Morgunblaðið - 24.04.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.04.2012, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þ að var grár rigningardagur fyrir ári. Ég var í kapphlaupi við að klára meistararitgerð sem ég átti að skila eftir nokkra daga, nætursvefninn samanstóð orðið af fjórum klukku- tímum, stressið hafði yfirtekið lífshamingjuna og baugarnir náðu niður fyrir kjálka. Ég vakn- aði þennan morgun úrvinda en það mátti ekki gefa eftir á lokasprettinum og stefnan var tekin upp í háskóla enda von á athugasemdum frá leiðbeinandanum á næstu klukkutímum. Með stírur í augum og rúðuþurrkurnar á fullu ákvað ég að koma við á kaffihúsi í Borg- artúni í leiðinni og taka einn góðan kaffi með mér til að bæta fyrir þennan gráa dag. Og þessi eini kaffibolli bætti svo sannarlega daginn. Af- greiðslan á kaffihúsinu var hefðbundin og ég saup á kaffinu mínu undir stýri á leið minni í skólann. Þegar ég hafði lagt bílnum tók ég síðasta sopann úr málinu og rak þá augun í nokkur orð skrifuð á það: „Eigðu góðan dag“ hafði kaffibarþjónninn skrifað á málið með svörtum tússlit og teiknað þennan fína broskarl fyrir aftan. Sjaldan hefur jafn lítið glatt mig jafn mikið. Við það að reka augun í þessu einföldu orð og teikningu fór ég að skellihlæja einsömul í bílnum og brosti svo það sem eftir var dagsins. Ég þurfti svo að eiga góðan dag og þessi litla hugulsemi kaffibarþjónsins varð til þess. Það sem hófst sem grár rigningardagur varð að sólskinsdegi, allt út af því að ókunnug manneskja óskaði mér að eiga góðan dag með broskarli á kaffimáli. Það þarf oft lítið til að breyta gráti í hlátur. Ég held að við mættum oftar hafa það í huga hvað það þarf lítið til að gleðja náungann, gera ómögulegan dag betri. Bjóðum þeim sem við hittum yfir daginn góðan daginn með brosi, höldum hurðinni opinni fyrir þeim í búðinni eða gefum þeim séns í umferðinni með brosi og veifi. Það gleður þá sem á vegi okkar verða en það gleður okkur sjálf jafnvel meira. Á dögum þar sem að fréttir segja af fáu öðru en óhugnaði utan úr heimi og stundum að heiman er yfirleitt fátt annað að gera en að sýna af sér góðvild með von um að gera heiminn aðeins betri. Brosa til náungans sem brosir þá kannski frek- ar til næsta náunga og skapa þannig einn lítinn hring af brosandi fólki. Óskaðu öðrum að þeir eigi góðan dag en ekki reyna að gera daginn þeim erfiðan. Það skilar engu nema óhamingju hjá þér og öðrum. Einar Benediktsson orti: Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast sem aldrei verður tekið til baka. Eigið góðan dag. ingveldur@mbl.is Ingveldur Geirsdóttir Pistill Brosið sem bjargaði deginum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þ ó áform um að auka verð- mætasköpun afurða járnblendiverksmiðj- unnar á Grundartanga og reisa þar stóra kísil- málmverksmiðju séu nánast á byrj- unarstigi, hefur viljayfirlýsing ríkis- ins og kínverska stórfyrirtækisins China National Bluestar aukið veru- lega líkurnar á að uppbyggingin gæti orðið að veruleika. Um yrði að ræða tvær verk- smiðjur. Annars vegar 10.000 tonna sólarkísilverksmiðju og hins vegar 50.000 tonna kísilofn til framleiðslu á kísilmálmi, sem yrði feikilega stór viðbót við núverandi framleiðslu í verksmiðju Elkem á Grundartanga. Raforkuþörfin við stækkun kísil- málmvinnslunnar er áætluð 65 MW og hámarksaflþörf verksmiðju sem annist framhaldsvinnslu á efni til framleiðslu sólarrafhlaðna yrði a.m.k. 100 MW, samkvæmt upplýs- ingum Einars Þorsteinssonar, for- stjóra járnblendiverksmiðjunnar. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að hér gæti verið í uppsiglingu fjár- festing sem svarar til 127 milljarða kr. Áætlað hefur verið að á fram- kvæmdatíma við byggingu sólar- kísilverksmiðjunnar þurfi 500-1.000 manns en verksmiðjan sjálf myndi svo skapa um 350 störf til framtíðar. Kísilmálmvinnslan yrði í raun stækkun á framleiðslugetu núver- andi verksmiðju en kísilinnihaldið yrði aukið verulega eða úr 75% í dag í 99% skv. upplýsingum Einars. „Hitt verkefnið sem er talsvert mikið stærra í sniðum en er komið skemmra á veg er framleiðsla á 99% kísilmálmi, sem síðan er unninn áfram yfir í sólarsílikon. Það hefur ekki verið gert hér á landi. Bæði þessi verkefni eru mjög spennandi,“ segir Einar. Horft til lengri tíma Hann segir að hér sé verið að horfa til lengri tíma. Í augnablikinu séu markaðir ekki góðir fyrir afurð- irnar en menn fylgist spenntir með þróun efnahagsmála í Evrópu og heiminum öllum því framvindan hafi áhrif á svona ákvarðanatöku. BlueStar er aðaleigandi Elkem í Noregi, eiganda Járnblendiverk- smiðjunnar á Grundartanga. Stjórn- endur verksmiðjunnar hafa um skeið haft þessi stækkunaráform á prjónunum og eru framkvæmdirnar sem rætt er um innan starfsleyfis sem Elkem Ísland fékk á árinu 2009, en það tekur til eftirvinnslu á málmi og framleiðslu á sólarkísil. Sam- kvæmt því er félaginu heimilt að framleiða allt að 190.000 tonnum af kísil og kísiljárni og 45.000 tonn af kísilryki. Gildir leyfið til 1. sept- ember 2025. Að sögn Einars hefur engin ákvörðun verið tekin um að ráðast í framkvæmdirnar og engar tíma- setningar liggja fyrir þar að lútandi. „Fyrir okkur sem störfum hér á Grundartanga er mjög ánægjulegt að þetta skuli þó vera komið á þetta stig en ég vil undirstrika að það er enn á frumstigi að tekin verði við- skiptaleg ákvörðun um svona stóra framkvæmd.“ Þrjú önnur stórverkefni í kísil- málmiðnaði hafa verið til skoðunar sem kunnugt er. Kísilmálmverk- smiðja Thorsil ehf. sem lengi hefur verið til skoðunar er 50 þúsund tonna verskmiðja sem þarfnaðist 85 MW raforku. Kísilverið sem stefnt er að í Helguvík á að framleiða 40 þús. tonn af hrákísil (65 MW) og þýska fyrirtækið PCC hefur í undir- búningi mögulega framleiðslu á kísilmálmi á Húsavík. Orkuþörf þess yrði um 100 MW. Verksmiðjurnar tvær þyrftu 165 MW orku Morgunblaðið/RAX Athafnasvæði Mikil uppbygging á sér stað á iðnaðarsvæðinu á Grund- artanga og binda menn vonir við miklar framkvæmdir á næstu árum. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu á árinu 2009 að ný framleiðslulína fyrir sólar- kísil hjá verksmiðju Elkem á Grundartanga kæmi ekki til með að rýra loftgæði í hlutfalli við aukna heildarframleiðslu. Breytingin felur í sér fram- leiðslu á allt að 10.000 tonnum á ári af sólarkísli í nýrri fram- leiðslulínu í verksmiðjunni en hún sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð um- hverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Ekki háð um- hverfismati SÓLARKÍSILSFRAMLEIÐSLA Járnblendiverksmiðja Elkem. Morgunblaðið/Sverrir Einstökumkafla í söguAlþingis lauk í dag. Það hefði mátt gerast fyrr. Alþingi, í fyrsta skipti sem ákæruvald, stendur berstrípað eftir. Það er huggun harmi gegn að það varð að lokum aðeins minnihluti þingsins sem vildi ganga þessa ófæru til enda. En Jóhanna Sig- urðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon tryggðu með bola- brögðum að raunverulegur þingvilji næði ekki fram að ganga. Það er margfalt alvar- legra atferli en hinn sér- kennilegi ákæruliður sem tengdur var 17. grein stjórn- arskrárinnar. Alþingi fór af stað með 6 ákæruliði gegn Geir H. Haarde. Fimm þessara liða má kalla að hafi verið efnisliðir, þótt ekki hafi þeir allir verið veigamiklir. Einn snerist í raun og veru um formsatriði, sem Geir upplýsti á blaðamannafundi eftir dómupp- sögu að hafi verið skeytt við til skrauts eða fyllingar. Það eyk- ur vissulega þýðingu þessa formsatriðis að þess er getið sérstaklega í stjórnarskránni, þótt ekki sé kunnugt um að nokkru sinni hafi verið til þess vitnað um afglöp ríkisstjórna og er þó flest tínt til í pólitísk- um harðindum. Engu hefði breytt um hinar efnahagslegu ógöngur þótt formsatriði hefði verið fylgt út í æsar og fram farið bókaðar umræður í ríkis- stjórn. Af 6 ákæruliðum sem hinn naumi þingmeirihluti náði sam- an um var tveimur vísað frá á fyrri stigum og nú hefur verið sýknað vegna þriggja. Um það atriði var ekki ágreiningur í Landsdómi. Verður ekki annað sagt en að þessi niðurstaða um efnisatriðin er ömurleg útreið fyrir Alþingi sem ákæranda í málinu eftir rúmlega tveggja ára málatilbúnað og hundraða milljóna króna kostnað fyrir ís- lenska skattgreiðendur. Staða hinna embættislegu saksóknara er önnur. Alþingi hafði naumlega ákveðið sak- sókn undir miklum hótunum og þrýstingi. Óhjákvæmilegt var í framhaldinu að fá embættis- menn til að fylgja málinu til enda úr því sem komið var. Sak- sóknararnir höfðu opinberlega leiðrétt fullyrðingar Jóhönnu Sigurðardóttur og nokkurra samherja hennar í þinginu um að þingið mætti ekki kalla ákæruna til baka, eftir að meirihlutinn að baki þeirra var ekki lengur til staðar. En nú liggur niðurstaða loks fyrir. Fimmtán dómarar Landsdóms hafa vísað frá eða hafn- að kröfu ákæru- valdsins, Alþingis, um að dæmt yrði og refsað í 5 ákæruliðum af 6. Alþingi hlýtur að taka til alvarlegrar umræðu þær hrakfarir sem meirihluti þess hefur farið í því hlutverki sem hann tók sér er hann gerð- ist ákærandi í málinu. Formliðurinn, sem 9 dóm- arar af 15 í Landsdómi töldu duga til sakfellingar, reis þó ekki undir því að hans mati að fallist yrði á refsikröfu meiri- hluta Alþingis. Öllum refsikröf- um málsins var því vísað á bug. Formliðurinn verður meiri- hluta Alþingis sem ákæruvaldi til lítillar huggunar í málinu. Það atriði sem sakfellt er fyrir, en ekki refsað, hafði enga þýð- ingu um fall bankanna. Eða dettur einhverjum manni í landinu í hug að vandamál bankanna hefðu verið úr sög- unni ef til væri bókun um að þau hefðu verið rædd í ríkis- stjórn? Trúir því nokkur maður að þessi liður sem einn stendur eftir, en þó aðeins að hluta til, hefði nokkru sinni risið einn og sér undir ákæru? Þótt hinn pólitíski hefndar- þorsti hafi verið nægjanlegur til að draga einn pólitískan and- stæðing einan fyrir dómstól, samkvæmt lögum sem verið hafa óvirk í meira en hundrað ár, hefði það ofstæki ekki dugað til að ákæra vegna skorts á bók- un í fundargerðum ríkisstjórn- arinnar. Og það er að auki eftir- tektarvert að það fæst aðeins næstminnsti meirihluti fyrir áfellisdómi um þetta mjög svo einangraða atriði. Geir H. Haarde getur því í raun fagnað fullum sigri í mál- inu gegn pólitískum ákær- endum sínum. Öllum efnis- atriðum málsins hefur verið hafnað af 15 manna Landsdómi. Formsatriðið sem Landsdómur klofnaði í afstöðu sinni til er ekki til þess fallið að koma eig- inlegri sök í refsiréttarlegum skilningi á Geir. Ákærendur hans hafa því farið hina mestu hneisuför. Niðurstaða Landsdóms er fyrst og síðast stórfelldur áfell- isdómur um hinn pólitíska málatilbúnað. Það var kúnstugt að sjá tilburði fréttamanna tveggja sjónvarpsstöðva að þjóna lund eigenda sinna og stjórnenda að lokinni dóms- uppsögu. En sennilega verð- ugur endir á hinum pólitíska skrípaleik sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar stofnuðu til. Hinir pólitísku ákær- endur koma laskaðir frá Landsdómi} Hrakför þjóðkjörinna ákærenda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.