Morgunblaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012 Laugardalslaug verður opnuð að nýju í dag, sumardaginn fyrsta, eft- ir þriggja daga lokun vegna fram- kvæmda. Tíminn síðustu daga var nýttur vel við að koma fyrir nýjum leiktækjum, mála potta, tengja nuddpott, koma fyrir nýju öryggis- handriði, fjarlægja burðarvirki undan nýrri göngubrú, auk þess sem yfirbreiðslur yfir fram- kvæmdasvæði hafa flestar hverjar verið fjarlægðar, en tjaldað var yfir vinnusvæði í vetur til að hægt væri að vinna að endurbótum við laug- ina. Það kennir margra þrauta í leiktækjunum sem borgarbörnin geta notið í Laugardalslaug á sum- ardaginn fyrsta og má þar nefna ,,jakahlaupabraut“ („wipe-out- braut“) og Slöngubraut fyrir yngstu gestina. Einnig hefur verið komið fyrir skvettiskálum og nýj- um körfum við barnalaugina. Laug- ardalslaug verður opin á sum- ardaginn fyrsta frá kl. 8 - 22 og er það sami tími og opið er um helgar. Morgunblaðið/Ernir Ný leiktæki í notkun í Laugardalslaug Alþjóðamálastofnun og Rannsókn- arsetur um smáríki efna til fundar föstudaginn 20. apríl kl. 12 í Lög- bergi 101 í Háskóla Íslands. Þar mun Maximillian Conrad, lektor við stjórnmálafræðideild Há- skóla Íslands, ræða um mögu- leikana á að þverþjóðlegur um- ræðuvettvangur skapist meðal almennings innan ESB-ríkja. „Skortur á þess konar umræðu- vettvangi veikir lýðræði innan ESB að mati sumra, sem megi svo aftur rekja til skorts á sameiginlegum evrópskum fjölmiðlum og sameig- inlegri evrópskri sjálfsmynd,“ segir í tilkynningu frá fundarboðendum. Þverþjóðlegur umræðuvettvangur Í dag, fimmtudaginn 19. apríl, er 100 ára afmæli Verkfræðingafélags Íslands. Þessum tímamótum verður fagnað með afmælishátíð í Hörpu, Silfurbergi, kl. 16-18. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og ráðherrar munu af- henda Aldarviðurkenningar Verk- fræðingafélags Íslands á samkom- unni. Um er að ræða viður- kenningar til hópa eða einstaklinga sem sýnt hafa framúrskarandi ár- angur við tæknilegar uppfinningar og/eða framlag til nýsköpunar sem byggist á raunvísindum og tækni og hefur haft þjóðhagslegt eða al- þjóðlegt mikilvægi. Afmælishátíð í dag STUTT Föstudagurinn 20. apríl - Oddi (O-101) Fundarstjóri er Ágúst Einarsson, prófessor við Háskólann á Bifröst. kl. 13:00-14:00 Edmund Phelps (Columbia University) og Gylfi Zoega (Háskóli Íslands) - Corporatism and Job Satisfaction Laugardagurinn 21. apríl – Aðalbygging, Hátíðasalur Fundarstjóri er Ágúst Einarsson, prófessor við Háskólann á Bifröst. kl. 13:00-13:15 Ávarp - herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. kl. 13:15-15:15 John Drobak (Washington University) - Thrainn and the Problem of Knowledge: The Effectiveness of Conveying Information in the Electoral and Regulatory Markets Shanker Satyanath (New York University) - Do Superpower Interventions Have Short and Long Term Consequences for Democracy? Stefan Voigt (Hamburg University) - From Cheap Talk to Economic Growth: On the Relationship between Property Rights and Judicial Independence Lee Alston (University of Colorado-Boulder) - Changing Social Contracts: Beliefs and Dissipative Inclusion in Brazil kl. 15:15-15:30 Kaffihlé kl. 15:30-17:00 James Robinson (Harvard University) - Political Centralization in Pre-Colonial Africa Carl Hampus Lyttkens (Lund University) - Surprising Institutions Sonja Opper (Lund University) - The Institutional Basis of Leadership Recruitment in China: Factions versus Performance kl. 17:00-17:30 Lokaávarp - Þráinn Eggertsson Allir velkomnir og aðgangur ókeypis Economic Behavior and Institutions Revisited Ráðstefna til heiðurs Þráni Eggertssyni 20.- 21. apríl 2012 Hagfræðideild og Viðskiptafræðideild FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Sumardaginn fyrsta 19. apríl mun Hestamannafélagið Fákur bjóða til opins dags frá kl. 13:00 - 16:00 á félagssvæði Fáks. Borgarbúar er hvattir til að mæta og njóta dagsins með okkur. Reiðskóli Reykjavíkur og Reiðskólinn Faxabólmunu bjóða börnum á hestbak og kynna starfsemi sína. Heppnir krakkar geta unnið frítt reiðnámskeið í sumarmeð þátttöku í léttum leik. Hesthús á svæðinu eru opin fyrir gestum og gangandi. Firmakeppni Fáks hefst klukkan 14.00. Keppt verður í öllumflokkum frá börnumupp í atvinnumenn. Í Félagsheimili Fáks verður boðið upp á frítt afmæliskaffi ásamtmeðlæti. Opinn dagur hjá Fáki Sumardaginn fyrsta Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það er verið að gjaldfella Hamra- hverfið með því að taka unglinga- deildina í Hamraskóla út. Við höfum strax upplifað það í fasteignavið- skiptum í hverfinu að fólk horfir til þess að hér er ekki lengur fyrirhug- að að bjóða upp á heildstæðan skóla og tekur því ákvörðun um að kaupa sér eignir annars staðar,“ segir Egg- ert Teitsson, einn forvígismanna hóps foreldra í Hamraskóla í Graf- arvogi sem mótmælt hafa harðlega fyrirhugaðri sameiningu unglinga- deildarinnar þar og í Foldaskóla. Hafa mótmælt frá upphafi Borgarstjórn samþykkti samein- inguna í fyrra og urðu þau tíðindi í málinu í gær að hún samþykkti jafn- framt að flytja Hamrasetur yfir í Foldaskóla. Mikill meirihluti for- eldra hefur mótmælt sameiningunni frá upphafi og tóku mótmælin á sig skipulega mynd um áramótin. Sameiningin á að taka gildi í haust en með henni verður til stór ung- lingadeild sem Húsaskóli leggur einnig nemendur til. Grafarvogur er bæði stórt og mannmargt hverfi og segir Eggert, sem á barn sem er að ljúka 7. bekk í Hamraskóla, engan vafa á að mikið óhagræði verði að sameiningunni. Strætóferðir ekki í boði „Það eru um 2 km á milli Hamra- skóla og Foldaskóla. Það segir sig sjálft að þegar vetur verða eins og í fyrra þurfum við að skutla ungling- unum í skólann. Það þarf til dæmis að fara um hinn fjölfarna Fjallkonu- veg. Strætó er ekki valkostur þar sem hann hætti að ganga um Hamrahverfið árið 2007. Þrátt fyrir það hafa borgaryfirvöld ekki léð máls á skólabíl eða öðrum leiðum til að ferja nemendur.“ Spurður hvort ekki beri að horfa til mögulegs sparnaðar af samein- ingunni svarar Eggert því til að hann efist um að hún spari fé. „Við lögðum fram fyrirspurn um málið og fengum þær upplýsingar frá borg- aryfirvöldum að áætlað væri að 80 milljónir spöruðust með sameiningu unglingadeilda Húsaskóla, Folda- skóla og Hamraskóla, 14 milljónir á þessu ári og meira síðar. Til sam- anburðar er það talið munu kosta 25 milljónir á ári að bæta strætisvagna- samgöngur. Svo þarf að gera breytingar í Foldaskóla vegna flutnings Hamra- seturs, deildar fyrir einhverfa í Hamraskóla, og kosta þær ekki und- ir 10 milljónum króna. Við þetta bætist kostnaður fyrir foreldra vegna aukins aksturs á börnunum til og frá skóla. Sameiningin felur því í sér aukin útgjöld, ef eitthvað er.“ Varðar viðkvæman hóp Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frí- stundaráði, segir flutninginn koma niður á einhverfum nemendum. „Fyrst og síðast snýst þetta um mjög viðkvæman hóp sem er ekki aðeins að flytjast í annað húsnæði heldur verður hluti af miklu stærri heild. Þessi hópur þarf að aðlagast nýjum kennurum, nýjum nemenda- hópi og nýjum kringumstæðum. Það er stór biti fyrir viðkvæman hóp eins og sérdeildina fyrir einhverfa í Hamraskóla,“ segir Marta. Hvorki náðist í Oddnýju Sturlu- dóttur, formann menntaráðs, né Jón Gnarr borgarstjóra vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Draga í efa að sameining unglingadeilda spari fé  Foreldrar í Hamrahverfi í Grafarvogi eru uggandi Morgunblaðið/Golli Hitamál Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkur, á fundi í vor með foreldrum í Húsaskóla. Unglingadeildin þar flyst yfir í Foldaskóla. Marta Guðjónsdóttir Eggert Teitsson Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í einbýlis- húsi sl. þriðjudag. Við húsleit var lagt hald á um 35 kannabisplöntur og tæplega 700 grömm af þurrk- uðum kannabisefnum. Mæðgin voru handtekin en við yfirheyrslu hjá lögreglu játaði sonurinn, sem er á þrítugsaldri, aðild sína að mál- inu. Lögreglan hafði fengið upplýs- ingar um marijúanalykt í ónefndu hverfi. Eftir að búið var að þrengja hringinn var bankað upp á í áður- nefndu húsi. Þar urðu fyrir svörum íbúar sem voru sakleysið uppmálað og könnuðust hreint ekkert við neina kannabisræktun, skv. upplýs- ingum lögreglu. Var augljóst á lát- bragði þeirra að eitthvað gruggugt var á seyði. Sonurinn á heimilinu hafði læst sig inni í þeim hluta hússins sem kannabisræktunina var að finna en hann reyndi síðan að komast undan á hlaupum. Hann var handtekinn en svo fór að móðir hans fylgdi með á lögreglustöðina. Hún var allt annað en sátt við af- skipti lögreglunnar, var mjög æst á vettvangi og sýndi mikinn mótþróa. Hún var einnig færð í handjárn og flutt á lögreglustöð til yfirheyrslu. Mæðgin handtekin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.