Morgunblaðið - 24.04.2012, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2012
Guðrúnu S. Jónsdóttur, sem
nú er látin, og séra Grími
Grímssyni, sem lést árið 2002
var ég kynnt fyrir á tröppunum
að Hjallavegi 35. Langt er um
liðið, var bara ung stúlka þá og
þeim hefur eflaust báðum
brugðið, var vel tekið, man það.
Í huga mínum urðu þau Guðrún
og Grímur strax sem ein órofa
heild og verða það eflaust alltaf
í minningunni. Þau hefðu í raun
getað verið afi minn og amma
en urðu síðar afi og amma dótt-
ur minnar Sóleyjar sem ég
eignaðist með Jóni yngsta syni
þeirra. Það er ég mjög þakklát
fyrir og því er það með trega að
við Sóley sem og Sindri, hennar
maður, kveðjum ömmu hennar
Guðrúnu án þess að þeim auðn-
ist að sýna henni langömmu-
barnið sem nú er væntanlegt.
Menningarbragur og myndar-
skapur, útsaumur, prjónaskap-
ur, myndlist, bækur, píanó,
söngur, bridds, spilaklúbbar,
afmæli, síminn, gestir, ræðu-
skrif, vindlalykt, hlátrasköll.
Sérstakur húmor sem Guðrún
og Grímur höfðu, mótaði mig og
kenndi mér margt um lífið og
tilveruna. Lærði það líka að til-
veran gat stundum verið grá en
oftar en ekki var gleðin við
völd. Þá voru frásagnir á lofti
frá löngu liðinni tíð, að vestan,
líka að austan, brandarar og
óborganleg tilsvör eru mér
hvað minnisstæðust. Tilhlökkun
mikil þegar Soffía kom frá
Stokkhólmi. Þær voru margar
ánægjulegar stundirnar þegar
fjölskyldan kom saman í fallegu
timburklæddu stofunni á
Hjallaveginum. Heimilið var
mjög hlýlegt og notalegt, allt í
röð og reglu, húsmóðirin sá um
Guðrún Sigríður
Jónsdóttir
✝ Guðrún Sigríð-ur Jónsdóttir
fæddist í Skálholti
4. september 1918.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skjóli í Reykjavík
7. apríl 2012.
Útför Guðrúnar
Sigríðar fór fram
frá Áskirkju 16.
apríl 2012.
það. Ef eitthvað
þurfti að laga inn-
andyra voru bræð-
urnir oft fengnir í
það, ef ekki þeir,
þá var kallað á sér-
staka viðgerðar-
menn. Fjölmörgu
góðu fólki, ættingj-
um og vinum fjöl-
skyldunnar kynnt-
ist ég í gegnum
tíðina á Hjallaveg-
inum, heimilið var af gamla
skólanum en þó með mjög nú-
tímalegu ívafi. Fjölskyldu-
tengslin lágu víða og ferðalög
því nokkuð tíð og eitt af því
sem Guðrún og Grímur höfðu
mikið yndi af. Fylgst var með
fréttum og heimsmálum á
Hjallaveginum og ég man eftir
stundum í eldhúsinu eða fallegu
stofunni að spjalla við Guðrúnu
og Grím á milli þess sem fylgst
var með útvarpi og sjónvarpi og
símanum eða dyrasímanum var
svarað. Guðrún var sérstök
blanda af eldri tíma konu sem
og nútímakonu, sem gerir hana
svo sérstaka í mínum huga.
Verð ævinlega þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast henni og
halda tengslum við hana alla
tíð. Vel var haldið upp á tylli-
daga og þá var það heita súkku-
laðið, pönnukökur, tertur og
lagkökur sem voru á borð born-
ar. Á jólunum hamborgar-
hryggur á beini og frómas sem
Guðrún bjó til, kemur líka upp í
huga mér og húsmóðirin að
undirbúa. Guðrún var mjög
smekkleg og falleg, fötin vel
valin úr Guðrúnarbúð á Rauð-
arárstígnum. Oftar en ekki var
hún með nýlagt hárið. Það voru
vandfundin glæsilegri hjón og í
raun betri manneskjur og heil-
steyptari en Guðrún og Grímur
og forréttindi að hafa fengið að
kynnast þeim svona vel og fjöl-
skyldunni allri. Megi minningin
um heiðurshjónin Guðrúnu og
Grím lifa um ókomin ár.
Kyrrð:
Tunglið, stundaglas
nóttin tæmist
stundin hljóðnar.
(Octavio Paz – Nóbelsskáld)
Þórdís Leifsdóttir.
Vegna mistaka
við birtingu
þessarar grein-
ar í gær er hún
birt aftur.
Morgunblaðið biðst velvirð-
ingar á mistökunum.
Það er þögn, sorgin er umlykj-
andi, alger; enn hefur verið
höggvið í sama knérunn, enn er
eins og gærdagurinn sé í dag,
fimm ár þurrkuð út á augabragði
og við erum þar, fjöld vina og
ættingja, umlykjandi sorgmædd-
ar sálir okkar.
Þá varst þú sá sem huggaðir,
skipulagðir með þéttum kjarna
vinanna, þið stóðuð vörð um ráð-
villta fjölskylduna; engu hefur
verið gleymt sem þið gerðuð, enn
á ný er sorgin kæfandi, umlykj-
andi, alger.
Það er Hilmar Pétur sem far-
inn er, þrjá tugi ára átti hann vísa
Hilmar Pétur
Hilmarsson
✝ Hilmar PéturHilmarsson
fæddist 23. apríl
1981. Hann lést 5.
mars 2012.
Útför Hilmars
var gerð í kyrrþey.
á næstu dögum til
að halda upp á með
fjölskyldu og vinum;
enginn veit nema sá
sem reynir þyrna
sorgarinnar í hjört-
um ástvina; við vilj-
um trúa, að þið vin-
irnir séuð saman á
ný, að sá sem fyrr
fór styrki þann ný-
komna.
„When I think of
angels, I think of you“; sama stef
á steini sem þú þekktir svo vel,
þar sem þú komst svo oft.
Vertu Guði falinn, elsku vinur.
Kristín Pjetursdóttir
og fjölskylda.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
✝
Eiginmaður minn,
JÓN ÞORGEIRSSON
frá Skógum,
er látinn.
Jónína R. Björgvinsdóttir.
✝
Bróðir minn, frændi okkar og vinur,
ÓLAFUR PÉTURSSON,
Víkurströnd 2,
Seltjarnarnesi,
lést þriðjudaginn 20. mars.
Útför hans fór fram í kyrrþey frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
29. mars.
Þökkum af alhug fyrir auðsýnda samúð og vinarþel.
Fyrir okkar hönd og annarra ættingja og vina,
Sigurður Pétursson,
Sigríður Sigmundsdóttir, Hermann Ársælsson.
✝
Elsku eiginmaðurinn minn, faðir og afi,
ÁSGEIR ÞÓR DAVÍÐSSON,
lést föstudaginn 20. apríl.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstu-
daginn 27. apríl kl. 13.00.
Jaroslava Davíðsson,
Alexandra Katrín Ásgeirsdóttir,
Helgi Bersi Ásgeirsson,
Anna Sigrún Ásgeirsdóttir,
Jón Kristinn Ásgeirsson,
Jakobína Áslaug Ásgeirsdóttir
og barnabörn.
✝
Elskuleg systir okkar,
AÐALHEIÐUR SVEINSDÓTTIR
frá Vestmannaeyjum,
Blásölum 24,
Kópavogi,
er látin.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Þökkum vináttu og hlýhug.
Ásdís Sveinsdóttir,
Garðar Sveinsson,
Lilja Sveinsdóttir.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
HILDEGARD ÞORGEIRSSON,
fædd Reiss,
dvalarheimilinu Ási,
lést miðvikudaginn 18. apríl.
Útför hennar fer fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Hafsteinn Þorgeirsson,
Þorgeir Hafsteinsson, Guðbjörg Þorsteinsdóttir,
Karín Herta Hafsteinsdóttir, Ríkharður Hrafnkelsson,
Sigurður Helgi Hafsteinsson, Helga Möller,
Davíð Einar Hafsteinsson, Helga Björg Marteinsdóttir,
Hafsteinn Ernst Hafsteinsson,
Hafdís Hafsteinsdóttir, Arnar Guðnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ELÍN ELÍSABET GUÐMUNDSDÓTTIR
húsfreyja frá Ófeigsfirði,
lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn
21. apríl.
Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
EVELYN ÞÓRA HOBBS,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtu-
daginn 19. apríl.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn
27. apríl kl. 13.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnauppeldissjóð
Thorvaldsensfélagsins.
Hróbjartur Hróbjartsson, Karin Hróbjartsson-Stuart,
Skúli Hróbjartsson, Unnur Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
RAGNHEIÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum að
kvöldi laugardagsins 21. apríl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Oddur Helgason,
Anna Oddsdóttir, Steinar Friðgeirsson,
Halldóra Oddsdóttir, Jón B. Björgvinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi,
ÞÓRÐUR ANTON VÍGLUNDSSON,
lést á heimili sínu, Hlíðargötu 9, Neskaup-
stað, laugardaginn 21. apríl.
Útför fer fram frá Norðfjarðarkirkju
mánudaginn 30. apríl kl. 14.00.
Stella Björk Steinþórsdóttir,
Ragnheiður Björk Þórðardóttir,
Steinþór Þórðarson,
Víglundur Þórðarson,
tengdabörn og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
bróðir, afi og langafi,
HAUKUR ÞÓRÐARSON
frá Skógum í Mjóafirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugar-
daginn 7. apríl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Signý Sigurlaug Tryggvadóttir,
Eiríkur Óðinn Hauksson,
Víoletta Heiðbrá Hauksdóttir,
Smári Lindberg Einarsson, Valgerður Gylfadóttir,
Stefanía Huld Gylfadóttir, Guðlaugur H. Höskuldsson,
Olga Rán Gylfadóttir, Einar Valsson,
Dagbjört Ýr Gylfadóttir, Kristján Þór Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
RANNVEIG ODDSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn
22. apríl.
Útförin verður auglýst síðar.
Jónína G. Kjartansdóttir,
Finnur S. Kjartansson, Emilía S. Sveinsdóttir,
Ágúst Oddur Kjartansson, Guðrún Sveinbjörnsdóttir,
Ragna S. Kjartansdóttir, Friðgeir Þ. Jóhannesson,
Þórir Kjartansson, Arna Magnúsdóttir,
Helga Kjartansdóttir,
barnabörn og baranbarnabörn.
✝
Elskuleg frænka okkar,
EDDA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Dalbraut 27,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
þriðjudaginn 17. apríl.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í
Reykjavík fimmtudaginn 26. apríl kl. 11.00.
Edda Escarzaga,
Tico Escarzaga,
Kristina Magnþóra Escarzaga,
Alexander Escarzaga,
Jonathan Escarzaga,
Eva Maria Escarzaga.