Morgunblaðið - 23.05.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2012
Á Krúsku færðu:
heilsusamlegan mat,
kjúklingarétti, grænmetisrétti,
fersk salöt, heilsudrykki,
súkkulaðiköku,
gæðakaffi frá
Kaffitár og
fallega
stemningu.
Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is
OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20 SENDUM Í FYRIRTÆKI
Næring fyrir líkama og sál
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Sjö kassar af íslenskum ritum sukku með Titanic í
jómfrúrferðinni örlagaríku fyrir rétt rúmlega 100
árum. Kannski voru þarna eintök af Eimreiðinni,
Skírni og Sunnanfara, hugsanlega nýlegar ævi-
sögur og skáldsögur á íslensku.
Fleira efni gæti hafa verið í
þessari sendingu, en efnið var
sérstaklega pantað fyrir ís-
lenska bókasafnið í Cornell-
háskóla í Íþöku í New York-
ríki í Bandaríkjunum.
Bótum hafnað
Í bók Kristínar Bragadóttur,
Willard Fiske, vinur Íslands og
velgjörðarmaður, sem út kom
árið 2008, er fjallað um þetta
og segir svo í bókinni:
„Nýlega komu í ljós skjöl í
Fiskesafni sem sýna að mikið
af íslenskum ritum fór í hafið
með glæsiskipinu Titanic sem
fórst í jómfrúrferð sinni árið
1912. Það ár var ein af pönt-
unum Halldórs [Her-
mannssonar] afgeidd og send
frá Íslandi til Englands þar
sem hún fór um borð í skip sem
lá í Bristol tilbúið til siglingar
til Norður-Ameríku.
G.E. Strechert & Co. Dealers in Books and Per-
iodicals í New York, sem voru með útibú í Leipzig,
London og París, sáu um afgreiðslu pöntunar-
innar. Bréf, skrifað 16. apríl 1912, barst frá fyrir-
tækinu þar sem harmað var að farmur frá Íslandi,
sjö bókakassar og nokkrir pakkar af tímaritum
hafi tapast með Titanic. Ekkert af þessu var
tryggt, en Stechert-fyrirtækið lýsti sig reiðubúið
að koma að einhverju leyti til móts við kaupendur.
Í bréfi frá 18. apríl 1912 segir: „Fyrir nokkru
höfum við hætt við tryggingar á sjóflutningum og
sannarlega reiknuðum við ekki með tapi á farmi á
nýjasta og fínasta gufuskipi, sem nokkurn tíma
hefur verið byggt.“ Bókasafnið í Íþöku ákvað hins
vegar að fara ekki fram á skaðabætur.“
Það kemst býsna margt í svona pappakassa
Kristín segir í samtali við Morgunblaðið að ekki
liggi fyrir hvað nákvæmlega hafi verið í þessari
sendingu. „Willard Fiske var mjög nákvæmur
safnari og fylginn sér,“ segir Kristín. „Hann lagði
hart að sjálfum sér og þeim mönnum sem söfnuðu
fyrir hann að ná öllu og vildi alls ekki að það væru
eyður í safninu hans. Halldór setti safnið upp að
Fiske látnum og annaðist það af mikilli ósérhlífni í
áratugi. Hann fylgdi vinnubrögðum Fiske og
safnið í Cornell er einstakt.
Það er líklegast að Halldór hafi pantað aftur
það sem fór forgörðum með Titanic. Ég efast um
að í sendingunni hafi verið fágætt eldra efni því
það hefði þá komið fram á þessum tíma. Líklegast
er að í sendingunni hafi verið eintök af þeim tíma-
ritum, sem gefin voru út á Íslandi í byrjun 20. ald-
arinnar, einnig skáldsögur á íslensku, ævisögur
og annað íslenskt efni. Það kemst býsna margt í
svona pappakassa ef vel er raðað.
Fiske hafði áhuga á öllu efni frá Íslandi og þar
voru einblöðungar ekki undanskildir. Það kæmi
mér ekki á óvart að í sendingunni hefðu verið erfi-
ljóð, auglýsingar, matseðlar og markaskrár frá
hinum ýsmu landshornum. Slíkt efni er að finna í
safninu og Fiske hafði áhuga á öllu sem tengdist
landinu og þjóðinni sem var honum svo kær. Hall-
dór tók upp þetta merki.“
Íslensk tenging við Titanic
Kristín segir að hún hafi lengi viljað kynnast
betur manninum Fiske, sem tók slíku ástfóstri við
Ísland. Hún hafi m.a. dvalið við rannsóknir í Sví-
þjóð, á Ítalíu og í Cornell-háskóla.
„Einhverju sinni þegar ég var að grúska í papp-
írum á bókasafninu benti yfirmaður safnsins mér
á þessi bréf frá skipafélaginu,“ segir Kristín.
„Hann sagði að það væri alltaf verið að fjalla um
Titanic og þarna væri komin íslensk tenging, sem
ekki hefði verið fjallað um áður. Ég veit ekki til
þess að um borð í skipinu hafi verið aðrir hlutir
sem tengjast Íslandi.“
Kristín segist enn vera í nokkru sambandi við
starfsmenn í Cornell, þar sem unnið er að þýðingu
bókar hennar um Fiske.
Íslensk rit í farmi Titanic
Margvíslegt efni pantað frá Íslandi fyrir Cornell-háskóla í Bandaríkjunum
Sannarlega reiknuðum við ekki með tapi á farmi á nýjasta og fínasta skipinu
AFP
Titanic Lagt upp frá Englandi yfir hafið áleiðis til Bandaríkjanna í apríl 1912. Í lestum skipsins voru eintök af íslenskum bókum og tímaritum.
Sukku Tilkynning um hvarf ritakosts sem var í
Titanic þegar skipið sökk fyrir rúmri öld.
Kristín
Bragadóttir
Daniel Willard
Fiske
Ekki er ósennilegt að Daniel Willard
Fiske hafi fyrstur kennt íslensku við
bandarískan háskóla. Hann var einnig
áhugamaður um skák og átti þátt í
uppbyggingu hennar hér á landi.
Fiske fæddist 11. nóvember 1831 í
Ellisburg í New York-ríki. Ungur fékk
hann brennandi áhuga á norrænum
fræðum og sigldi 1850 til Kaupmanna-
hafnar til háskólanáms. Af Íslend-
ingum komst
Fiske í kynni við
Jón Sigurðsson en
einkum þó Gísla
Brynjúlfsson skáld
sem kenndi honum
íslensku endur-
gjaldslaust. Eftir
vetrarvist í Kaup-
mannahöfn flutti
hann sig um set og
las við Uppsalaháskóla í 1½ ár.
Árið 1868 varð hann prófessor í
Norðurlandamálum og þýsku við hinn
nýstofnaða Cornell-háskóla í Íþöku í
New York-ríki og jafnframt yfir-
bókavörður háskólans. Árið 1883 sagði
Fiske lausu starfi sínu við Cornell-
háskóla og fluttist til Flórens á Ítalíu
þar sem hann bjó til dauðadags, 17.
september 1904.
Brennandi áhugi
Í grein í Morgunblaðinu á 100 ára
ártíð Fiskes segir svo um arfleifð hans:
„Brennandi áhugi Willards Fiskes á
Íslandi og íslenskri menningu hefur
tvímælalaust borið ríkulegan ávöxt í
mikilvægu framlagi til skákíþrótt-
arinnar og menningarlífs bæði í Lærða
skólanum og Grímsey og ekki síst í
kraftmikilli söfnun íslenskra bóka.
Fiske-safnið við Cornell-háskóla, sem
nú er ríflega 40 þúsund bindi, er talið
annað stærsta safn íslenskra bóka á
erlendri grundu, næst á eftir Kon-
unglega bókasafninu í Kaupmanna-
höfn, og hefur að geyma mikinn fjölda
afar fágætra bóka.“
Fiske arfleiddi Cornell-háskóla að
mestöllum eignum sínum og þar á
meðal bókasöfnum, en íslenska safnið
er þeirra stærst. Erfðaskrá Fiskes
kveður á um að því skuli haldið út af
fyrir sig.
Íslenskir bókaverðir
Halldór Hermannsson gegndi fyrst-
ur starfi bókavarðar við Fiske-
bókasafnið eftir að því var komið fyrir
við Cornell-háskóla árið 1905. Hann
gegndi starfinu til ársins 1948, jafn-
framt því sem hann var prófessor við
skólann. Halldór var vel kunnugur
safninu eftir að hafa starfað með Fiske
í Flórens. Halldór skipulagði safnið og
gaf út vandaðar bókaskrár og hélt úti
ritröðinni Islandica.
Næstir á eftir Halldóri voru bóka-
verðir þeir Kristján Karlsson, Jóhann
S. Hannesson og Vilhjálmur Bjarnar,
en þeir höfðu einnig með höndum
kennslu í forníslensku við háskólann.
Einstakt
bókasafn
í Cornell
Halldór
Hermannsson