Morgunblaðið - 24.04.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2012
Lionshreyfingin stendur fyrir nám-
stefnu um offitu barna í Norræna
húsinu í dag. Þar munu tveir læknar,
sálfræðingur og sjúkraþjálfari, fjalla
um hvað sé til ráða til að vinna á vax-
andi offitu á Íslandi.
„Við erum að kynna mikinn vanda
sem er offita í þjóðfélaginu. Hún fer
mjög vaxandi og við erum komin
með kannski upp undir 30% fullorð-
inna sem eru allt of þung. Þetta veld-
ur heilsufarsvandamálum eins og
sykursýki og hefur áhrif á hné og
mjaðmir. Þess vegna vildum við fá
ráðgjöf færustu manna um það hvað
ætti að gera,“ segir Jón Bjarni Þor-
steinsson, læknir og Lionsmaður,
sem er fundarstjóri á námstefnunni í
dag.
Hann segir að offita sé einnig vax-
andi vandamál hjá börnum og sé
komin upp í allt að 20%. Mikilvægt
sé að stemma stigu við þessu.
„Mér finnst að þetta sé að verða
eitt af stærri heilbrigðisvandamálum
í þjóðfélaginu í dag. Ég held að við
þurfum að fara að hugsa alvarlega
um þetta. Þetta er vandamál alls
staðar í hinum vestræna heimi,“ seg-
ir hann.
Námstefnan hefst klukkan 16:30 í
Norræna húsinu og lýkur klukkan
18:15. Hún er öllum opin og aðgang-
ur er ókeypis. kjartan@mbl.is
„Þurfum að hugsa
alvarlega um offitu“
Morgunblaðið/Heiddi
Börn að leik Vaxandi offita á meðal
barna á Íslandi er áhyggjuefni.
Samkvæmt könnun Capacent Gall-
up fyrir Reykjavíkurborg eru
63,3% Reykvíkinga hlynnt því að
hluta Laugavegar verði breytt í
göngugötu í sumar. Um 27% svar-
enda voru alfarið hlynnt sum-
arlokun, 18,1% voru mjög hlynnt og
18,6% frekar hlynnt. Aðeins 20,6%
eru andvíg sumarlokunum, þar af
7,2% alfarið andvíg og 9,7% frekar
andvíg. 16,1% svöruðu hvorki/né.
Flestir hlynntir
lokun Laugavegar
- nýr auglýsingamiðill
Opið virka daga kl. 10 - 18
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is Ríta tískuverslun
Toppar
Litur: rautt, kóngablátt, svart
SANDFOK AF HAGAVATNSSVÆÐINU
Landgræðslufélag Biskupstungna boðar
til fundar í Aratungu 26. apríl nk. kl 15:00
um sandfok af Hagavatnssvæðinu
Dagskrá:
• Sandfok af Hagavatnssvæðinu, upptök og umfang,
Ólafur Arnalds, LBHÍ.
• Uppgræðsla á Hagavatnssvæðinu – raunhæfur kostur?
Garðar Þorfinnsson, Landgræðslu ríkisins.
• Hagavatnssvæðið og ferðamennska,
Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands.
• Kaffi veitingar.
• Viðhorf landeigenda í Úthlíð,
Ólafur Björnsson, frá Úthlíð.
• Viðhorf Bláskógabyggðar,
Helgi Kjartansson, sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð.
• Umræður.
• Samantekt,
Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri.
Fundarstjóri Sveinn Sæland
YÜØ f|zâÜÄtâz
Mjóddin s. 774-7377
Aðhaldsföt
Sundbolir
Undirföt
Sloppar
Tankini
Náttföt
Bikini
Fallegur
galla-
fatnaður
Laugavegi 63 • S: 551 4422
skoðið sýnish
.
á laxdal.is