Morgunblaðið - 24.04.2012, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 4. A P R Í L 2 0 1 2
Stofnað 1913 95. tölublað 100. árgangur
ÓSTÖÐVANDI
SPILAGLEÐI OG
EINSTÖK UPPLIFUN
HLÝR OG ÞÝÐUR HLJÓMUR BYRJI SMÁTT OG
RJÚKI EKKI STRAX Í
ERFIÐAR GÖNGUR
VORSÖNGVAR KARLAKÓRS REYKJAVÍKUR 31
GENGIÐ Á FJÖLL 10TÓNLEIKAR 10CC 32
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra,
var sakfelldur fyrir eitt ákæruatriði af fjórum
fyrir Landsdómi í gær. Áður hafði Landsdóm-
ur vísað tveimur atriðum frá. Meirihluti
Landsdóms, níu dómarar af fimmtán, vildu
sakfella hann fyrir athafnaleysi og fyrir að hafa
ekki tekið upp mál innan ríkisstjórnarinnar í
aðdraganda bankahrunsins. Hann var hins
vegar sýknaður af hinum ákæruliðunum þrem-
ur. Sex dómarar vildu sýkna Geir af öllum lið-
um.
Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að
Geir yrði ekki gerð refsing fyrir þetta brot sitt
og að allur sakarkostnaður í málinu félli á rík-
issjóð.
Stórfellt gáleysi
Í rökstuðningi meirihluta Landsdóms kemur
fram að sú háttsemi Geirs að hirða ekki um að
halda ráðherrafundi um málefni bankanna hafi
orðið til þess að formregla hafi verið brotin og
stuðlað að því að ekki var mótuð pólitísk stefna
á vettvangi ríkisstjórnarinnar til að takast á við
vandann sem Geir hefði átt að vera ljós. Hefði
slík stefna verið mótuð og henni framfylgt
megi leiða að því rök að hægt hefði verið að
draga úr tjóni sem hlaust af falli bankanna.
Því var Geir sakfelldur fyrir að „hafa af stór-
felldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráð-
herrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni …“.
„Algjörlega fáránlegt“
Geir var afar ósáttur við dómsniðurstöðuna
þó að hann segðist vissulega hafa haft stóran
sigur í málinu. Hann væri reiður yfir því að
hafa verið dæmdur fyrir brot sem væri banka-
hruninu óviðkomandi. Hann telur sig finna
pólitískan þef af dómnum.
„Að menn skuli teygja sig svo langt til þess
að með einhverjum hætti draga þann hluta
þingsins sem stóð að þessu máli að landi, þar
finnst mér ansi langt seilst. Og ég viðurkenni
það að ég er reiður yfir því. Ég tel að þetta sé
fáránlegur dómur, algjörlega fáránlegur,“
sagði Geir í samtali við Morgunblaðið eftir að
dómurinn var kveðinn upp í gær.
Hann sagði ennfremur að það gæti verið
þess virði að skoða þann möguleika að skjóta
máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu.
Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari í málinu,
segir að brotið sem hann var sakfelldur fyrir
sé býsna alvarlegt og vísar í rökstuðning
meirihluta dómsins máli sínu til stuðnings.
„Það var sýknað af þeim efnisatriðum sem lagt
var upp með af hálfu þeirra sem ákærðu í mál-
inu. Það eru nokkur ljón á veginum og okkur
var ljóst að það var á brattann að sækja. En
niðurstaðan liggur fyrir; að það hafi ekki verið
nægilega sýnt fram á það sem til þurfti til að
sakfella fyrir þá liði,“ segir hún.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, segir að niðurstaða dómsins sé því
sem næst fullnaðarsigur fyrir Geir. „Mér
finnst standa upp úr að allir dómarar í Lands-
dómi séu sammála um að Geir sé saklaus af öll-
um þeim ákæruliðum sem rætt var um í rann-
sóknarskýrslu Alþingis og voru tilefni þess að
lögð var fram tillaga um ákæru.“ segir Bjarni.
Brynjar Níelsson, formaður Lögmanna-
félags Íslands, segir niðurstöðuna vera graf-
alvarlega og að þingmeirihlutinn sem stóð að
málinu setji niður við hana. „Það er geysilegt
áfall fyrir ákæruvald að reiða hátt til höggs og
vera síðan rassskellt,“ segir hann.
MNiðurstaða Landsdóms »4, 14-17 og 20
Geir ekki gerð refsing
Meirihluti Landsdóms sakfelldi Geir fyrir að halda ekki ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni
Sýknaður af þremur öðrum atriðum Sakfelldur fyrir býsna alvarlegt brot, segir saksóknari Alþingis
Geir segir dóminn fáránlegan Áfall fyrir ákæruvaldið, segir formaður Lögmannafélags Íslands
Morgunblaðið/Kristinn
Sakfelldur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er ósáttur við niðurstöðu Landsdóms en segist þó hafa haft stóran sigur í málinu.
Ágúst Ingi Jónsson
Baldur Arnarson
„Við horfum til þess að höggið sem útgerð-
irnar yrðu fyrir yrði það mikið að farið yrði yf-
ir þau mörk sem stjórnarskráin og Mannrétt-
indasáttmáli Evrópu leyfa gagnvart atvinnu-
réttindum og það myndi skapa ríkinu bóta-
skyldu,“ segir Karl Axelsson, hæstaréttar-
lögmaður og dósent við lagadeild Háskóla
Íslands, um álitsgerð lögmannsstofunnar LEX
um nýju kvótafrumvörpin. Héraðsdóms-
lögmennirnir Ásgerður Ragnarsdóttir og
Hulda Árnadóttir eru með-
höfundar að greinargerð-
inni sem gerð var að ósk
Landssambands íslenskra
útvegsmanna.
Horft til umsagna
Karl segir höfunda álits-
ins m.a. horfa til mats sér-
fróðra aðila um frumvörpin,
þ.m.t. umsagna Daða Más
Kristóferssonar, Landsbankans og Deloitte.
„Ef spár þessara og annarra umsagnaraðila
um mjög neikvæð áhrif frumvarpanna á rekst-
ur margra sjávarútvegsfyrirtækja ganga eftir
er í raun og veru svo hart fram gengið að það
er verið að brjóta atvinnuréttindi. Sumum er
enda gert ómögulegt að stunda atvinnurekstur
áfram, öðrum illmögulegt og enn öðrum erfitt.
Þessi réttindi eru varin af 72. grein stjórnar-
skrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu.“
Færi fyrst til íslenskra dómstóla
Umrædd 72. grein kveður á um vernd
eignarréttarins og hefur verið talin ná til at-
vinnuréttinda, a.m.k. að ákveðnu marki.
„Menn myndu byrja að láta reyna á rétt sinn
fyrir íslenskum dómstólum,“ segir Karl.
Deloitte dregur upp dökka mynd af áhrifum
frumvarpanna í nýrri umsögn. »6
Lögbrot að þvinga útgerðirnar í þrot
Morgunblaðið/RAX
Auðlind Fram hefur komið í fjölda umsagna
að margar útgerðir réðu ekki við veiðigjaldið.
Harðorð umsögn LEX um kvótafrumvörpin
Breytingarnar myndu brjóta atvinnuréttindi
Karl Axelsson