Morgunblaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 31
hljómsveit og undir miklum áhrifum
af David Bowie. Baraflokkurinn sendi
frá sér þrjár hljómplötur, Baraflokk-
urinn, 1981, Lizt, 1982 og Gas, 1983 en
síðar kom út safnplatan Zahír, árið
2000.
Alvöru göngugarpar
Þór starfaði á tímabili fyrir höf-
undaréttarsamtök starfsmanna á
Stöð 2 en hefur að öðru leyti forðast
skipulögð trúnaðarstörf.
Hann hefur samt ýmis áhugamál
sem vert er að geta um. Ber þar fyrst
að nefna tónlistina en þar eru Bítl-
arnir og Bowie í hávegum hafðir. Þá
sækja þau hjónin mikið til Ítalíu til
þess að njóta þar matar, tónlistar,
menningar og landsins.
Þá eru þau í göngugarpahópnum
Ussarar sem fer í sex til sjö daga al-
vöru gönguferðir um íslenskar
óbyggðir einu sinni á ári. Afmæl-
isbarnið er einnig mikill en hógvær
fluguveiðimaður og loks er svo Þór
eldheitur Þórsari en það er nú bara
vegna nafnsins.
Fjölskylda
Eiginkona Þórs er Halldóra Jak-
obsdóttir, f. 25.1. 1960, verkefnastjóri
hjá KPMG en þau áttu 30 ára brúð-
kaupsafmæli þann 20.2. s.l.. For-
eldrar Halldóru voru Jakob Bjarna-
son, múrarameistari frá Ögurnesi í
Ísafjarðardjúpi, og Soffía Bjarnadótt-
ir verslunarmaður, en þau eru bæði
látin.
Fóstursonur Þórs er Ómar Daði
Kristjánsson, f. 26.10. 1976, klippari á
Stöð 2, en kona hans er Hildur Gunn-
laugsdóttir arkitekt og er dóttir
þeirra Soffía Dóra, f. 2011.
Börn Þórs og Halldóru eru Þórey
Þórsdóttir, f. 16.8. 1992, sem er að
ljúka stúdentsprófum frá MR í vor,
og Almar Snær Þórsson, f. 1.6. 2007.
Systkini Þórs eru Ófeigur Freys-
son, f. 26.9. 1958, verkfræðingur í
Reykjavík; Jón Arnar Freysson, f.
27.9. 1964, tölvunarfræðingur við Kat-
rupflugvöll í Kaupmannahöfn; Auður
Hörn Freysdóttir, f. 7.11. 1966, lög-
fræðingur, búsett á Akureyri; Heimir
Freysson, f. 14.12. 1967, kennari á
Akureyri; Gerður Rán Freysdóttir, f.
10.5. 1972, hjúkrunarfræðingur í
Reykjavík; Freydís Eir Freysdóttir,
f. 12.1. 1974, grafískur hönnuður, bú-
sett á Englandi; Elínborg Sigríður
Freysdóttir, f. 30.8. 1975, BA í sál-
fræði, búsett á Akureyri.
Foreldrar Þórs eru Freyr Ófeigs-
son, f. 6.7. 1937, fyrrv. dómstjóri á
Akureyri, og Arnheiður Jónsdóttir, f.
29.11. 1937, húsmóðir.
Úr frændgarði Þórs Freyssonar
Sigurður Ólafsson
b. á Bæjum við Djúp
María R. Ólafsdóttir
húsfr. á Bæjum
Stefán Jónsson
b. á Munkaþverá
Þóra Vilhjálmsdóttir
húsfr. á Munkaþverá
Ingibjörg Ketilsdóttir
frá Ísafirði
Bjarni I. Bjarnason
í Flatey
Guðrún J. Guðmundsdóttir
í Flatey
Þór
Freysson
Freyr Ófeigsson
fyrrv. dómstj. á Akureyri
Arnheiður Jónsdóttir
húsmóðir
Sigríður Stefánsdóttir
húsfr. i Borgarhóli
Jón Sigurðsson
b. í Borgarhóli
Elínborg Bjarnadóttir
frá Flatey í Breiðafirði
Ófeigur Pétursson
framkvæmdastj. á Akureyri
Pétur Guðmundsson
b. í Ófeigsfirði
Ljósmynd/Sigurður Þorgeirsson
Baraflokkurinn Hljómsveitin var vinsæl og upp á sitt besta upp úr 1980.
ÍSLENDINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012
NUTRILENK
GOLD
„Fyrir u.þ.b. einu ári
kynntist ég Nutrilenk
Gold og fann égmjög
fljótt fyrir breytingum
og er ég allt önnur í
dag.Verkirnir í bakinu
ogmjöðminni eru sama sem horfnir
og öxlin er öll önnur. Ég er komin í
ræktina og get lyft lóðum sem var
nánast óhugsandi fyrir einu ári.“
Ólína Sverrisdóttir
HEILBRIGÐARA
LÍF ÁN LIÐVERKJA NUTRILENKGOLD inniheldur vatnsmeð-
höndlað brjósk úr fiskbeinum sem er öflugt
byggingarefni fyrir liði og bein.
NUTRILENKGOLD er framleitt á einstakan
hátt svo að líkaminn þinn nýti betur virku
efnin íNUTRILENK svo bestur árangur verði.
NUTRILENKGOLD viðheldur heilbrigði liða
og beina, svo þú getur lifað heilbrigðari lífi
án verkja og eymsla.
FÆST Í APÓTEKUM, HEILSUBÚÐUM OG HEILSUHILLUM STÓRMARKAÐANNA - GENGURVEL.IS
90 ára
Sigríður Jónsdóttir
80 ára
Anna Kristín Aradóttir
Guðríður S. Jónsdóttir
Jónína M. Guðmundsdóttir
75 ára
Jakob Jónatansson
70 ára
Eggert Hauksson
Guðbjörg Ólöf Bjarnadóttir
Hans Sigfússon
Ingibjörg G. Haraldsdóttir
60 ára
Árni Finnbjörn Þórarinsson
Guðni Guðmundsson
Jens Benedikt Baldursson
Jón Karl Friðrik Geirsson
Sigurður H. Jóhannsson
Soffía Magnúsdóttir
Sólveig M. Einarsdóttir
Þorsteinn Haraldsson
50 ára
Birna Björgvinsdóttir
Eiríkur Þór Jónsson
Eva Björg Erlendsdóttir
Hulda Stefánsdóttir
Ligita Deltuviené
Ragna B. Aðalbjörnsdóttir
Þór Freysson
40 ára
Abeer M. Khalil Ghanam
Anna M. Bielinska-
Majewska
Aron Kristinn Jónsson
Bjarni Pálsson
Dóróthea Elísdóttir
Hinrik Haraldsson
Jaroslava Davíðsson
Jóna B. Guðmundsdóttir
Magnús Teitsson
Ragna Pétursdóttir
Róbert Ólafsson
Valgerður Guðrún Johnsen
Þröstur Jónasson
30 ára
Arnar Geir Arnarson
Dagný Rós Jensdóttir
Elín María Guðbjartsdóttir
Eva Ísleifsdóttir
Friðbjörn Þór Jónsson
Grettir Jóhannesson
Jón Guðni Guðmundsson
Magnús Edvardsson
Ragnheiður Sveinþórsdóttir
Sigríður Jóna Ingólfsdóttir
Tryggvi Þórhallsson
Til hamingju með daginn
40 ára Magnús ólst upp
á Akureyri, lærði ensku
og bókmenntafræði við HÍ
og er gæðastjóri hjá þýð-
ingastofunni Skopos.
Kona Brynhildur Björns-
dóttir, f. 1970, fjölmiðla-
kona. Dætur þeirra eru
Valgerður Birna, f. 2006,
og Sigrún Ásta, f. 2008.
Foreldrar: Teitur Jónsson,
f. 1947, forseti tann-
læknadeildar HÍ, og Val-
gerður Magnúsdóttir, f.
1949, sálfræðingur.
Magnús
Teitsson
30 ára Dagný ólst upp í
Reykjavík,lauk BA-prófi í
félagsfræði við HÍ og
stundar MA-nám í mark-
aðsfræði og alþjóða-
viðskiptum.
Dóttir Alexandra Angela,
f. 2002.
Foreldrar Birna Gunn-
laugsdóttir, f. 1960, tann-
tæknir, og Jens Reyn-
isson, f. 1957, einka-
þjálfari. Fósturfaðir: Björn
Jónsson, f. 1961, deildar-
stjóri á LSH.
Dagný Rós
Jensdóttir
Dr. Guðrún P. Helgadóttir,skólastjóri Kvennaskólans,fæddist í Reykjavík 19. apríl
1922 en ólst upp á Vífilsstöðum þar
sem faðir hennar var yfirlæknir. For-
eldar hennar voru Helgi Ingvarsson
og Guðrún Lárusdóttir.
Synir Guðrúnar Helgadóttur: Ólaf-
ur Oddsson sem lést á síðasta ári,
cand. mag. og íslenskukennari við
MR um árabil, og læknarnir Helgi
Jónsson og Jón Jóhannes Jónsson.
Bræður Guðrúnar: Lárus yfirlæknir;
Sigurður, sýslumaður og bæjarfógeti,
og Ingvar, bílainnflytjandi, faðir Júl-
íusar Vífils borgarfulltrúa.
Móðir Helga á Vífilsstöðum var
Júlía, systir Jóns, afa Jóns Helgason-
ar, skálds og prófessors, en Guðrún
Lárusdóttir var systir Páls, föður
Lárusar leikara.
Guðrún lauk stúdentsprófi frá MR
1941, BA-prófi í íslensku og ensku
1949 og varð fyrst íslenskra kvenna
til að ljúka doktorsprófi við háskólann
í Oxford, 1968, þá skólastjóri Kvenna-
skólans og einstæð móðir. Hún var ís-
lenskukennari við
Gagnfræðaskóla Austurbæjar og
við MR, var íslenskukennari við
Kvennaskólann í Reykjavík á árunum
1955-59 og skólastjóri þar 1959-82.
Hún þótti afbragðskennari, hafði alla
tíð mikinn áhuga á kennslu og mennt-
un og var öðrum konum fyrirmynd
um að sækja í sig veðrið og afla sér
menntunar þótt lífið leiki ekki alltaf
við mann.
Guðrún var formaður Bandalags-
kvenna í Reykjavík og heiðursfélagi
þess, ritstjóri 19. júní, sat lengi í
stjórn Hjartaverndar, sat í stjórn
Þjóðvinafélagsins og var félagi í Vís-
indafélagi Íslendinga.
Guðrún valdi, ásamt Valborgu Sig-
urðardóttur, ljóðin í Ljóðabók
barnanna 1953, vann við Sýnisbók ís-
lenskra bókmennta 1953 með Sigurði
Nordal og manni sínum, Jóni Jóhann-
essyni, og samdi ritið Skáldkonur
fyrri alda 1-13. Hún sendi frá sér
ljóðabók, bók um föður sinn, Helga
lækni Ingvarsson, sem og bækurnar
Lárus hómópati og Brautryðjandinn,
Júlíana Jónsdóttir skáldkona.
Guðrún lést 5. júlí árið 2006.
Merkir Íslendingar
Guðrún P.
Helgadóttir
30 ára Sigríður ólst upp á
Akureyri, lauk B.Ed.-prófi
frá HA 2008 og kennir við
Naustaskóla.
Eiginmaður Jóhann
Finnbogason, f. 1978, sjó-
maður. Börn þeirra: Aldís
María, f. 2001, Andri
Snær, f. 2004, og Arna
Lind, f. 2010.
Foreldrar Kristín Kjart-
ansdóttir, f. 1961, skrif-
stofum., og Ingólfur
Hauksson, f. 1960, endur-
skoðandi.
Sigríður Jóna
Ingólfsdóttir
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið
göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal
annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða
öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón