Morgunblaðið - 24.04.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.04.2012, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 115. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Fékk bát í fermingargjöf 2. Forsetinn: Maðurinn er ekki vél 3. Myrtur við hjálparstörf 4. Sakfelldur fyrir eitt ákæruatriði »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kvikmyndafyrirtækin Paramount Pictures og Regency hafa staðfest að tökur á næstu kvikmynd Darrens Aro- nofsky, Noah, fari fram að hluta á Ís- landi og að tökur hefjist í júlí. Russell Crowe fer með aðalhlutverkið, hlut- verk Nóa, en myndin byggist á sög- unni af örkinni hans Nóa. Reuters Noah tekin að hluta til hér á landi  Miðasala á tón- leika Sigur Rósar í Norður-Ameríku, Evrópu og Japan í sumar hófst 20. apríl sl. og er þeg- ar uppselt á sjö tónleika af 21, að því er fram kemur á vef hljómsveit- arinnar, sigur-ros.co.uk. Hljómsveitin hefur tónleikaferð sína 30. júlí, í borginni Philadelphia í Bandaríkjunum. Miðar rjúka út á tónleika Sigur Rósar  Karlakórinn Fjallabræður mun flytja lag Þjóðhátíðar í Vest- mannaeyjum í ár, ásamt Lúðrasveit Vestmannaeyja. Á vefnum Vestur.is kemur fram að Halldór Gunnar Pálsson, stjórnandi kórsins, hafi samið lagið, „Þar sem hjartað slær“, við texta tónlistarmannsins Magnúsar Þórs Sig- munds- sonar. Fjallabræður flytja þjóðhátíðarlagið Á miðvikudag Fremur hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og smávæta suðvestanlands. Hiti 0-8 stig. Á fimmtudag Austan og suðaustan 3-10 m/s. Víða rigning eða slydda. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan- og norðaustanátt, víða 3-10 m/s. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast suð- vestanlands. VEÐUR „Grindvíkingar eru vel að sigrinum komnir; þeir voru miklu betra lið í gær en þrátt fyrir það fengu Þórs- arar mörg tækifæri til að komast yfir á augnablikum sem skiptu máli og þar með stela sigrinum. Þetta er um- hugsunarefni fyrir heima- menn.“ Þetta skrifar Krist- inn Friðriksson m.a. um fyrsta úrslitaleik Grindavík- ur og Þórs frá Þorlákshöfn. »4 Umhugsunarefni fyrir Grindavík HK leikur til úrslita um Íslandsmeist- aratitil karla í handbolta í fyrsta skipti eftir að hafa sigrað Hauka í þriðja skipti í jafnmörgum leikj- um í gærkvöld. Kópavogsliðið sóp- aði Hafnfirðing- unum út úr undan- úrslitunum, vann 36:31 á Ásvöllum í gærkvöld, og mætir FH eða Akureyri í úrslitarimmunni. »2-3 HK leikur til úrslita í fyrsta skipti Fram leikur til úrslita um Íslands- meistaratitil kvenna í handknattleik eftir að hafa sigrað ÍBV af öryggi í þriðju viðureign liðanna í gærkvöld, 29:21. „Við vildum ekki eyða heilum degi í að fara aftur til Eyja,“ sagði Stella Sigurðardóttir sem skoraði ell- efu mörk fyrir Fram í leiknum. Fram mætir Val eða Stjörnunni í úrslit- unum. »2 Vildum ekki eyða degi í að fara aftur til Eyja ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Nánast var slegist um síðustu kart- öflurnar í Kolaportinu um helgina og það kemur Fannari Ólafssyni, kartöflubónda á Háfi 2 í Háfshverfi í Rangárþingi ytra, ekki á óvart. „Þetta er góð vara, hugsanlega bestu kartöflur norðan Alpafjalla,“ segir hann. Fannar hóf kartöflurækt fyrir 40 árum og hefur staðið vaktina í Kola- portinu um helgar í 21 ár og átta mánuði. Hann er búinn með skammtinn af rauðu íslensku en á örlítið eftir af gullauga sem fer á markað í sveitinni fyrir austan. Mætir síðan aftur í Kolaportið væntanlega í byrjun ágúst með fyrstu uppskeru sumarsins. Kart- öfluuppskeran í fyrra var almennt um 45% minni en í meðalári og birgðir því á þrotum. Fannar segir að uppskeran á Háfshjáleigu, þar sem synir hans sjái um ræktunina, hafi verið um 300-350 tonn á góðu sumri en hafi farið niður í um 120 tonn í fyrra. Hann nostri sér- staklega við um 5% ræktunarinnar, handtíni og -flokki fyrir kúnnana í Kolaportinu, en annars gangi þeir alveg frá öllum kartöflum, pakki og dreifi beint frá býli. „Það er dásamlegt að fara úr einverunni í sveitinni í kaupstað- inn,“ segir Fannar og áréttar að hann hlakki til á hverjum morgni þegar hann fari í bæinn. „Ég hitti svo margt gott og hresst fólk.“ Hann bætir við að kúnnarnir kvarti sé hann ekki á staðnum. „Fólk kemur til mín í Kolaportið til þess að fá sérstaklega góðar rauð- ar. Það getur valið um þrjár stærð- ir og undanfarin ár hafa þetta mik- ið til verið sömu viðskiptavinirnir en nýliðnar helgar hefur margt nýtt fólk bæst við í leit að rauðum kartöflum.“ Tjón vegna mismununar Hann kaupir útsæði að norðan og pantaði fimm tonn af rauðum og tvö tonn af gullauga fyrir vorið en fær ekkert að þessu sinni. „Þetta er stórskaði en ég verð að redda mér á eigin kartöflum,“ segir hann og bætir við að útlitið sé gott fyrir sumarið. Hann setji því eitthvað niður í vikunni. „En kerfið er mik- ill galli og menn hafa hætt fram- leiðslu vegna þess að þeir hafa ekki aðgang að vörunni, hreinu út- sæði sem Rala framleiðir.“ Kartöflur í Kolaportinu í nær 22 ár  Nostrar við rauðar íslenskar og gull- auga fyrir föstu kúnnana í miðbænum Morgunblaðið/Ómar Kartöflubóndinn í Kolaportinu Fannar Ólafsson á sínum stað um helgina en hann er búinn með birgðirnar og mætir aftur með nýja uppskeru síðsumars. „Ég hef aldrei fengið útsæðis- leyfi þannig að ég þarf alltaf að kaupa útsæði og nú er það ekki til,“ segir Fannar. Hann segir að um 20 manns fái útsæðisleyfi og eigi að framleiða útsæði handa hinum. Allir borgi sömu upphæð í sama sjóðinn og framleiði sömu vöruna en aðeins fáir útvaldir hafi aðgang að hreinu útsæði. „Þetta er fáránlegt,“ segir hann og vill að allir sitji við sama borð, en Rannsóknarstofnun landbún- aðarins útdeilir stofnútsæðinu og ráðherra gefur út leyfin. Ekki lagt á borð fyrir alla ÚTSÆÐI TIL ÚTVALINNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.