Morgunblaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Við hyggjumst gera það sem við getum til að minnka umferðarhrað- ann þarna,“ sagði Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi og formaður um- hverfis- og samgönguráðs Reykja- víkur, um Hringbrautina í Reykja- vík. „Við erum öll með augun á Hringbrautinni þar sem hún sker Vesturbæinn.“ Herdís Storgaard, verkefnisstjóri í slysavörnum barna og íbúi við Hringbraut, sagði í Morgunblaðinu í gær að íbúar við Hringbraut væru í stórhættu vegna hraðaksturs á göt- unni auk þess sem mikið ónæði og mengun væri jafnt nótt sem dag vegna mikils umferðarþunga og um- ferðarhraða. Hún taldi að umferð, ekki síst stórra bíla, um Hringbraut hefði aukist eftir að þrengt var að öðrum umferðaræðum sem þjóna vesturhluta Reykjavíkur. „Við viljum ekki að allur umferð- arþunginn færist yfir á Hring- braut,“ sagði Karl. Hann sagði að rætt hefði verið um að lækka þyrfti hámarkshraða, auka hraðaeftirlit og svo gæti verið að fara þyrfti í fram- kvæmdir eins og að lyfta Hring- brautinni á kafla til að draga úr hraðanum, líkt og gert var framan við tónlistarhúsið Hörpu. Vilja draga úr umferðarþunga Karl vill ekki meina að vesturhluti Reykjavíkur sé að einangrast í sam- göngulegu tilliti t.d. á álagstímum. „Ég bý sjálfur í Vesturbænum og ek þarna um annað slagið, þótt ég sé meira á ferðinni á hjóli,“ sagði Karl. „Mér finnst ég ekki finna fyrir um- ferðarþunga á morgnana eða síð- degis fyrr en ég kem að mislægu gatnamótunum við Hringbraut/- Snorrabraut. Þetta mannvirki, sem átti að leysa gríðarmikinn umferð- arvanda, virðist ekki skila sínu. Ég tel að það séu ekki síður íbúar í Hlíðunum en Vesturbænum sem lenda í vandræðum vegna umferð- arþunga.“ Karl sagði rétt að mikill umferð- arþungi væri bæði af Seltjarnarnesi og hverfunum beggja vegna Hring- brautar. „Við viljum gera okkar til að minnka umferðarþungann og draga úr hraðanum. Hluti af því er að bjóða upp á almenningssamgöngur sem raunhæfan kost. Samningur sem við erum að gera við ríkið mun stuðla að því. Sömuleiðis erum við með hjólreiðaáætlun en í henni felst að leggja hjólreiðastíga sem verða annar valkostur. Svo viljum við beina því til fólks að vera ekki eitt í bíl heldur fara fleiri saman. Með öllu þessu má ætla að það létti aðeins á umferðinni.“ Borgin leitar leiða til að draga úr hraða á Hringbraut Morgunblaðið/Ómar Hringbraut Þung og hröð umferð hefur valdið íbúum ónæði. Unnið er að úrbótum á því, að sögn borgarfulltrúa.  Rætt er m.a. um lækkun hámarkshraða og aukið eftirlit með umferðinni Jón Magnússon, lögmaður Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráð- herra, hefur beð- ið Hæstarétt um áfrýjunarleyfi vegna dóms Hér- aðsdóms Reykja- víkur í máli Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, fyrrverandi forstjóra Baugs, gegn Birni. Er óskað eftir áfrýjunarleyfi sök- um þess að upphæðin nær ekki til- teknu lágmarki. Í byrjun mars sl. dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Björn til að greiða Jóni Ásgeiri 200.000 kr. í miskabætur og 200.000 kr. til að birta forsendur dóms auk þess sem tiltekin ummæli í Rosa- baugi, bók Björns, voru ómerkt. Í 2. prentun bókarinnar leiðrétti Björn umrædd ummæli og bað Jón Ásgeir afsökunar á heimasíðu sinni og í Morgunblaðinu, en Jón Ásgeir taldi það ekki nóg og fór m.a. fram á eina milljón króna í miskabætur. Jón Magnússon segir að Hæsti- réttur hafi sent bréf til lögmanns Jóns Ásgeirs og beðið hann um af- stöðu til málsins, en ætla megi að Hæstiréttur taki ákvörðun um fram- haldið í fyrrihluta maí. Björn biður um áfrýjunarleyfi Björn Bjarnason Reykjavíkurborg er að vinna að því að efla umferðareft- irlit í samvinnu við lögregluna. Búið er að ákveða kaup á tveimur nýjum hraðamyndavélum. Önnur er á leiðinni og hin kemur fljótlega. „Þær verða notaðar þar sem okkur finnst hraðinn vera fram úr hófi,“ sagði Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. „Gott dæmi er t.d. Miklabraut þar sem ekið er á 70-80 km hraða í gegnum íbúðarhverfi.“ Karl sagði kassa fyrir hraðamyndavélar vera víða við umferðaræðar og a.m.k. önnur nýja vélin yrði á flakki á milli kassanna. Tvær nýjar hraðamyndavélar REYKJAVÍKURBORG EFLIR UMFERÐAREFTIRLIT Karl Sigurðsson Í dag kl. 14 fara fram tónleikar í safnaðarheimili Oddasóknar á Hellu. All- ur ágóði af tónleikunum rennur til styrktar menningarsal sóknarinnar, en hann er í húsinu og var tekinn í notkun í fyrra eftir umtalsverða sjálfboða- vinnu við standsetningu hans. Fjölmörg menningarfélög hafa aðstöðu í húsinu og halda þau á hverju vori tónleika þar sem allur ágóði rennur til hússins. Á tónleikunum koma fram Samkór Rangæinga, Leikfélag Rang- æinga, Harmonikufélag Rangæinga, Kvennakórinn Ljósbrá, Kirkjukór Odda- og Þykkvabæjarkirkna, Karlakór Rangæinga og Karlakórinn Þrest- ir úr Hafnarfirði. Miðaverð á tónleikana er 2.000 kr. og er innifalið í miða- verði kaffi og meðlæti að hætti Kvenfélagsins Unnar, sem einnig hefur að- stöðu í húsinu auk félags eldri borgara í Rangárvallasýslu. ipg@mbl.is Tónleikar til styrktar menningarsal á Hellu www.golfkortid.is Einstaklingskort 9.000 kr. Fjölskyldukort 14.000 kr. golfvöllur - eitt kort31Kastalar, rómantík og fjallafegurð eru lýsandi í þessari sumarferð til Tékklands og Austurríkis. Eftir flug til München er haldið til Ceský Krumlov í Tékklandi þar sem farið verður í skoðunarferð um bæinn og höllin skoðuð. Eftir það verður haldið til gullborgarinnar Prag en á leiðinni þangað verður hin glæsilega Hluboká höll skoðuð og siglt á Zvikova vatni. Förum jafnframt í skoðunarferð um Prag og heimsækjum Hradcany-kastala. Frá Prag höldum við til Trebíc en þar er áhugaverðasta gyðingahverfi landsins sem skráð er á heimsminjaskrá UNESCO. Þaðan er haldið áfram til smábæjarins Luhacovice í Morova þar sem stærstu og elstu heilsulindir Morava eru. Frá Luhacovice verður farið aftur í aldir til bæjarins Modrá þar sem er mjög áhugavert byggðar- og fornminjasafn. Skoðum fallega miðaldabæi, förum í vínsmökkun og sláum upp grillveislu. Kveðjum Tékkland og förum til Kitzbühel í Tíról, eins þekktasta vetraríþróttabæjar Austurríkis. Á leiðinni þangað verður stoppað í Dürnstein í Wachau vínhéraðinu, sem er með fallegustu landsvæðum við Dóná árfarveginn í Austurríki. Mikil upplifun er að taka kláf upp á Kitzbüheler Horn sem er í 1998 m hæð. Fararstjóri: Pavel Manásek Verð: 259.400 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu, hálft fæði - þar af sérstök grillveisla á hótelinu í Luhacovice og íslensk fararstjórn. www.baendaferdir.is Sp ör eh f. s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R SUMAR 10 4. - 16. ágúst Kastalar & kling jandi Hálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldar Travel Agency Authorised by Icelandic Tourist Board kristall Kínverski fjár- festirinn Huang Nubo mun taka jörðina Gríms- staði á Fjöllum á leigu til langs tíma gangi áform hans eftir en hann á nú í við- ræðum við ís- lensk stjórnvöld um þessa breyttu skilmála. Þetta kom fram í viðskiptatímaritinu For- bes í gær. Huang vildi kaupa jörðina en fyr- ir þeim kaupum þurfti undanþágu sem innanríkisráðuneytið veitti ekki. Í grein Forbes er haft eftir Þórði H. Hilmarssyni hjá Fjárfest- ingarstofu að málin séu að skýrast og ættu að vera komin á hreint inn- an tveggja mánaða. Fjárfestingarfélag Huangs, Zhongkun Investment Group, hefur hug á að leigja land á Grímsstöðum á Fjöllum og ætlar sér að byggja þar upp ferðaþjónustu. Í viðtali við kínversku sjónvarps- stöðina CNTV er Huang bjartsýnn á að samningar náist. „Þrátt fyrir hindranir höfnuðu íslensk stjórn- völd tilboði okkar ekki alfarið,“ segir Huang. „Við munum líklega ganga frá fjárfestingunni innan tveggja mánaða.“ Huang Nubo að semja um leigu á Grímsstöðum Huang Nubo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.