Morgunblaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Úrslitin að hefjast Úrslit Íslandsmótsins í sveita- keppni verða spiluð 19.-22. apríl. Úrslitin verða spiluð í húsnæði Karlakórs Reykjavíkur, Grensás- vegi 13, 4. hæð. Þær 12 sveitir sem verða í úrslitum eru: Garðs Apótek, Reykjavík Jón Ásbjörnsson, Reykjanes Astro, Reykjanes Sölufélag garðyrkjumanna, Reykjavík Lögfræðistofa Íslands, Reykjanes Grant Thornton, Reykjavík Málning hf., Reykjavík LÍFÍS/VÍS, Reykjavík Sparisjóður Siglufjarðar, N-vestra VÍS Reykjavík, Sagaplast, N-eystra Karl Sigurhjartarson, Reykjavík Spilaðar verða 11 umferðir með 16 spilum. Í lokin spila 4 efstu sveitirn- ar á sunnudeginum til úrslita um tit- ilinn, 3 umferðir 16 spil. Mótslok og verðlaunaafhending verða um kl. 17:45. Soffía Daníelsdóttir og Hermann Friðriksson Íslandsmeistarar Soffía Daníelsdóttir og Hermann Friðriksson eru Íslandsmeistarar í paratvímenningi 2012 en 25 pör tóku þátt í mótinu sem fram fór um síð- ustu helgi. Soffía og Hermann enduðu með 58,7 % skor. Í öðru sæti urðu Anna Þóra Jónsdóttir og Guðmund- ur Snorrason með 56,2 skor, í því þriðja María Haraldsdóttir og Sverrir Þórisson með 55,8 % skor og Karl G. Karlsson og Svala Pálsdóttir í fjórða sæti. Ljóst er að stjórn- völd ætla ekki að taka á skuldavanda heim- ilanna og leiðrétta og afnema ólögmæta verð- tryggingu á neyslu- og húsnæðislánum. 110% leiðin hefur aðeins bjargað 650 heimilum og gjörsamlega mis- lukkast eins og aðrar leiðir stjórnvalda til þess að leysa skulda- vanda heimilanna. Enn eru 21.000 heimili í greiðsluvanda, yfir 50 þús- und landsmanna í hættu á félagslegri einangrun og rúmlega helmingur ís- lenskra heimila á í erfiðleikum með að ná endum saman. Umræðan og ábendingar um hag lántakenda um afnám verðtryggingar og leiðrétt- ingu verðtryggðra lána snýst oft upp í það að vera kallað lýðskrum af vinstri sinnuðum blaðamönnum og bloggurum. Alloft fer umræðan út í samanburð við eldri óreiðutíma þeg- ar markaðsvextir voru lögbundnir og fjármagn skammtað af ríkisbönkum og stofnunum. Oft eru tekin dæmi um nafngreinda menn sem hafi hagn- ast óverðskuldað eða verið óverð- skuldað óheppnir af einhverjum ör- aðstæðum og kemur í raun markmið- unum og prinsippunum ekkert við. Hvort einhverjir einstaklingar reistu sér hurðarás um öxl með verð- tryggðu láni eða gengisláni á ekki að ráða ferð um skipulag fjármálamark- aðar. Almenningur plataður Staðreyndin er sú að verðtrygg- ingarafleiðan er miklu stærra nei- kvætt neytendaverndarmál til fram- tíðar heldur en hvernig skilmálum megi ljúga uppá mann við 12 mánaða afborgunarkaup á hillu eða brauðrist eða jafnvel við kaup á líftryggingu. Ólögmæti verðtryggingarinnar gæti fallið í dómsmáli eins og gengistrygg- ingin. Líkurnar á því hafa aukist eftir að bann við sölu á afleiðum til einstaklinga var lögfest. Ef það gerist er ríkið gjaldþrota. Viljum við taka þá áhættu? Reynd- ar er það ekki bara spurningin um verð- tryggingu sem gerir venjulegt íslenskt neyt- endalán svona fáránlegt. Sú aðferð sem byggt hefur verið á að leggja verðbólgu við höfuðstól og spólast upp ár frá ári sem vaxtavextir er svo fá- ránleg að sá sem kokkaði það upp ætti að vera á bak við lás og slá. Það var oft talað um það áður, að verðbólgan hefði eyðilagt ákvarðanir í efnahags- lífinu, gert rangar ákvarðanir að rétt- um fyrir þann sem í hlut átti þótt sam- félagið tapaði. Verðtryggðu jafngreiðslulánin gegna nú svipuðu hlutverki. Fólk er afsiðað varðandi fjárhagslega ábyrgð, því það hefur reynt á eigin skinni að höfuðstóll lána hækkar og hækkar þótt það borgi lán- in. Fólk getur verið fast í misgengi vegna launa sem héldu ekki í við verð- lagsþróun og skildi aldrei útreikn- ingsaðferðina á lánum sínum sem verður aldrei annað en endalaust rugl. Stjórnvöld hafa allt of lengi lokað aug- unum fyrir því að núverandi kerfi fel- ur í sér óásættanlega áhættu fyrir al- menning af atburðum sem hann hefur ekkert yfir að segja. Almenningur hefur verið plataður út í skuldafen sem hann ræður ekkert við. Bankar ánetjast verðbólgu Verðtryggingin slævir forsvars- menn lífeyrissjóða og aðra fjármagns- eigendur þegar þeir eru áskrifendur að verðtryggingu og sama má segja um bankana sem hafa ánetjast eins og lífeyrissjóðirnir af verðtryggðum pappírum. Bankar græða á verð- bólgu vegna verðtryggingarmisvæg- is eigna þeirra og skulda. Eins og málum er háttað græða þeir 1,6 millj- arða á hvert verðbólguprósent. Verð- tryggingarmisvægi stóru viðskipta- bankanna var um áramótin samtals 163 milljarðar. Landsbankinn var með bróðurpartinn af þessu, 129 milljarða eða sem nemur 65% af eigin fé bankans. Misvægi bankans hefur tvöfaldast frá hruni. Landsbankinn var með verbólguhagnað upp á 8,3 milljarða á ársgrundvelli sem er um helmingur af hagnaði bankans 2011. Að öðru óbreyttu hefur bankinn því talsverðan hag af því að verðbólga aukist. Er þetta eðlilegt? Eru bank- arnir ánetjaðir af verðbólgu eins og eiturlyfjaneytandi af heróíni? Er virkilega svo illa komið fyrir okkur, að stjórnvöld í landinu gefa erlendum vogunarsjóðum bessaleyfi til að blóð- mjólka heimili landsmanna? Ég held að svo sé raunin. Langþráð fjármálaöryggi Við megum ekki gleyma því að fólkið í landinu horfir til okkar sem bjóðum okkur fram til stjórnmála- starfa – með von um betri framtíð. Okkar skylda er að rísa undir þeim væntingum, stuðla að betri framtíð, betri lífskjörum og hugsa í lausnum. En ekki leggja stein í götu alls sem til framfara horfir. Efnahagslífið er einn vefur og starfsskilyrði atvinnulífs og lífskjör fólksins eru samofin. Hern- aður stjórnvalda gegn heimilum og atvinnulífi landsins er hernaður gegn lífskjörum þjóðarinnar. Íslenskar fjölskyldur verða að fá sem þeim ber með afnámi verðtryggingar á neyt- endalánum og er það skylda ís- lenskra stjórnmálamanna að koma þessum málum í örugga höfn ekki seinna en strax. Þráhyggjuboxið Eftir Guðmund F. Jónsson » 110% leiðin hefur að- eins bjargað 650 heimilum og gjör- samlega mislukkast eins og aðrar leiðir stjórn- valda til þess að leysa skuldavanda heim- ilanna. Guðmundur F. Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður Hægri grænna, flokks fólksins. Bridsfélag Reykjavíkur Að loknum 2 kvöldum af 4 í vortví- menningnum er staðan þessi. Guðjón Sigurjónsson - Vignir Hauksson 963,2 Rúnar Einarsson - Skúli Skúlason 919,3 Kjartan Ásmundsson - Stefán Jóhannsson 892,4 Eldri borgarar, Hafnarfirði Þriðjudaginn 13. apríl var spilað á 20 borðum hjá FEBH með eftirfar- andi úrslitum í N/S: Ragnar Björnsson – Örn Einarsson 406 Óskar Ólafsson – Magnús Jónsson 369 Friðrik Hermannsson – Helgi Sigurðss. 365 A/V. Birgir Sigurðss. – Jón Svan Sigurðss. 397 Guðm. Péturs. – Auðunn Guðmunds. 384 Tómás Sigurjóns. – Björn Svavarss. 360 Þriðjudaginn 10. apríl var spilað á 18 borðum með eftirfarandi úrslitum í N/S. Júlíus Guðmss. – Óskar Karlsson 385 Ragnar Björnsson – Örn Einarss. 378 Oliver Kristóferss – Magnús Oddss. 362 A/V. Axel Láruss. – Bergur Ingimundars. 404 Ágúst Vilhelmss – Kári Jónsson 385 Tómás Sigurjóns – Björn Svavarss. 372 Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Það eru alltaf þjálfarar þér til aðstoðar … Heilsurækt fyrir konur Sumarkortin komin í sölu 11.900 kr. Gilda til 10. ágúst Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Hringdu og f áðu frían prufutím a Opið 9-18 alla daga nema sunnudaga • Sími 553 1099

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.