Morgunblaðið - 24.04.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.04.2012, Blaðsíða 11
Á jökli Gönguskíðaferð þvert yfir Vatnajökul tekur frá viku og upp í 12 daga, lykilatriði er að vera ferðavanur. hefur gengið hnjúkinn í góðu veðri en í næstu ferð eru svo aðstæður ekki jafn góðar og þá lenda menn í ves- eni,“ segir Atli. Tjaldið fauk í burtu Atli og félagar hafa sjálfir próf- að ýmislegt og þannig fauk til að mynda ofan af þeim tjald í göngu- skíðaferð yfir Vatnajökul nýverið. Atli segir að með reynslunni verði menn öruggari og þar með rólegri. Því sé ekkert stórmál þó eitthvað komi upp. Menn verði veikir og þreyttir og ýmislegt geti komið upp á en það sé ekki endilega ávísun á að kalla þurfi til aðstoð. „Við höfum séð að það sem skil- ar fólki á áfangastað er að vera í góðu formi, það er lykilatriði, með góðan búnað og hafa gert eitthvað svipað áður. Byrja smátt og rjúka ekki strax í stóru verkefnin. Líkurnar á að verkefnið takist aukast í réttu hlut- falli við hvað fólk er búið að æfa sig mikið og vera í för með fólki sem hef- ur farið leiðina oft áður. Það er mjög óalgengt að þeir sem leggja í þessar stóru fjallgöngur með leiðsögumönn- um nái ekki alla leið. Þetta er í raun á allra færi ef fólk gerir þetta rétt. Það er mikilvægt að taka pásur reglulega og borða og drekka vel þannig að manni líði vel allan daginn. Það er stór hluti af því að láta hlutina ganga upp að láta fólk stoppa til að fá sér að drekka og ganga hægar,“ segir Atli. Gönguskíði á jökli Ferðir á gönguskíðum yfir Vatnajökul eru í boði hjá Trek en sjálfur gekk Atli yfir jökulinn rétt fyrir páska. Nokkuð tíðar fréttir hafa verið undanfarið af ferðalöngum sem hefur þurft að aðstoða á þessari leið enda segir Atli að slíka ferð verði að undirbúa mjög vel. Jöklar séu ekki hættulegri yfirferðar en þeir hafi verið en séu alltaf varasamir. Slík ferð tekur frá viku upp í 12 daga en í þessu tilviki var farið frá vestri til austurs og tók sú ferð sex daga og gekk mjög vel. „Það er lykilatriði í svona ferð að vera ferðavanur og vera mikið úti. Manni sýnist það helst hafa hrjáð fólk sem hefur verið bjargað á þess- ari leið að það hefur ekki verið í slík- um aðstæðum áður. Tjaldið okkar brotnaði t.d. í spað í kolvitlausu veðri en þá var okkar fyrsta hugsun að redda okkur, byggja snjóhús eða eitthvað álíka. Frekar en að setja aðra í að bjarga manni. Þó um leið megi alls ekki gera lítið úr því að stundum þarf bara aðstoð en stund- um má komast hjá því með því að safna reynslunni,“ segir Atli. Námskeið og undirbúningur Til að takast á við stærri fjöll segir Atli fyrsta skrefið að ganga á Esjuna fyrir þá sem búa í grennd við Reykjavík. Næst að ganga á Snæ- fells- eða Eyjafjallajökul sem séu passlegir túrar fyrir þá sem eru vel á sig komnir. Þaðan megi færa sig yfir í að ganga á Hvannadalshnúk eða Þverártindsegg og eftir það sé í raun hægt að gera hvað sem er. Einnig sé hægt að sækja námskeið í fjalla- mennsku og að ganga á jöklum. Það sé góður grunnur fyrir þá sem vilji ferðast sjálfir. „Öræfin eru helst í uppáhaldi hjá mér, Öræfajökullinn og fjöllin þar í kring. Þverártindsegg er í uppáhaldi hjá mér, formfagurt fjall og eitt flottasta fjall landsins. Þar gengur maður upp á hnífskarpa mjóa egg og sér yfir allt svæðið í kring. Þó það sé ekkert svo erfitt að komast þangað upp fær maður á tilfinn- inguna að maður sé kominn á Eve- rest,“ segir Atli. Þess má geta að á vefsíðunni www.trek.is getur fólk nálgast ýmsar upplýsingar um fjallaferðir, bún- aðarlista og fleira. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2012 Hjólreiðafélagið Bjartur heldur „CUBE prologue“ TT-keppni á götu- hjólum í kvöld, þriðjudagskvöldið 24. apríl klukkan 19. Keppnin fer fram á Krísuvíkurvegi og er sú fyrsta af fjórum í CUBE Prologue- mótaröðinni. Flest stig úr þremur keppnum ráða úrslitum en keppt verður í tveimur flokkum: racer-flokki (TT- stýri ekki leyfð) og opnum flokki (TT). Aldursskipting er 16 til 39 ára í karla- og kvennaflokki og 40+ í karla og kvennaflokki. Verður notast við stigakerfi Hjólreiðanefndar ÍSÍ. Skráningu er nú lokið en vert er að vita af viðburðinum fyrir þá sem vilja fylgjast með og eins er hægt að fylgjast með komandi keppnum á vefsíðunni www.bjartur.com Keppnisröð í götuhjólum Morgunblaðið/Jakob Fannar Met Gunnlaugur Jónasson hjólaði 20 km leið á Krýsuvíkurvegi á mettíma 2010. Þeyst um Krísuvíkurveg Margir íslenskir hlauparar fara utan til að taka þátt í hinum ýmsu keppnum og mótum og er þá allur gangur á hvort fólk er að keppa við sjálft sig í tíma eða einhverja aðra. ÍR-skokkarinn frækni, Sigurjón Sig- urbjörnsson, lauk síðastliðinn sunnu- dag 100 km hlaupi í heimsmeistara- keppni IAU (International Association of Ultrarunners). Keppnin fór fram í Seregno á Norður Ítalíu. Samkvæmt heimildum á heimasíðu Félags 100 km hlaupara á Íslandi, þá var lokatími Sigurjóns 8:07, sem er annar besti tími Íslendings í 100 km hlaupi, en besta tímann á Sigurjón reyndar sjálfur, eða 7:59:01 sem er Ís- landsmet. Óhætt er að óska Sigurjóni til ham- ingju með áfangann. International Association of Ultrarunners Hlaupari Sigurjón er mikill hlaupari. Lauk 100 km hlaupi í heimsmeistarakeppni IAU Heildarlausnir í hreinlætisvörum Sjáum um að birgðarstaða hreinlætis- og ræstingarvara sé rétt í þínu fyrirtæki. Hagræðing og þægindi fyrir stór og lítil fyrirtæki. Við sjáum um þig! Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700 Hafðu samband og fáðu tilboð sími 520 7700 eða sendu línu á raestivorur@raestivorur.is raestivorur.is Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Vorverkin! Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Túngirðinganet 3mm 69cm x 50 m. 5.490,- Gaddavír 14x14x10 300 m. 5.900,- Hjólbörur 100 lítra 11.900,- 1.290,- Malarhrífa 1.390,- Einnig til 89 cm 1.290,- GALVANISERUÐ GÆÐAVARA! GALVANISERUÐGÆÐAVARA! Mikið úrval af skóflum og hjólbörum! - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.