Morgunblaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012 Einbeittur Ivica Kostelic, einn fremsti skíðamaður í heimi, áritar skíði ungs aðdáanda í Skálafelli í gær en hann er staddur hér á landi til að taka þátt í alþjóðlegu svigmóti á vegum KR-inga. Ómar Miklum fjármunum skal kostað til að ná fram nýliðun í sjávar- útvegi. Nýliðun er, að því er virðist, orðið yf- ir að menn sem ekki hafa fengist við útgerð, en hafa á því mikinn hug að stunda útgerð, „komist að“. Þetta kostar þjóðina að sjálf- sögðu mikla fjármuni; nýliðarnir þurfa að kaupa skip, veið- arfæri og annan útbúnað því að ekki er bara hægt að afhenda nýliðunum fiskiskip þeirra sem nú leggja stund á útgerð – ekki enn. Fyrirstaðan er ekki bara íslenska stjórnarskráin þar sem eignarréttur er enn sem komið er varinn líkt og í lýðfrjálsum ríkjum. Landið þarf líka að segja sig frá Mannréttindasáttmála Evr- ópu þar sem Ísland hefur skuld- bundið sig til að verja eignarréttinn. Þegar ríkisstjórn og Alþingi hafa af- greitt þau mál með sínum hætti þarf að skoða hvernig þessu mikla mannréttindamáli verður veitt brautargengi í öðrum atvinnugrein- um. Nýliðun í áliðnaði Hvernig er hægt að koma við ný- liðun í áliðnaði svo dæmi séu tekin? Rafmagnið er ekki óþrjótandi og til- tölulega fáir og fjársterkir aðilar hafa tækifæri til álframleiðslu. Er þá ekki málið að fækka kerjum sem álverið í Straumsvík hefur um svona 5% á ári og gefa öðrum færi á að setja upp álver? Þarna er hægt að byrja í smáum stíl. Sá dáði maður Maó formaður og forystumaður fyr- ir annarri kommúnistastjórn sá ekki bara fyrir sér málmvinnslu í smáum stíl. Í stóra stökkinu svonefnda hvatti hann til stálbræðslu í ofnum í heimahúsum. Stálið var að vísu ýmist lélegt eða ónýtt, en í sósíal- ismanum taka menn alltaf viljann fyrir verkið. Þegar grannt er skoðað sést að þetta hjá Maó er eiginlega fyrirmynd „strandveið- anna“ þar sem tóm- stundaveiðimenn fá að nýta þjóðarauðlindina frítt, en með mis- jöfnum árangri meðan aðrir borga veiðigjald til að halda uppi velferðinni. Þarf ekki að hafa nýliðun á fleiri sviðum? Hér á Íslandi sem annars staðar eru vörumerki sem svipar til auð- linda; vörumerki skapa sem sé um- framarð. Sá sem hefur umboð fyrir Pfaff-saumvélarnar hefur aðstöðu til að selja vélarnar við öðru verði en nýliðar með óþekkt merki í raf- tækjum og hefur þar markaðs- forskot. Sama á við um önnur þekkt vörumerki, Levi‘s, Benz o.s.frv. Eiga merkin að ganga milli manna? Á ríkið ekki að taka þau og endur- úthluta með vissum fresti? – Allir vita að þar sem ríkið fer með vald er því jafnan beitt af mikilli sann- girni og ráðvendni, ekki satt? Eftir Einar S. Hálfdánarson »Nýliðun er, að því er virðist, orðið yfir að menn sem ekki hafa fengist við útgerð, en hafa á því mikinn hug að stunda útgerð, „komist að“. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er löggiltur endurskoðandi og hæstaréttarlögmaður. Lausnin er nýliðun Umræða ESB-sinna um gjaldmiðilinn hefur verið persónugerð. Þannig mætti ætla að íslenska krónan sé orð- in eins konar lögper- sóna. Að mati ESB- sinna er hún sökudólg- urinn. Henni ber að fórna. Hún þýðir að al- menningur þarf að borða dýran mat og greiða mun hærri afborganir og vexti af lánum sínum. Kaupmátt- arrýrnun á Íslandi er krónunni að kenna. Þá væri öldin önnur ef við byggj- um við evru. Þá væri matur ódýr, húsnæðislánin léttbær og kaup- máttur óbreyttur frá því fyrir kreppu. Þetta er grunnstef í mál- flutningi Jóhönnu Sigurðardóttur og samtakanna Já-Ísland. Nýlega var gerður samanburður á verðlagi matvæla á Íslandi og innan evrusvæðisins og birt í heilsíðuaug- lýsingu, sem Já-Ísland kostar. Könnunin leiddi í ljós að á meðan verðlag hafði hækkað á fjórða tug prósenta á Íslandi á nokkrum árum, hafði verðlag matvæla á evrusvæð- inu aðeins vaxið um 5,2%. Þarf frek- ar vitnanna við? Þegar þjóðir verða fyrir efnahags- legu áfalli leiðir það til minnkandi kaupmáttar. Má þá einu gilda hvort gjaldmiðillinn heitir króna eða evra, eða hver er uppruni erfiðleikanna. Þegar síldin brást á Íslandsmiðum 1967-1968, hrundi kaupmátturinn. Sú staðreynd var leidd inn í veru- leika íslensks efnahagslífs með mik- illi gengisfellingu. Kaupmátt- arskerðingin gekk yfir allt samfélagið. Hremmingar Íslendinga í kjölfar lánsfjárkreppunnar 2008 leiddu einnig til mikils sam- dráttar kaupmáttar. Hann kom fram í verð- falli krónunnar. Þar með urðu verðtryggð lán þungbærari og inn- fluttar vörur dýrari. Innlendar vörur urðu hins vegar hlutfallslega ódýrari og útflutningur efldist. Evrulandið Grikk- land stóð frammi fyrir gríðarlegu efnahags- hruni í kjölfar láns- fjárkreppunnar. Þar í landi höfðu ríkiskuldir hrannast upp. Þegar landið tók upp sameiginlegan gjald- miðil evrusvæðisins og fékk auðveld- an aðgang að lánsfé, steyptu fyr- irtæki og einstaklingar sér í miklar skuldir. Kom það fram í óviðráð- anlegum viðskiptahalla. Ljóst var að Grikkir höfðu lifað lengi um efni fram og kaupmátt- arrýrnun var óumflýjanleg. Ekki var hins vegar unnt, Grikklands vegna, að fella evruna. Hvað var þá til ráða til að rýra raunkaupmátt Grikkja og koma þjóðinni niður á jörðina eftir þá glópsku sem aðild að evrusvæð- inu hafði leitt yfir hana? Það var að sjálfsögðu hið gamalkunna þjóðráð þeirra ríkja, sem ekki ráða yfir sín- um eigin gengismálum. Launin voru lækkuð með tilheyrandi verkföllum og götuóeirðum. Ríkisútgjöld voru lækkuð, sem þýddi minnkandi laun ríkisstarfsmanna eða uppsagnir. Ekki var hægt að bæta stöðu grískra útflutningsfyrirtækja með geng- islækkun. Samkeppnishæfni at- vinnulífsins veiktist. Atvinnuleysi jókst. Er það mikil huggun fyrir þá sem verða að sætta sig við lækkuð laun eða atvinnuleysi að lánin þeirra eru óbreytt í evrum? Það liggur í augum uppi að greiðslubyrði þeirra eykst að sama skapi og launin lækka. Sama gildir um vöruverð. Þeim Grikkjum, sem verða að sætta sig við lækkuð laun eða sagt er upp störfum, er lítill léttir í því að matarkarfan hafi ekki hækkað nema um 5,2% á síðustu ár- um. Auglýsing Já-Ísland byggist á því að greina frá hluta raunveruleikans, en þegja þunnu hljóði um það sem máli skiptir. Áróðursherferðin bygg- ist á hálfsannleika. Það er umhugs- unarvert, að ESB-sinnar skuli telja sig knúna til að grípa til svo aug- ljósra blekkinga. Málstaður þeirra, hversu afleitur sem hann er, á ekki slíkt skilið „Ef við hefðum haft evru“ væri munurinn sá, að hér hefði þurft að fara í aðgerðir til að færa niður laun. Aukið atvinnuleysi hefði orsakast af því að samkeppnisstaða gjaldeyr- isskapandi greina hefði ekki batnað við gengisfall. Lækkuð laun hefðu leitt til þess að greiðslubyrði hús- næðislána hefðu vegið þyngra sem lækkun launa nemur. Aukið atvinnu- leysi hefði ekki bætt stöðuna. Og matarkarfan, þótt verðlag í evrum hefði ekki vaxið nema um 5,2%, hefði að sjálfsögðu orðið þjóðinni þeim mun þyngri vegna launalækkana og aukins atvinnuleysis. Jóhanna Sigurðardóttir talar illa um krónuna. Hún er einn af fáum ræðurum, sem getur talað illa um árina, án þess að það hái skriði skipsins. Það er vegna þess að hún hefur lagt árar í bát. Og mænir til framandi stranda. Eftir Tómas Inga Olrich » Þegar þjóðir verða fyrir efnahagslegu áfalli leiðir það til minnkandi kaupmáttar. Tómas Ingi Olrich Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Krónunni kennir illur ræðari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.