Morgunblaðið - 23.05.2012, Side 8

Morgunblaðið - 23.05.2012, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2012 Í gær tilkynnti Hreyfingin að við-ræðum við ríkisstjórnina hefði verið slitið.    Steingrímur J.sagði af því til- efni að þetta kæmi sér á óvart, því hann teldi að viðræðun- um hefði lokið án niðurstöðu!    Munurinn áþessu tvennu hlýtur að vera hár- fínn.    Þetta gæti þó hugsanlega þýtt aðríkisstjórnin teldi sig geta haldið viðræðunum áfram án Hreyfingarinnar fyrst ekki hefði verið nein hreyfing á viðræðunum lengur.    En Hreyfingin sagði í sinni til-kynningu að hún mundi áfram styðja öll góð mál frá ríkisstjórn- inni, sem ætti ekki að vera mikil fyrirhöfn.    Þeir sem þekkja til þess tungu-taks, sem notað er í sölum Al- þingis og skilst ekki vel utan þeirra, hafa rýnt í textann.    Þeir segja að yfirlýsingin þýðisennilega á mannamáli að Hreyfingin muni styðja þau mál sem ríkisstjórnin sé í vandræðum með, en muni sýna andstöðu sína þar sem öllu sé óhætt.    Hagsmunamál heimilanna séuþó sett ofar öllu og í þeim málum verði engin grið gefin.    Þá sé auðvitað eingöngu átt viðhagsmunamál heimila þeirra Birgittu, Margrétar og Þórs Saari. Steingrímur J. Sigfússon Hreyfing á viðræðuslitunum? STAKSTEINAR Þór Saari BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is Tuttugu og þriggja ára karlmaður, Hlífar Vatnar Stefánsson, játaði við þingfestingu fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun að hafa orðið unnustu sinni, Þóru Eyjalín Gísladóttur, að bana á heimili sínu í Hafnarfirði í febrúar síðastliðnum. Hann hafnaði hins vegar bótakröfu í málinu sem kemur frá fjölskyldu hinnar látnu og sagði kröfuna ómerkilega og að „ógeðslegt“ væri að leggja hana fram. Hlífar Vatnar er ákærður fyrir manndráp með því að hafa á tíma- bilinu frá síðdegi fimmtudaginn 2. febrúar til hádegis föstudaginn 3. febrúar sl. veist að Þóru Eyjalín í svefnherbergi á heimili sínu, með hnífi, stungið hana ítrekað í andlit og líkama og skorið hana á háls, allt með þeim afleiðinginum að hún hlaut bana af. Réttarhaldið verður opið Áður en að játningu Hlífars kom var tekist á um það hvort þinghald í málinu skyldi vera opið eða lokað. Réttargæslumaður fjölskyldunnar krafðist þess að þinghaldið yrði lok- að til að hlífa henni við umfjöllun fjölmiðla um málið. „Þarna er um að ræða hrottafengið morð og upplýs- ingar um viðkvæm atriði sem óhjá- kvæmilega verður fjallað um, og verður aðstandendum þungbært að hlusta á í gegnum fjölmiðla,“ sagði Jóhanna Sigurjónsdóttir, réttar- gæslumaður, en þar á meðal er níu ára sonur Þóru. Kröfunni mótmælti hins vegar Helgi Magnús Gunnarsson, sak- sóknari í málinu, og sagði óvanalegt að loka þinghöldum í málum sem þessum enda meginreglan sú að þinghöld séu opin „og eins blóðugt og málið er og óhugnanlegt þá er þetta eins og mörg önnur mál. Því eru engin rök til að hlífa sakborningi við að það sé opið þinghald.“ Dómari málsins tók sér stutta stund til að fara yfir málið og komst að þeirri niðurstöðu að þinghald skyldi vera opið í málinu. Jóhanna ákvað að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar, sem mun því hafa lokaorðið. Engu að síður er ljóst að aðalmeð- ferð í málinu fer fram 22. júní nk. og mun klárast sama dag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leiddur inn Hlífar Vatnar Stefánsson kom til dómsins í fylgd fangavarða. Játaði morðið en hafnaði bótakröfu  Stakk unnustu sína ítrekað í andlitið Veður víða um heim 22.5., kl. 18.00 Reykjavík 12 skýjað Bolungarvík 10 alskýjað Akureyri 12 skýjað Kirkjubæjarkl. 9 alskýjað Vestmannaeyjar 8 þoka Nuuk 1 skýjað Þórshöfn 8 skýjað Ósló 22 heiðskírt Kaupmannahöfn 23 heiðskírt Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 21 heiðskírt Lúxemborg 22 léttskýjað Brussel 22 heiðskírt Dublin 17 skýjað Glasgow 21 léttskýjað London 22 léttskýjað París 18 skýjað Amsterdam 27 heiðskírt Hamborg 25 heiðskírt Berlín 30 heiðskírt Vín 21 alskýjað Moskva 25 heiðskírt Algarve 20 léttskýjað Madríd 23 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 21 heiðskírt Róm 13 skúrir Aþena 26 léttskýjað Winnipeg 15 alskýjað Montreal 18 skúrir New York 18 alskýjað Chicago 17 heiðskírt Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:46 23:04 ÍSAFJÖRÐUR 3:17 23:42 SIGLUFJÖRÐUR 2:59 23:27 DJÚPIVOGUR 3:08 22:41 Í dag, miðvikudaginn 23. maí, verður boðið upp á hársnyrt- ingar frá kl. 10.00 til 16.00 í húsakynnum Fjölskylduhjálpar Íslands að Eskihlíð 2-4 í Reykjavík. Slík þjónusta er af- skaplega vel þegin og skjól- stæðingarnir þakklátir, segir í tilkynningu frá Fjölskylduhjálp- inni. Matarúthlutun verður einnig í dag frá kl. 14 til 16.30, og út- hlutun númera hefst kl. 10.00. Hver skjólstæðingur er beðinn um að koma með skattframtal sitt fyrir árið 2011. Fatamark- aður sem er í sama húsnæði er opinn alla virka daga frá kl. 12.00 til 18.00. Allir landsmenn eru velkomnir að versla á fata- markaðinum og styrkja þannig matar- og lyfjasjóð Fjöl- skylduhjálpar Íslands. Matarúthlutun og hársnyrting hjá Fjölskylduhjálpinni Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið laugard. 11–16, lokað Hvítasunnudag og mánudag Listmuna uppboð Gallerís Foldar Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 Dieter Roth 18. maí – 3. júní Síðustu forvöð að koma verkum á uppboðið er þriðjudaginn 29. maí Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 Síðasta uppboð fyrir sumarhlé er mánudaginn 4. júní

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.