Morgunblaðið - 23.05.2012, Síða 16

Morgunblaðið - 23.05.2012, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2012 ● Launavísitala í apríl 2012 er 431,4 stig og lækkaði um 0,1% frá fyrri mán- uði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 11,9%. Vísi- tala kaupmáttar launa í apríl er 111,1 stig og lækkaði um 0,8% frá fyrri mán- uði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 5,1%. Þessar upplýsingar komu fram á vef Hagstofunnar í gær. Kaupmáttur minnkar ● 72% af heildar- útflutningi sjáv- arafurða á síðasta ári fóru á markað á evrópska efna- hagssvæðinu, 8,8% fóru til Asíu og 4,9% til Afr- íku. Þetta kemur fram í ritinu Út- flutningur og út- flutningsfram- leiðsla sjávarafurða 2011 sem Hagstofa Íslands gefur út. Fram kemur að á árinu 2011 nam verðmæti útflutningsfram- leiðslu sjávarafurða rúmum 256 millj- örðum króna og jókst um 7,8% frá fyrra ári. 72% útflutnings sjávar- afurða til Evrópu Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Fóðurinnflytjendur þurfa að horfast í augu við að hækka verð eftir miklar hráefnisverðhækkanir á alþjóðlegum mörkuðum. „Ég á von á því að við þurfum að hækka verð á fóðri snemmsumars,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, framkvæmda- stjóri Líflands sem er umsvifa- mikill fóðurfram- leiðandi, í samtali við Morgunblaðið. Hún segist ekki geta sagt til um strax hve miklar hækkanirnar verði, enda fari verð á mörkuðum enn hækkandi. En nefnir að þessar hækkanir muni auka matarútgjöld heimilanna í land- inu. Sojamjöl hefur hækkað um 54% á erlendum mörkuðum frá því um miðjan desember til byrjunar maí. En sojamjöl er einn helsti prótíngjaf- inn í dýrafóðri hér á landi og því mun hækkunin leiða til hærri framleiðslu- kostnaðar í landbúnaði sem þrýstir á verðhækkanir til neytenda. „Soja- verð hefur afgerandi áhrif á verð- myndun í matvælaiðnaði. Það blasir við að svona miklar verðhækkanir á soja og jafnvel öðrum afurðum sem eru undirstaðan að allri landbúnaðar- framleiðslu leiða til hærra vöruverðs á t.d. kjöti og mjólk,“ segir Bergþóra. En fóðurkostnaður vegur þungt í framleiðslukostnaði matarframleið- enda. Helsta orsökin fyrir þessum hækk- unum er mun minni uppskera í Suður-Ameríku en reiknað var með. Uppskerubresturinn á rætur að rekja til mikillar þurrkatíðar það sem af er þessu ári. Erfiðara fyrir landsmenn Þrátt fyrir þessar miklu hækkanir hefur Lífland ekki enn hækkað verð nema sem nemur verðbólgu, því fyrirtækið átti lager en þær birgðir munu ganga til þurrðar á næstunni. Bergþóra bendir á að vegna þess hve krónan er veik um þessar mundir eigi innlendir aðilar erfiðara um vik með að takast á við hækkanirnar. Fóður- verð hafi t.d. hækkað töluvert á út- mánuðum 2008 en þá var krónan mun sterkari og innanlandsmarkaðurinn réð betur við töluverðar sveiflur í verði. „Nú höfum við ekki borð fyrir báru. Það hefur verið þungur róður í nokkur ár og því kemur þetta mun harðar við okkur landsmenn,“ segir Bergþóra. Erlendir sérfræðingar telja ekki mikla möguleika til lækkunar á næst- unni. Þeir reikna jafnvel með því að sojavörur muni hækka enn frekar á næstu vikum og mánuðum og spá því að verð á sojabaunum eigi eftir að ná sambærilegum hæðum og gerðist ár- ið 2008. Ef það gerist þá þýðir það 15%-20% hækkun til viðbótar við þá rúmlega 50% hækkun sem þegar hef- ur orðið á örfáum mánuðum. Miklar verðhækkanir á mat ytra á leið til Íslands Reuters. Alþjóðaviðskipti Sojabaunauppskera í Argentínu. Uppskerubrestur þar hefur mikil áhrif í Evrópu.  Sojamjöl hækkaði um 56% á hálfu ári Miklar hækkanir á hrávörumörkuðum » Sojamjöl hefur hækkað um 54% á erlendum mörkuðum frá því um miðjan desember til byrjunar maímánaðar. » Þessar verðhækkanir munu hafa áhrif á matarverð hér. » Íslensk heimili og fyrirtæki eiga erfiðara um vik að takast á við hækkanirnar eftir banka- hrunið og vegna veikrar krónu. Bergþóra Þorkelsdóttir Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Tæp 13% ungs fólks í heiminum eru atvinnulaus og samkvæmt skýrslu Alþjóðasambands launþega (ILO) er útlit fyrir að aðstæður þessa fólks muni ekki batna á næstu fjórum ár- um. Samkvæmt skýrslunni er ein af hverjum fimm ungum manneskjum í Evrópu atvinnulaus og í löndum Norður-Afríku eru 27,9% ungmenna atvinnulaus. Í Mið-Austurlöndum er talan 26,5%. „Jafnvel í Austur-Asíu þar sem mestur er krafturinn í viðskiptalífinu er atvinnuleysi ungs fólks næstum þrisvar sinnum meira en fullorð- inna,“ stendur í skýrslunni. Þar segir einnig að líklega sé at- vinnuleysið meira enda eru mörg dæmi um að fólk framlengi náms- tíma sinn af því að það á erfitt með að finna vinnu. Hættan er að þar sem vel hæft og menntað fólk fær ekki störf þá missi það hæfileikana. Höfundar skýrslunnar leggja til að fyrirtæki sem ráða ungt fólk fái skattaafslátt og að ríkisstjórnir geri það að stefnumáli sínu að bæta ástandið. Það verði að vera pólitísk- ur vilji til að taka á vandamálinu. Til samanburðar er 7,5% atvinnu- leysi á Íslandi en á sama tíma var at- vinnuleysi ungs fólks 17,7%. Þannig er atvinnuleysi ungs fólks 2,36 sinn- um meira en fullorðinna. Ný skýrsla um atvinnuleysi komin út Ungmennin eru hér án atvinnu Betl Atvinnuleysi ungs fólks er orð- ið alþjóðlegt vandamál.                                          !"# $% " &'( )* '$* +,- ,../,0 +,1/2, ,+/--+ ,+/3-4 +-/5+ +31/-1 +/04,2 +43/24 +2+/53 +,-/3 ,../-1 +,1/45 ,+/530 ,+/11, +-/52, +30/+, +/04-3 +41/,- +2,/,5 ,,3/314, +,-/2 ,.+/,3 +,0/31 ,+/544 ,+/0.0 +-/4+1 +30/0 +/2., +41/50 +2,/-3 Sérsmíðaðar baðlausnir Speglar • Gler • Hert gler Öryggisgler • Litað gler • Bílspeglar Sandblástur • Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtu-skilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af ljósaspeglunum okkar vinsælu. Á nýrri heimasíðu okkar glerslipun.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Vatnagarða 12 þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf. Vatnagarðar 12 | Sími 588 5151 | Fax 588 5152 | glerslipun.isSTOFNAÐ 1922 Stuttar fréttir ... Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.