Morgunblaðið - 24.04.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.04.2012, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Í dag er margt sem kemur þér á óvart. Láttu áhyggjur ekki ná tökum á þér heldur deildu þeim með öðrum og þá verður allt miklu léttbærara. 20. apríl - 20. maí  Naut Reyndu að stilla gagnrýni þinni á börn og unglinga í hóf í dag. Nýir vendir sópa best. Reyndu að sýna allar þínar bestu hliðar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert svo sannfærandi þessa dag- ana að þú getur jafnvel sannfært fólk um að dagurinn sé nótt. Skrúfaðu frá sjarmanum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er margur leyndardómurinn sem umlykur þig þessa dagana. Heppnin eltir þig. Réttu strax fram sáttahönd. Eru flutningar í kortunum? 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hæfileikar þínir eru miklir. Láttu fólk leggja öll spilin á borðið strax og ræddu svo við það um sanngirni hlutanna. Þú ert ekki ein/n á báti. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú nýtur þess að vera í hópum þar sem samfélagsleg norm halda ekki aftur af þér eða stjórna. Ferskleikinn sem þú berð á borð lífgar upp á alla í kringum þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Samræður um daginn og veginn geta gengið úr hófi. Framandi ævintýri eru svo sannarlega innan seilingar, því ekki að hugsa stórt og byrja að spara og gera áætlanir? 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér finnast samstarfsmenn þínir halda aftur af þér og þig langar til þess að slíta þig lausa/n. Njóttu kvöldsins í góðra vina hópi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú átt ekki að vera í neinum vandræðum með að inna af hendi þau verk- efni, sem þér hafa verið falin, þótt flókin séu. Reyndu að vinna ekki um helgar, það er slít- andi til lengdar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er ekki nóg að láta allt ganga upp í vinnunni ef öll persónuleg málefni eru látin sitja á hakanum. Hægðu á og kláraðu þau áður en þú bætir nýjum við. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það kallar á heilmikið skipulag þegar margt liggur fyrir bæði í starfi og utan þess. Líttu fyrst í eigin barm, kannski talar þú bara ekki nógu afdráttarlaust. Þér finnst þú á toppi tilverunnar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú nýtur þess að rifja upp gamla tíma í dag og virðist heltekin/n af fortíðarróm- antík. Við þurfum öll að taka okkur tíma í að ganga frá lausum endum svona af og til. Pétur Stefánsson var að vígja ný- keypt gasgrill í liðinni viku og sér fram á breyttan lífsstíl: Til að forðast lífsins leiða og losna hér við karp og at, sumrinu ég ætla að eyða úti á svölum, og grilla mat. Ármann Þorgrímsson gat ekki setið á sér og orti: Nú er illa brugðið Bleik brestur þrek við kvennafar. Ætlar sér í eldi og reyk að una næstu vikurnar. Jón Gissurarson getur vel hugsað sér að heimsækja Pétur, þó að þeir hafi aldrei sést: Vísu þinni verð að svara við það léttist dapurt geð, til þín vil ég feginn fara fái ég steik og rauðvín með. Hjálmar Freysteinsson var í öðr- um hugleiðingum vegna heimsókn- ar stórmenna frá Kína: Wen hefur marga veislu setið með velþóknun étur flest. Samt er það Hólsfjalla-hangiketið sem honum þykir best. Kristján Eiríksson segir að nú hafi aldeilis skipt um tón frá fyrri heimsókn stórmenna: Síst þóttu útlagar Wang og Wong velkomnir fyrr á Skerið en núna fréttist að Falun Gong fái að líta sjálft Kerið. Loks fréttist af tilfæringum Pét- urs Stefánssonar við nýja grillið: Úti á svölum óð ég reyk, allur þakinn sóti. Ég var að grilla grísasteik og grænmeti á spjóti. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af gasgrilli, sumri og Hólsfjalla-hangikjöti G æ sa m a m m a og G rí m u r G re tt ir S m áf ó lk H ró lfu r h ræ ð ile g i Fe rd in a nd ROP! ROP!! VIÐ ÞURFUMEKKI ALLTAF AÐ VERAAÐ KEPPA SEGIR SÁ SEM TAPAÐI JÓLA- FRÍIÐ ER NÆSTUM BÚIÐ... OG ÉG ER EKKI EINU SINNI BYRJAÐUR Á RITGERÐINNI UM „GÚLLÍVER Í PUTALANDI”, ÉG ER EKKI EINU SINNI BYRJAÐUR Á BÓKINNI AF HVERJU ER ÉG EKKI BYRJAÐUR? HVAÐ ER AÐ MÉR? HVAÐ ER AÐ MÉR? ÉG VEIT AÐ ÞÉR FINNST ÞAÐ SJÁLFSÖGÐ KURTEISI AÐ FÆRA FÓLKI EITTHVAÐ ÞEGAR MAÐUR KEMUR Í KASTALANN ÞEIRRA Í FYRSTA SKIPTI... EN HVERNIG Á ÉG AÐ KLIFRA UPP KASTALAVEGGINN MEÐ SMÁKÖKUBAKKA Í ANNARI? ÞAU VILJA FÁ AÐ BJÓÐA OKKUR Í MAT... EN HVER ER ÞESSI „BIG MAC”? Einvígi Manchester-liðanna, City ogUnited, um Englandsmeistaratit- ilinn í knattspyrnu opnaðist upp á gátt um helgina. Víkverji var í hópi fjölmargra sem héldu að þeirri keppni væri lokið fyrir tveimur vikum þegar síðarnefnda liðið var komið með átta stiga forskot. Þá lá United óvænt fyr- ir Wigan og um helgina gerði liðið að- eins jafntefli við Everton á heimavelli, fékk á sig tvö mörk á síðustu tíu mín- útum leiksins. Öðruvísi mér áður brá. Á sama tíma hefur City unnið sína leiki og fyrir vikið er sú staða komin upp að þeir heiðbláu þurfa ekki leng- ur að treysta á aðra en sjálfa sig í bar- áttunni um titilinn. Þeir eru nú þrem- ur stigum á eftir grönnum sínum og vinni þeir innbyrðisleikinn á heima- velli næstkomandi mánudag fara þeir í toppsætið á hagstæðari markamun. Sex mörkum munar nú á liðunum og erfitt yrði fyrir United að vinna þann mun upp í tveimur síðustu leikjunum, að því gefnu að bæði lið vinni þá. Sigri City á mánudaginn verður liðið komið í mjög vænlega stöðu til að vinna sinn fyrsta meistaratitil í 44 ár. Að vísu þurfa þeir að sækja fun- heitt lið Newcastle United heim í næstsíðustu umferðinni og á St. James’ Park bókar ekkert aðkomulið sigur fyrirfram. City verður að teljast líklegt til að leggja QPR heima í loka- umferðinni. Tveir síðustu leikir Unit- ed eru gegn Swansea, heima, og Sun- derland, úti. Víkverji bindur sitt trúss hvorki við City né United en mikið hlakkar hann samt til (úrslita)leiksins á mánudag- inn. x x x Talandi um funheitt lið NewcastleUnited þá hlýtur Alan Pardew, knattspyrnustjóri þess, að vera stjóri vetrarins í Englandi, burtséð frá því hvort Newcastle tryggir sér þátt- tökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili eður ei. Ekkert liðanna sem berjast um tvö seinni sætin í Meistaradeildinni er í betra formi um þessar mundir og enda þótt New- castle eigi erfitt leikjaprógramm framundan er liðið mjög líklegt til að landa sætinu. Við því bjóst ekki nokk- ur maður sl. haust. vikverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Á þeim degi skulu leif- arnar af Ísrael og þeir af Jakobs húsi, sem af komast, eigi framar reiða sig á þann sem sló þá, heldur munu þeir með trúfesti reiða sig á Drottin, Hinn heilaga í Ísrael. (Jesaja 10, 20.) Opið virka daga frá 9-18 og lau frá 10-16 Lykilverslun við Laugaveg síðan 1919 Áratuga þekking og reynsla Laugavegi 29 - sími 552 4320 www.brynja.is - brynja@brynja.is SMÁFRÆSARAR FRÁ P.G. MINI ÚRVAL AUKAHLUTA Verð frá 4.940 kr. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.