Morgunblaðið - 24.04.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.04.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2012 STUTTAR FRÉTTIR ● Hugsanlega verður tilkynnt um kaup bandaríska samheitalyfjafyrirtækisins Watson Pharmaceuticals á Actavis í dag, samkvæmt frétt Bloomberg. Kaupverðið er sagt um 4,5 milljarðar evra eða 752 milljarðar króna. Fram kemur að kostnaður Deutsche Bank vegna Actavis verði líklega 400 milljónir evra á fyrsta ársfjórðungi. Á fjórða ársfjórðungi í fyrra afskrifaði Deutche Bank 407 milljónir evra vegna Actavis. Tilkynnt um kaup Wat- son á Actavis í dag? Alls var 78 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu frá 13. apríl til og með 19. apríl. Þar af voru 58 samningar um eignir í fjölbýli, 14 samningar um sérbýli og 6 samning- ar um annars konar eignir en íbúðar- húsnæði. Heildarveltan var 2.099 milljónir króna og meðalupphæð á samning 26,9 milljónir króna. Á sama tíma var 8 kaupsamning- um þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru 3 samningar um eignir í fjölbýli, 4 samningar um sérbýli og 1 samn- ingur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 155 milljónir króna og meðalupphæð á samning 19,4 milljónir króna. Á sama tíma var 4 kaupsamning- um þinglýst á Akureyri. Þar af voru 3 samningar um eignir í fjölbýli og 1 samningur um sérbýli. Heildarvelt- an var 63 milljónir króna og með- alupphæð á samning 15,8 milljónir króna. Á sama tíma var 6 kaupsamning- um þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru 3 samningar um eignir í fjöl- býli og 3 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 103 milljónir króna og meðalupphæð á samning 17,1 milljón króna, samkvæmt frétt Þjóðskrár Íslands. Morgunblaðið/Ómar Þinglýsing 58 kaupsamningum um eignir í fjölbýli var þinglýst á höfuðborg- arsvæðinu og 14 um eignir í sérbýli og 6 samningar um annað húsnæði. Viðskipti fyrir 2,1 milljarð króna  78 kaupsamningar gerðir á viku Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Evrópskir markaðir byrjuðu vikuna illa vegna slæmra frétta úr mörgum áttum. Í Lundúnum lækkaði FTSE vísitalan um 1,89%, CAC í París um 2,80% og DAX í Frankfurt um 3,37%. Þá lækkaði Ibex vísitalan í Madríd um 2,77% og í Mílanó var líka lækkun. Mestu áhrifin virðast vera vegna frétta að Nicolas Sarkozy tapaði fyrir François Hollande í fyrstu umferð frönsku forsetakosningana. Mögu- legur sigur sósíalistans Hollande í seinni umferð kosninganna veldur fjárfestum áhyggjum. Talið er að áætlað samstarf Þýskalands og Frakklands til að taka á skuldavand- anum verði í hættu ef Sarkozy fer frá. Áherslumunur þeirra í efnahagsmál- um er líka töluverður enda hefur Sar- kozy boðað niðurskurð en Hollande talað fyrir auknum útgjöldum og vek- ur það ugg á fjármálamörkuðum. Fall hollensku stjórnarinnar hefur einnig aukið við titringinn á mörkuð- um, en Geert Wilders og flokkur hans, Frelsisflokkurinn, sem hefur stutt minnihlutastjórnina, dró stuðn- ing sinn til baka um helgina. Deilu- málið sem olli falli stjórnarinnar er einmitt áætlaður 16 milljarða evra niðurskurður hjá ríkisstjórninni. Wilders og fleiri hafa sýnt tilskipun- um frá Brussel mikla andstöðu og verið mjög gagnrýnir á hversu mikið af fjármálavandræðum Grikkja lendir á þeirra herðum. Eftir deilurnar um helgina lét forsætisráðherra landsins, Mark Rutte, hafa eftir sér að kosn- ingar væru augljóst næsta skref. Evran fór niður í gær og var að seljast á 1,3146 dollara miðað við 1,3221 dollar á föstudag. Niðurleið evrunnar skýrist einnig af því að svo virðist sem framleiðslan í Þýskalandi verði enn minni en búist var við, en PMI (Purchasing Mana- gers Index) fór niður í þriggja ára lág- mark uppá 46,3 í apríl. Samkvæmt BBC News Business er allt undir 50 ávísun á samdrátt í þýsku framleiðsl- unni. Aftur á móti er PMI fyrir fram- leiðslu í Kína aðeins uppá við en hún fór úr 48,3 í 49,1. Evrópskir markaðir falla vegna frönsku kosninganna  Fall hollensku ríkisstjórnarinnar og sigur sósíalista í Frakklandi hefur áhrif Sigur Í forsetastól Frakklands hefur sósíalisti ekki setið síðan Mitterand var þar. Það gæti breyst en sósíalistinn Hollande vann fyrstu umferðina. Reuters Evrópsk angist » Ótti um að sósíalistinn Hollande vinni frönsku for- setakosningarnar. » Ótti vegna falls hollensku ríkisstjórnarinnar. » Ótti um að framleiðsla Þýskalands sé að dragast saman. » Ótti um að byrðar almenn- ings um alla Evrópu muni bara aukast vegna gríska, spænska og ítalska vandans. » Þessvegna lækkuðu allar helstu vísitölur í Evrópu í gær. Samdráttur mældist á Spáni á fyrsta ársfjórð- ungi, samkvæmt nýrri skýrslu Seðlabanka Spánar. Um tvö ár eru liðin síðan Spánn losnaði úr síðasta samdrátt- arskeiði. Samdráttarskeið er talið hafið ef verg landsframleiðsla dregst sam- an tvo ársfjórðunga í röð. Sam- drátturinn mældist 0,4% á fyrsta ársfjórðungi á Spáni og 0,3% á síð- asta ársfjórðungi ársins 2011. Atvinnuleysi mældist 22,85% í lok árs 2011 og er um 50% meðal ungs fólks. Samkvæmt spá spænskra stjórnvalda verður atvinnuleysi að meðaltali 24,3% í ár. Samdrátt- ur á Spáni á nýjan leik  50% atvinnu- leysi ungs fólks Vísitala byggingarkostnaðar reikn- uð um miðjan apríl hækkaði um 1,4% frá fyrri mánuði. Hækkunin skýrist að mestu leyti af því að flytja þarf jarðveg um lengri veg en áður eftir að jarð- vegslosun fyrir höfuðborgarsvæðið var flutt frá Hólmsheiði í Bolaöldur í mars síðastliðnum. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækk- að um 7,8%. Áhrifa kerfisvillu sem leiðrétt var í maí 2011 gætir ekki lengur í tólf mánaða breytingunni, Þetta kom fram á vef Hagstofu Ís- lands í gær. Flutningar skýra hækkun                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-.,/ ,01.,- +,-.-2 ,,.101 ,+.324 +4./1/ +14.++ +.2223 +35.42 +-2.32 +,-.2/ ,01./2 +,/.0, ,,.1-4 ,,.0,1 +4./3, +14.2 +.2-02 +32.51 +--.5+ ,,4.504- +,-.4/ ,05.,5 +,/.13 ,,.511 ,,.044 +4.45/ +14.43 +.2-2+ +3-.0+ +--.4/ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.