Morgunblaðið - 24.04.2012, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2012
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Sósíalistar fögnuðu sigri í fyrri umferð frönsku
forsetakosninganna á sunnudag, frambjóðandi
þeirra, Francois Hollande, hlaut 28,6% atkvæða
en Nicolas Sarkozy forseti 27,1%. Óvæntur sig-
urvegari kosninganna var þó tvímælalaust Mar-
ine Le Pen, forsetaefni Þjóðfylkingarinnar, sem
hlaut nær 18% fylgi. Flokkur hennar er yst til
hægri, vill m.a. að Frakkar hætti í evrusamstarf-
inu og banni múslímum að setjast að í landinu.
Sarkozy er þó fjarri því að missa móðinn og
treystir hann því að hafa betur í kappræðum
gegn Hollande. Hægrisinnaðir frambjóðendur
fengu alls um 47% atkvæða á sunnudag en
vinstrisinnaðir 43%, að sögn Le Parisien, úrslit í
seinni umferðinni 7. maí eru því ekki gefin.
Kannanir gefa til kynna að um helmingur stuðn-
ingsmanna Le Pen muni þá kjósa Sarkozy, sjálf
hyggst hún tjá sig um málið 1. maí. Drjúgur hluti
kjósenda Le Pen er úr verkamannastétt og gæti
hneigst til að kjósa Hollande fremur en Sarkozy.
En einnig gæti þeim þótt nóg að gert. Þeir hafi
notað tækifærið á sunnudag til að refsa forset-
anum en álíti hann samt skárri kostinn af tveim
slæmum. Þess má geta að Sarkozy hefur und-
anfarnar vikur snúið við blaðinu og tekið undir
hugmyndir um að ganga ekki jafn hart fram í
niðurskurði ríkisútgjalda og samstaða hefur ver-
ið um hjá helstu leiðtogum Evrópusambandsins.
Treystir á sigur í kappræðum
Sarkozy er vongóður um að rétta hlut sinn þegar Hollande þarf að útskýra og verja stefnu sína
Le Parisien segir að forsetaefni hægrimanna hafi fengið alls 47% fylgi en vinstrimennirnir 43%
AFP
Sigurreif Marine Le Pen fagnar á fundi með stuðningsmönnum sínum á kosninganótt í París.
Óttast umrót
» Verðfall varð á mörkuðum
í Evrópu þegar úrslitin í Frakk-
landi voru ljós. Yfirlýsingar
Hollande um að helsti óvinur
hans sé „fjármálageirinn“ hafa
ekki aukið traust atvinnurek-
enda honum.
» Einnig þykir framgangur
Le Pen benda til þess að umrót
geti verið í aðsigi í stjórn-
málum landsins.
» Fleira hrellir markaðina,
hollenska stjórnin féll í gær
vegna deilna um aðhalds-
aðgerðir sem Evrópusam-
bandið heimtaði til að minnka
fjárlagahalla.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Haldið var áfram vitnaleiðslum yfir
norska fjöldamorðingjanum Anders
Behring Breivik í Ósló í gær og vöktu
mörg ummæli hans óhug en nokkrum
sinnum hlátur. Sagði hann m.a. að þar
sem lögreglan hefði ekki brugðist
strax við þegar hann hringdi frá Útey
til að gefast upp hefði hann ákveðið að
halda áfram að drepa fólk.
Hann segir að árásirnar í júlí í
fyrra hafi verið villimannslegar en
hann hafi framið þær til þess að koma
í veg fyrir verri verk og á þá við að
ráðamenn vilji selja Noreg í hendur
múslímum.
Breivik bað í gær fórnarlömb sín
sem ekki tengjast stjórnmálum af-
sökunar. Afsökunarbeiðnin náði til
fórnarlamba hans í sprengjutilræðinu
í Ósló en ekki til þeirra sem féllu í Út-
ey. Sagði hann unglingana í eynni
seka vegna þátttöku sinnar í ung-
liðahreyfingu jafnaðarmanna. Hinn
ákærði reiddist þegar saksóknari las
upp kafla úr svonefndri stefnuyfirlýs-
ingu Breiviks en þar segir að liðs-
menn riddarareglu hans, sem menn
efast um að sé til nema í huga hans,
verði að sanna hollustu sína ef þörf
krefji með því að skera af sér eistun
eða drepa barn.
Einnig fauk hann upp þegar sýnd-
ar voru ljósmyndir af honum í ein-
kennisbúningi sem hann hafði sjálfur
hannað og mörgum fannst hlægileg-
ur.
Breivik sagðist hafa ætlað að ræna
flugvél og flýja land eftir fjöldamorð-
in í júlí. Þegar spurt var hvort hann
kynni yfirleitt að fljúga sagðist hann
hafa séð myndir um flugkennslu á
YouTube og var þá aftur hlegið í saln-
um.
Bað sum fórnarlömbin afsökunar
Reuters
Reiður Anders Behring Breivik (annar f.v.) ásamt verjanda sínum, Geir
Lippestad (annar f.h.), þegar hlé var gert á réttarhöldunum í gærmorgun.
Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sagði á hinn bóginn að unglingarnir sem féllu í árás hans í
Útey hefðu verið réttdræpir vegna þátttöku í starfi stjórnarflokks jafnaðarmanna í Noregi
Palestínskar konur á mótmælafundi í gær við að-
alstöðvar Rauða krossins í Gazaborg halda á loft
myndum af ættingjum sínum í fangelsum Ísr-
aela. Fangarnir, sem margir voru sakfelldir fyr-
ir aðild að hryðjuverkum, skipta þúsundum og
1350 þeirra taka nú þátt í mótmælasvelti. Áður
höfðu 150 úr röðum þeirra hafið slíkar aðgerðir
til að leggja áherslu á kröfur gagnvart Ísraelum
um bættan aðbúnað.
AFP
Ættingjar verði leystir úr haldi
Aðstandendur palestínskra fanga Ísraela mótmæla
Norskir vís-
indamenn hafa
rannsakað múra
dómkirkjunnar í
Bergen og segja
ratsjármyndir
gefa til kynna að
steinkistu Magn-
úsar lagabætis,
konungs á 13.
öld, sé að finna í
múrnum.
Aftenposten segir mælingar m.a.
sýna að í kistunni séu málmhlutir
sem líklega séu þá vopn og brynja.
„Enginn annar konungur er jarð-
settur í kirkjunni,“ segir Gunnar
Rosenlund sem fjármagnar rann-
sóknina. „En framhaldið er óljóst.
Kirkjan er friðuð og fari menn í
frekari aðgerðir þarf að fá leyfi
þjóðminjavarðar.“
Magnús, sem lést 1280, fékk við-
urnefnið vegna mikilla umbóta á
landslögum Norðmanna sem hann
stóð fyrir. Hann var krýndur 1261
og ríkti um hríð ásamt föður sínum,
Hákoni Hákonarsyni sem féll 1263 í
herleiðangri til Skotlands.
kjon@mbl.is
Kista
Magnúsar
lagabætis?
Steinkista í múr
dómkirkju í Bergen
Líkneski af Magn-
úsi lagabæti.
Breivik hefur játað að hafa myrt
alls 77 manns í Ósló og Útey
hinn 22. júlí í fyrra. Þann dag
hafi hann misst allt, sagði hann,
meðal annars fjölskyldu sína og
alla vini sem hann hefði ekki
ráðgast við áður en hann lét til
skarar skríða. Því sagðist hann
skilja þær þjáningar sem að-
standendur hefðu þurft að þola
vegna aðgerða sinna.
Er spurt var hvort fólk ætti þá
að hafa samúð með honum neit-
aði hann því.
„Missti allt“
SJÁLFSVORKUNN BREIVIKS