stund komin og hafa margar
minningar rúllað í gegnum hug-
ann síðustu vikur á meðan þú
varst á spítalanum. Þótt flestar
séu þær góðar þá er dagurinn
sem við jarðsettum mömmu
minnisstæður (Öggu Möggu).
Við vorum í kirkjugarðinum og
þú sagðir við mig að það væri
svo rangt að þú skyldir lifa hana
og skil ég það vel enda er það
nokkuð sem enginn ætti að
ganga í gegnum.
Ein af mínum fyrstu minning-
um er úr Ljósheimunum. Ég var
að læra að labba og labbaði á
milli stólanna sem þið mamma
sátuð í, ég er ekki frá því að ég
hafi átt mín fyrstu skref þar. Þú
varst alltaf svo góð saumakona
og gat pabbi endalaust haldið
þér við efnið þar sem buxurnar
hans voru alltaf að hlaupa í
þvotti eða hreinsun eins og pabbi
hélt alltaf fram, alveg merkilegt
hvað þú gast endalaust verið að
koma með buxur fyrir þann
gamla og aldrei heyrði ég þig
kvarta yfir því, ég held hreinlega
að þér hafi bara fundist það
skemmtilegt. Það eru nú ekki
nema þrjú ár síðan þú varst
heima í áramótapartíinu í svak-
astuði og varst sko aldeilis ekki á
leiðinni heim þegar Laulau ætl-
aði að láta keyra þig. Ég vona að
ég verði jafnhress og þú þegar
ég verð orðinn afi og mér boðið í
nýárspartíin hjá barnabörnun-
um. Eftir að mamma dó vantaði
stundum pössun og þótt þú vær-
ir komin á níræðisaldur var það
nú ekkert vandamál og voru þau
Bergþór og Karen nokkrum
sinnum hjá þér. Svo er Køben-
ferðin okkar ofarlega í minning-
unni, mamma var sextug og þú
áttræð; afmælisboðið á Det lille
apotek, tívolíið og Kakadu svo
eitthvað sé nefnt. Að maður eigi
ekki eftir að rúlla við í Ljósheim-
unum né hafa þig á jólum og ára-
mótum verður skrítið en lífið
hefur sinn gang og treysti ég á
það að nú séu miklir fagnaðar-
fundir hinum megin við hæðina
þar sem mamma, pabbi, Lauga,
Tóta og afi eru mætt til að taka á
móti þér. Mikið er ég þakklátur
fyrir að eiga þessar minningar
um þig amma og vil ég þakka
þér allar góðu stundirnar.
Þinn dóttursonur,
Örnólfur Kr. Bergþórsson.
Fallin er frá kær félagskona
okkar í kvennadeild Rauðakross-
ins, Margrét Kristinsdóttir, eða
Maggý eins og hún var kölluð
meðal okkar félaga, en kvenna-
deildin kom saman á miðviku-
dögum í „föndri“ til fjáröflunar.
Maggý var þar traustur
starfskraftur og er hennar sárt
saknað úr hópi okkar.
Maggý sótti fundi okkar iðu-
lega og var alltaf boðin og búin
að veita aukahjálp við öll störf
sem upp komu hjá okkur innan
deildarinnar.
Við söknum hennar og send-
um ástvinum hennar öllum sam-
úðarkveðjur og þökkum fyrir
frábærar samverustundir í ára-
raðir.
Dóra Bergþórsdóttir.
Margrét Auður
Agnes Kristinsdóttir
Elskulega tengdamóðir mín,
nú hefur kvatt þennan heim.Ég
varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
kynnast henni Jónínu dóttur
þinni fyrir 25 árum, sem síðar
varð eiginkona mín. Þú varst
amma þriggja barna okkar. Ég
varð svo heppin að kynnast þér
betur eftir að þú fluttir á Vallar-
götuna og síðan á Kirkjuveginn.
Þar leit ég oft við hjá þér til þess
að athuga hvort ekki væri allt í
lagi meira af skyldurækni fyrst
um sinn. Það breyttist fljótt í
Annie
Sigurðardóttir
✝ Annie Sigurð-ardóttir fædd-
ist á Hellissandi 20.
janúar 1944. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Garðvangi 31. mars
2012.
Annie var jarð-
sungin frá Kefla-
víkurkirkju 11.
apríl 2012.
gagnkvæman vin-
skap og væntum-
þykju. Þannig hefur
það verið alla tíð síð-
an. Ég á eftir að
sakna þess að þú
hringir í mig og biðj-
ir mig um að aðstoða
þig við einhver er-
indi sem geta engan
veginn beðið. Eins
og þegar sjónvarpið
fór úr sambandi eða
þurfti að stilla það. Þú dvaldir síð-
ustu mánuði á Garðvangi við frá-
bæra umönnun starfsfólks þar.
Lífshlaupið var ekki alltaf dans á
rósum en nú síðustu mánuðina
náðir þú virkilega að njóta lífsins.
Fjölskyldan þín var þér allt og við
munum sakna þín.
Ég veit að þú ert á friðsælum
stað núna. Hafðu þökk fyrir alla
vináttuna og kærleikann sem þú
gafst mér.
Skarphéðinn
Skarphéðinn Njálsson
Hann Atli minn er farinn inn
í Sumarlandið, þar er tíminn af-
stæður og engar þjáningar.
Hann ólst upp við mikið frjáls-
ræði við Elliðárnar í Reykjavík.
Húsið þeirra, Heimahvammur,
var á árbakkanum, þar var því
fljótlegt að baða sig í ánni,
veiða og ærslast. Hann var
fimmti í röð níu systkina og
voru þau samrýnd og á líkum
aldri.
Atli var uppátækjasamur,
kátur strákur og hafði mikið
hugmyndaflug. Hann var mjög
fallegt barn með ljósa lokka
sem móðir hans tímdi ekki að
klippa. Í Heimahvammi voru
ræktaðar kartöflur og græn-
meti og einnig voru hafðar þar
dúfur og hænsn og ekki má
gleyma hvítu músunum sem
Atli og Pétur bróðir hans áttu,
frænku sinni til mikillar skelf-
ingar.
Þegar Atli var um fermingu
lést faðir hans og þá tók alvara
lífsins við, móðir hans hafði
eignast yngsta barnið um það
leyti og hafði komið hart niður
við fæðingu. Þröngt var í búi.
Eldri börnin fóru í vinnu og
reyndu að hjálpa til við heimilið
og Atli hætti í skóla og fékk
vinnu sem sendill og lét móður
sína fá öll launin sín en hélt þó
eftir fyrir fargjöldum í strætó.
Atli Hraunfjörð
✝ Atli Hraun-fjörð fæddist í
Reykjavík 5. júlí
1941. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð 28.
mars 2012.
Jarðarför Atla
fór fram frá Digra-
neskirkju 4. apríl
2012.
Hann fór seinna í
Iðnskólann og
lærði málaraiðn og
þótti vandvirkur og
var vinsæll meðal
fólks.
Atli kynntist
Siggu þegar hún
var 17 ára og giftu
þau sig ári seinna.
Þau eignuðust þrjú
börn og bjuggu
nokkur ár í Kefla-
vík, þar gekk hann í leikfélagið
og vann við sýningar í bíóhús-
inu og var í stjórn málara-
félagsins í mörg ár, einnig voru
þau hjónin saman í guðspeki-
félaginu. Hann var einnig nýa-
listi. Málaði hann einnig mynd-
ir í frístundum sínum.
Hann var hagmæltur og átti
gott með að skrifa texta, mikill
fjölskyldumaður og alltaf tilbú-
inn til að rétta hjálparhönd fyr-
ir hvern sem þurfti á því að
halda. Hann greindist með
parkinsonsveiki fyrir nærri því
tuttugu árum og stundaði vinnu
eins lengi og hann gat og tók
þátt í daglegu amstri.
Fyrir fimm árum fékk hann
blóðtappa og eftir það var hann
stöðugt að flakka inn og út af
sjúkrastofnunum. Fyrir tveim-
ur árum fékk hann pláss í
Sunnuhlíð, þar fékk hann frá-
bæra hjúkrun og umönnun og
honum fór að líða betur. Sigga
var samt ávallt hans hjálpar-
hella og sinnti honum af alúð
og ástríki. Börnin hans voru
honum einnig góð og voru
tengdabörn og barnabörnin
hans ekkert síðri.
Innilegar þakkir til starfs-
fólks Sunnuhlíðar fyrir frábæra
umönum.
Guðlaug Pétursdóttir
Hraunfjörð.