Morgunblaðið - 24.04.2012, Blaðsíða 4
SVIÐSLJÓS
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Geir H. Haarde, fv. forsætisráð-
herra, var augljóslega heitt í hamsi
þegar hann ávarpaði blaðamenn á
tröppum Þjóðmenningarhússins eft-
ir dómsuppsögu Landsdóms í gær.
Þar sagði hann m.a. að pólitísk sjón-
armið hefðu verið látin ráða för við
ákvörðun um að dæma hann sekan
fyrir að hafa ekki haldið ráðherra-
fundi um mikilvæg stjórnarmálefni.
Sagði hann niðurstöðu málsins þá að
hann hefði verið sýknaður af öllum
efnisatriðum en sakfelldur fyrir
formsatriði sem væri svo léttvægt að
engin refsing hefði verið gerð fyrir.
„Þetta smáatriði er formsatriði,
það er svokallað formbrot. Og ég
leyfi mér að segja við ykkur strax að
sá dómur er fáránlegur og reyndar
aðeins meira en það; hann er spreng-
hlægilegur,“ sagði Geir við blaða-
menn. „Og ég tel að það sé verulega
merkilegt að níu dómarar í hinum
virðulega Landsdómi skuli láta sig
hafa það að dæma slíkt formbrot. Ef
ég hef verið sekur um að brjóta
stjórnarskrána hvað þetta varðar,
það er það sem er sakfellt fyrir, þá
hafa allir forsætisráðherrar landsins
frá því að Íslendingar fengu fullveldi
verið sekir um hið sama,“ sagði
hann.
Geir sagði augljóst að pólitíkin
hefði teygt sig inn í Landsdóm en
réttarhöldin hefðu nú endað með al-
gjörri niðurlægingu þeirra sem að
málinu stóðu og að málatilbúnaður-
inn hefði einkennst af pólitísku of-
stæki, hefnigirni og fákunnáttu
fremur en heilbrigðri skynsemi eða
virðingu fyrir lögum og rétti. „Og nú
þurfa þeir sem hafa borið ábyrgð á
þessari sneypuför í heil tvö ár að
gera það upp við sig hvernig þeir
ætla að axla sína ábyrgð,“ sagði
Geir. „Ég er ekki í vafa um það að
allt fólk með snefil af sómatilfinn-
ingu, allir stjórnmálamenn sem taka
mark á sjálfum sér, myndu segja af
sér eftir að hafa fengið slíkan löðr-
ung sem Landsdómur hefur nú rekið
upphafsmönnum og aðstandendum
þessa máls hvað varðar efnislega
hlið málsins,“ sagði hann.
Fáránlegur dómur
Í samtali við Morgunblaðið eftir
dómsuppkvaðningu í gær sagði Geir
að í stjórnartíð hans hefði þeim hefð-
um og venjum verið fylgt varðandi
ríkisstjórnarfundi sem viðhafðar
hefðu verið um langa hríð. Hann
hefði vissulega haft stóran sigur í
málinu en væri engu að síður reiður
fyrir að hafa verið dæmdur fyrir
brot sem hefði ekkert með banka-
hrunið að gera.
„Að menn skuli teygja sig svo
langt til þess að með einhverjum
hætti draga þann hluta þingsins sem
stóð að þessu máli að landi, þar
finnst mér ansi langt seilst. Og ég
viðurkenni það að ég er reiður yfir
því. Ég tel að þetta sé fáránlegur
dómur, algjörlega fáránlegur,“ sagði
Geir. Aðspurður hvort hann treysti
sér til að fullyrða að niðurstaða
dómsins væri pólitísk sagði hann:
„Ég get náttúrlega ekki fullyrt um
hvað fór í gengum huga manna þeg-
ar þeir voru að ganga frá þessum
dómi. En ég þekki pólitík og tel mig
geta fundið lykt af henni langar leið-
ir og mér finnst það alveg sér-
staklega dapurlegt að það skuli hafa
verið hægt að teygja fram slíka
niðurstöðu, þó að það varði léttvægt
atriði,“ sagði hann.
Ætlaði tímann í annað
Geir sagði málið hafa tekið ömur-
lega langan tíma, tíma sem hann
hefði ætlað í aðra og ólíka hluti, en
það hefði þó ekki haft sérstök áhrif á
líf hans dag frá degi.
„Lífið hefur algjörlega haldið
áfram með eðlilegum hætti. Við Inga
Jóna höfum bæði haldið upp á sex-
tugsafmælin okkar, við erum búin að
gifta tvö af börnunum okkar meðan
á þessu stóð, skíra tvö barnabörn og
framundan er silfurbrúðkaup. Þann-
ig að þetta hefur ekki haft þannig
áhrif. Það hefur ekki tekist að leggja
mig í þunglyndi ef það var markmið
einhvers. En það hefði verið hægt að
koma á mig þungu fjárhagslegu
höggi, því það vantar þarna 16 millj-
ónir upp á að dæmdur málskostn-
aður standi undir öllu,“ sagði hann.
Félag stuðningsmanna hans, Máls-
vörn, myndi þó að öllum líkindum
geta staðið undir þeim kostnaði.
Í ávarpi sínu í Þjóðmenningarhús-
inu þakkaði Geir fjölskyldu sinni og
vinum fyrir stuðninginn og verj-
endum sínum fyrir störf sín. Hins
vegar átaldi hann þá þingmenn sem
hefðu með pólitískum bolabrögðum
haft málshöfðunina í gegn á Alþingi
og látið sér í tvígang það tækifæri úr
greipum ganga að sjá sig um hönd.
Gerðu það sem þau töldu rétt
„Ég vil svo segja það líka, að mér
hefur aldrei dottið í hug að halda því
fram að allt hafi verið hárrétt gert í
aðdraga bankahrunsins, að mér hafi
aldrei orðið neitt á í messunni eða að
öll mín störf hafi verið óaðfinn-
anleg,“ sagði Geir einnig í ávarpi
sínu. „Þegar horft er til baka er það
ljóst að ýmislegt mátti gera öðruvísi
og betur í ljósi þeirrar vitneskju sem
við höfum í dag. En allir sem komu
að málum í aðdraganda hrunsins
gerðu það sem þeir töldu réttast á
þeim tíma, miðað við þær upplýs-
ingar sem þá lágu fyrir. Þess vegna
er það fráleitt að ég hafi framið refsi-
verð lögbrot eins og mér var borið á
brýn, eða brugðist skyldum mínum
með saknæmum hætti,“ sagði for-
sætisráðherrann fyrrverandi.
Pólitískur þefur af dómnum
Geir H. Haarde segist vera dæmdur fyrir brot sem hafi ekkert haft með bankahrunið að gera
Reiður yfir niðurstöðunni en þakklátur stuðningsmönnum Stórviðburðir í miðjum málaferlum
Morgunblaðið/Kristinn
Málalok? Spurður um áfrýjun til Mannréttindadómstóls Evrópu í gær sagði Geir: „Þetta slær mig þannig að það sé alveg þess virði og við munum skoða
það. En auðvitað er þetta léttir að þetta er búið, mikill léttir. Maður getur ekki annað sagt en það,“ sagði fyrrverandi ráðherrann eftir dómsorðið.
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2012
Lausar stangir í sumar
• 20/7 - 22/7
• 9/ 8 - 11/8
• 13/8 - 15/8
• 3/9 - 5/9
Laxá í Aðaldal
Núpasvæðið
Veiðiklúbbur Íslands
Espilundi 18
600 Akureyri
Nánari upplýsingar veitir Orri, orri@icy.is
Sennilega mesta stórlaxasvæði Íslands
Hægt er að velja um gistingu með
fæði eða vera á eigin vegum
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
„Það er í sjálfu sér býsna alvarlegt,
það sem ákærði er sakfelldur fyrir,“
segir Sigríður Friðjónsdóttir, sak-
sóknari í málinu gegn Geir H.
Haarde. „Ég leyfi mér að vísa í rök-
stuðninginn í dómnum, þar sem farið
er yfir sviðið og hversu afdrifaríkt
það var að halda ekki fundi um þessa
miklu hættu sem vofði yfir.
Það var sýknað af þeim efnis-
atriðum sem lagt var upp með af
hálfu þeirra sem ákærðu í málinu.
Það eru nokkur ljón á veginum og
okkur var ljóst að það var á brattann
að sækja. En niðurstaðan liggur fyr-
ir; að það hafi ekki verið nægilega
sýnt fram á það sem til þurfti til að
sakfella fyrir þá liði og það þýðir svo
sem ekkert að deila við dómarana.“
Kom dómurinn þér á óvart? „Mað-
ur vissi svo sem ekki við hverju
mátti búast. Þetta var eitthvað sem
alveg eins var búist við, rétt eins og
ef það hefði verið sakfellt fyrir eitt-
hvað meira. Það var erfitt að átta sig
á því hver niðurstaðan yrði. Þetta er
auðvitað svo sérstakt og for-
dæmalaust mál.
En ég er að lesa í gegnum þetta
og fá tilfinningu fyrir niðurstöð-
unum og átta mig á því sem verið er
að segja varðandi það sem þó er sak-
fellt fyrir. Það er áhugavert að fara
yfir það,“ segir Sigríður.
Að mati Sigríðar er dómurinn
skýr. „Það er gerð skýr grein fyrir
því með röksemdum meirihlutans.
Það eina sem ég er ósátt við eru rök-
semdir um að varakrafan hafi ekkert
verið rökstudd, en ég er ekki sam-
mála því. Ég tel að vel hafi verið
gerð grein fyrir því í lýsingu ákæru-
efnanna. Ég átta mig ekki alveg á
því hvað þeir hefðu viljað fá, en
áherslan var á þessum ráðherra-
ábyrgðarlögum og málið var fyrst og
fremst reist á þeim grunni.“
Sérstakt og fordæmalaust
Það sem ákærði er sakfelldur fyrir er býsna alvarlegt,
segir Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis
Morgunblaðið/Kristinn
Í Landsdómi Sigríður Friðjóns-
dóttir, saksóknari Alþingis.
Skannaðu kóðann
til að sjá viðtal við
Geir H. Haarde.
Niðurstaða Landsdóms