Morgunblaðið - 24.04.2012, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2012
Davíð Þór Viðarsson, fótboltamaður, fyrrum fyrirliði FH og marg-
faldur Íslandsmeistari, býr nú og starfar í Svíþjóð þar sem hann spilar
fyrir fyrstudeildarliðið Öster. Þangað flutti hann fyrir um þremur ár-
um og líkar vel en afmælisdeginum ætlar hann að eyða í faðmi fjöl-
skyldunnar, þ.e. með konu sinni Sigríði Erlu og syni, sem kom í heim-
inn í fyrra. Fjölskyldan og fótboltinn eiga hug hans allan.
„Mestur tími fer í að vinna. Maður er oft á vellinum frá níu á morgn-
ana til fimm á kvöldin og svo kemur maður heim og á góðar stundir
með fjölskyldunni,“ segir Davíð. Vinnan hafi bæði kosti og galla; stutt-
ir vinnudagar þýði meiri tíma með fjölskyldunni en útileikir kalli á
ferðalög og langar, og oft erfiðar, fjarverur, sérstaklega fyrir nýbak-
aðan föður. „Þegar maður sér ekki strákinn í viku finnst manni hann
bara búinn að stækka um metra og breytast mikið,“ útskýrir hann.
Davíð segist stefna á að spila fótbolta svo lengi sem líkaminn leyfi
og það verði vonandi nokkur ár í viðbót. Hann á þó ekki í vanda með
að svara því hvað taki við eftir það. „Ég hef mjög gaman af tölum og
væri alveg til í að starfa sem endurskoðandi,“ segir fótboltakappinn,
sem útskrifaðist úr viðskiptafræði við háskóla hér heima áður en
hann hélt í ríki Svíakonungs. Þó að hann sakni Íslands stendur ekki til
að snúa heim í bráð en eflaust að lokum. „Þegar strákurinn er orðinn
aðeins eldri langar okkur að koma aftur heim, þannig að hann gangi í
íslenskan skóla og sé nálægt fjölskyldu sinni,“ segir Davíð.
Davíð Þór Viðarsson er 28 ára í dag
Saman Fjölskyldan og fótboltinn eru helstu hugðarefni Davíðs.
Með boltann á lofti
og ungbarn heima
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Þ
órður Sverrisson, for-
stjóri Nýherja, fæddist
í Reykjavík en ólst frá
fimm ára aldri upp í
Hafnarfirði. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum
í Hamrahlíð 1972, prófi í við-
skiptafræði frá Háskóla Íslands
1977, stundaði framhaldsnám í
rekstrarhagfræði við Verslunarhá-
skólann í Gautaborg 1998.
Þórður var kennari við Iðnskól-
ann í Hafnafirði 1973-75 og Flens-
borgarskóla 1976-77, var hagfræð-
ingur hjá FÍB 1976-77, fam-
kvæmdastjóri Stjórnunarfélags
Íslands 1978-82, fulltrúi fram-
kvæmdastjóra flutningasviðs hjá
Eimskipafélagi Íslands hf 1982-86,
framkvæmdastjóri sviðsins 1986-
2001 og hefur verið forstjóri Ný-
herja hf frá því í apríl 2001.
Þórður sat í aðalstjórn FH
1979-90, sat í Nordic Management
Board 1979-82, í stjórn Stjórn-
unarfélags Íslands 1985-92 og
stjórnarformaður þar 1987-92, í
stjórn Sambands íslenskrar kaup-
skipaútgerðar 1989-92 og stjórn-
arformaður 1993-95, stjórn-
Þórður Sverrisson í Nýherja 60 ára
Í garðinum heima í Hafnarfirði Þórður og Lilja, ásamt börnunum, tengdabörnum og barnabörnum.
Staðið í stafni á hljóð-
hraða tölvutækninnar
Á skrifstofunni Þórður í vinnunni.
Vestmannaeyjar Tómas Ingi fæddist
2. september kl. 9.05. Hann vó 3.080
g og var 50 cm langur. Foreldrar hans
eru Alexandra Evudóttir og Guðjón
Vídalín Magnússon.
Nýir borgarar
Seyðisfjörður Tristan Leví fæddist
14. september kl. 6.13. Hann vó 4.610
g og var 51 cm langur. Foreldrar hans
eru Harpa Hrund Aðalsteinsdóttir og
Jón Torfi Gunnlaugsson.
85 ára
Valgarð Runólfsson, fyrrverandi skóla-
stjóri í Hveragerði og fararstjóri ferða-
manna, er 85 ára í dag, 24. apríl. Faðir
Valgarðs var Runólfur Kjartansson,
kaupmaður í Parísarbúðinni, fæddur í
Holti á Síðu. Móðir Valgarðs var Lára
Guðmundsdóttir húsmóðir frá Lóma-
tjörn í Eyjafirði. Valgarð er að heiman.
Árnað heilla
Taustir lásasmiðir í yfir 24 ár
Verslun, Laugavegi 168 • www.neyd.is • laugavegur@neyd.is
s: 510 8888 • Opið alla virka daga 8:00-18:00
Einn lykill -
endalausir möguleikar
Við smíðum og þjónustum
lyklakerfi fyrir fyrirtæki og hús-
félög. Hringdu og fáðu ráðgjafa
í heimsókn.
Lyklakerfi
=
Sami lykill að
öllum lásum