Morgunblaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Hugmyndir um að taka marga millj- arða eða milljarðatugi út úr sjávar- útveginum í formi veiðigjalds eru í besta falli mjög varhugaverðar og í versta falli stórhættulegar,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi þingmaður Aþýðubandalagsins og nú- verandi sjávarútvegsráðherra, meðal annars á ráðstefnu á Akureyri í byrj- un maí 1997. Í Útveginum, fréttabréfi LÍÚ, frá þessum tíma segir að ræða Steingríms hafi vakið mikla athygli og haft hafi verið á orði að menn hefðu ekki í annan tíma heyrt hugmyndina um veiðigjald skotna í kaf með jafn rökvísum og skeleggum hætti. „Velferð þjóðarinnar á fyrstu árum og áratugum næstu aldar kemur til með að ráðast mikið af því hversu vel sjávarútveginum gengur að byggja sig upp og þróast inn í framtíðina sem matvælastóriðja, sem hátæknivædd og þróuð grein þar sem allt er til stað- ar: vöruþróun, gæðaeftirlit, markaðs- þekking, vel þjálfað, vel menntað, vel launað og þá væntanlega ánægt starfsfólk. Ekkert eitt mál er afdrifa- ríkara fyrir framtíð byggðakeðjunnar hringinn í kringum landið,“ sagði Steingrímur. Röksemdir í tíu liðum Hann færði rök fyrir afstöðu sinni í tíu liðum sem stiklað er á hér á eftir: 1. Álagning veiðigjalds er einhvers konar brúttóskattur eða veltuskattur. Við höfum verið að hverfa frá því að leggja á veltuskatta … Skattstofninn í þessari hugmynd er óskynsamlegur og vitlaus. 2. Skatturinn er óréttlátur m.t.t. til byggðanna í landinu. Þar sem útgerð vegur þungt kæmi þessi nýi skattur harkalega niður, en í öðrum þéttbýlis- kjörnum yrðu menn hans jafnvel ekki varir. Þetta er óréttlátur skattur nema hann renni beint til sveitarfé- laganna aftur, þar sem hann var inn- heimtur … 3. Í ljósi þess að fjölmargar atvinnu- greinar nýta með einum eða öðrum hætti sameignir þjóðarinnar, án þess að því fylgi sérstök skattlagning, er útilokað að leggja þennan skatt á sjávarútveg eingöngu. Í því fælist mikil mismunun milli atvinnugreina. Það er ekki hægt að rökstyðja með sanngirni að nýting af þessu tagi kalli á skattheimtu í sjávarútvegi, einum atvinnugreina. 4. Það virðast margir hafa gleymt því að sjávarútvegurinn skuldar um 100 milljarða króna. Þessar skuldir hafa lítið lækkað undanfarin ár þrátt fyrir sæmilega afkomu í mörgum þáttum greinarinnar. Ástæðan er sú að sjávarútvegurinn hefur þurft að fjár- festa, en á því sviði var hann orðinn mjög sveltur og er nærtækast að líta á aldur flotans í því samhengi. Einnig hefur verið tap á mörgum þáttum sjávarútvegs, s.s. í landvinnslunni. Með veiðigjaldi myndu skuldir greið- ast hægar niður en ella eða jafnvel ekki neitt. 5. Sjávarútvegurinn keppir við ríkis- styrkta grein í nálægum löndum. Sjávarútvegur á Íslandi hefur algera sérstöðu að þessu leyti í Norðurálfu, ásamt e.t.v. Færeyjum. Hann verður að standa algerlega undir sjálfum sér og auk þess lífskjörum heillar þjóðar. Þetta þarf hann að gera í samkeppni við ríkisstyrki í nálægum löndum og að ætla honum auk þess að standa undir sérstöku veiðigjaldi býr grein- inni fantaleg samkeppnisskilyrði, vægast sagt. 6. Sjávarútvegurinn hefur mikla þörf fyrir að geta fjárfest á komandi ár- um … Veiðigjald yrði nánast hreinn frádráttarliður í þessu samhengi, peningarnir hyrfu úr greininni. Eina von landsbyggðarinnar 7. Öflug sjávarútvegsfyrirtæki með góða afkomu til fjárfestinga eru helsta, það jaðrar því miður við að maður verði að segja eina, von lands- byggðarinnar. Þessi liður einn nægir mér til að vera algjörlega andvígur veiðigjaldi. Ég sé ekkert annað, sem hugsanlega getur bjargað byggðinni á fjölmörgum svæðum á landinu, en þá von að sjávarútvegsfyrirtækin efl- ist og geti boðið upp á vel launuð störf og ráðið til sín háskólamenntað fólk og keppt við þá möguleika sem ann- ars staðar er boðið upp á í landinu. Veiðigjald yrði áfall fyrir landsbyggð- ina í margföldum skilningi. 8. Veiðigjald myndi líklega leiða til samþjöppunar og fækkunar eininga; möguleikar smáfyrirtækja og ein- yrkja yrðu minni … Þótt mikilvægt sé að eiga stór og öflug sjávarútvegsfyr- irtæki verðum við líka að eiga smáfyr- irtæki og halda í fjölbreytnina. Þegar einu sinni er komið á gjald þá vill það hækka 9. Sjávarútvegurinn yrði síðri fjárfest- ingakostur með veiðigjaldi. Það yrðu minni líkur á arði og það sem mestu máli skiptir hér eru fælingaráhrifin. Það vita það allir, sem eitthvað vita, að sú hætta vakir í öllum málum af þessu tagi að þegar einu sinni er komið á gjald þá vill það hækka. Ég þekki eng- an skattstofn á byggðu bóli, hvorki á norður- né suðurhveli jarðar, sem ekki hefur haft tilhneigingu til að hækka þegar hann er einu sinni kom- inn á. Auðvitað myndu fjárfestar sjá þetta gjald sem áhættuþátt … 10. Það eru að mínu mati til margar miklu betri leiðir til þess að leysa þau vandamál sem stuðningsmenn veiði- gjalds telja að eigi að leysa með veiði- gjaldi. Því þá að fara út í þessi ósköp? a) Sem dæmi má nefna að ef á að leggja á veiðigjald til þess að ná hagn- aði út úr sjávarútveginum, þá er hægt að skattleggja hagnað fyrirtækjanna með almennum aðferðum … b) Ef menn vilja leggja veiðigjald á, til að undirstrika sameign þjóðarinnar á auðlindinni eða af réttlætisástæðum eins og sagt er, eru til betri aðferðir til þess. Í fyrsta lagi er gjaldtaka til stað- ar og ef gjaldtakan sjálf er ástæðan þá er búið að leysa það … c) Það má gera margar lagfæringar á núverandi kerfi til að mæta þeim sjónarmiðum sem hér liggja að baki … Það er hægt að velta fyrir sér ýmsum hugmyndum um lagfæringar á núver- andi kerfi á rökvísan hátt og án þess að fara út í upphrópanir í trúarbragðastíl. d) Sumir halda því fram að veiði- gjald með uppboðsaðferð myndi gefa nýjum aðilum kost á að koma inn í greinina. Ég er ansi hræddur um að það gæti verkað þveröfugt. Þegar komið væri á veiðigjald í greininni ættu nýir aðilar fyrst erfitt með að komast að. e) Þá hafa menn talað um að veiði- gjald gæti nýst sem sveiflujöfnunar- tæki í hagstjórn. Þetta er úreltur hugsunarháttur … Eitt er alveg ljóst: Það verða ekki til nein ný verðmæti með því að leggja á veiðigjald. Fantaleg samkeppnisskilyrði Ljósmynd/Börkur Kjartansson Tvennir tímar Börkur NK frá Neskaupstað var keyptur tólf ára frá Noregi í vetur, en Þorsteinn GK frá Raufarhöfn er eitt elsta skip flotans, smíðað 1946.  Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra talaði einarðlega gegn veiðigjaldi fyrir 15 árum  Varhugavert, jafnvel stórhættulegt  Áfall fyrir landsbyggðina  Því þá að fara út í þessi ósköp? Ljósmynd/Erlingur Thoroddsen 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012 Lyftarar og staflarar í yfir 600 útgáfum Fáanlegir sérútbúnir fyrir íslenskan fiskiðnað ▪ Handlyftarar með eða án palls. Allt að 5.350 mm lyftihæð og 3.000 kg lyftigetu. ▪ Tínslu- og þrönggangalyftarar með allt að 14.250 mm lyftihæð. ▪ Rafmagns- og dísellyftarar með allt að 9.000 kg lyftigetu. ▪ Hillulyftarar með allt að 12.020 mm lyftihæð. „Afrakstur fiskstofna í hafinu umhverfis landið er háður náttúrulegum takmörkunum eins og við öll þekkjum og rétturinn til að nýta þá takmörkuðu náttúruauðlind er auðvitað hjá þjóðinni. Stjórnvöldum er rétt og skylt að stýra nýtingu þessara auðlinda og grípa til nauðsyn- legra ráðstafana, svo sem að- gangsstýringar eða aðgangstak- markana, leyfisveitingar gegn gjaldi og skattheimtu,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon sjávar- útvegsráðherra meðal annars þegar hann mælti fyrir fiskveiði- stjórnarfrumvörpunum í síðasta mánuði. „Með því er unnt að tryggja al- menningi beina hlutdeild í þeim arði sem auðlindin skilar á hverj- um tíma. Í umgengni um náttúru- auðlindir þjóðarinnar og nýtingu á þeim þarf að gæta þess að þær séu nýttar með sjálfbærum hætti. Í raun er það mikilvægasta ein- staka grundvallarregla þessara mála, enda henni gert hátt undir höfði í markmiðsgrein frumvarps til laga um stjórn fiskveiða,“ sagði ráðherra. Morgunblaðið náði ekki tali af Steingrími við vinnslu þessarar samantektar. Í fyrrakvöld var hann spurður að því á Stöð 2 hvað hefði breyst á þeim 15 árum síðan hann varaði sterklega við veiðigjaldi, eins og rakið er hér að ofan, og sagði þá: „Við erum að tala um allt aðra tegund skattlagningar, annað andlag. Við erum að tala um um- framarðinn sem rentu af auðlind- inni við vissar aðstæður og við erum að tala um sjávarútveginn á öðrum tíma og í allt öðrum að- stæðum tíma en þarna var. Hann var þá að koma út úr löngu erf- iðleikatímabili og það hafði þurft að endurfjármagna fyrirtækin í stórum stíl um 1990 og það var alls ekki komin sú staða sem núna er uppi, að mörg fyrirtækin eru orðin mjög stór og breið. Þau eru með veiðiheimildir í mörgum tegundum og það er mikil velta sem myndast við núverandi að- stæður,“ sagði Steingrímur. Almenningi tryggð hlutdeild í arðinum Ráðherra Steingrímur J. Sigfússon hefur boðað hækkun veiðigjalda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.