Morgunblaðið - 23.05.2012, Page 23

Morgunblaðið - 23.05.2012, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2012 ✝ Friðbjörg Ingj-aldsdóttir fæddist í Reykjavík 8. október 1918. Hún lést á Landspít- alanum 14. maí 2012. Foreldrar Frið- bjargar voru Ingj- aldur Þórarinsson, sjómaður og síðar verkamaður í Reykjavík, f. 5. des- ember 1874 að Bæ í Kjós, d. 1. nóvember 1961 og Þóra Péturs- dóttir húsmóðir, f. 20. júlí 1883 í Miðdal í Kjós, d. 17. marz 1959. Systkini Friðbjargar voru Hólm- fríður, f. 1909, Pétur, f. 1911, Guðmundur Marinó, f. 1912, Laufey Ása, f. 1915 og Njáll, f. 1923, öll látin. Hinn 27. apríl 1938 giftist Friðbjörg Oddi Helga Helgasyni, f. 10. apríl 1912, d. 3. nóvember 1986. Foreldrar hans vour hjónin Oddrún Sigurðardóttir, f. 1878, d. 1969 og Helgi Magnússon, f. rún Helga, f. 1981. 6) Pétur Egg- ert, f. 8. nóvember 1957, kvæntur Margréti H. Kjærnested, f. 17. apríl 1960, þeirra dóttir er Ásta, f. 1988. 7) Valgerður, f. 15. des- ember 1960, gift Friðriki Ey- steinssyni, f. 12. janúar 1959, þeirra synir eru Oddur Eysteinn, f. 1983, Friðrik Húni, f. 1994 og Guðjón Helgi, f. 1998. Auk barna Friðbjargar átti Oddur soninn Viggó Alfreð, f. 1932, d. 1983. Langömmubörn Friðbjargar eru 17 og eitt langalangömmubarn. Friðbjörg ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur á Bræðraborg- arstíg, Vesturgötu og Bakkastíg. Hún gekk í Miðbæjarbarnaskól- ann og stundaði síðar nám í hús- stjórnarskóla í Danmörku, Den Danske Fagskole. Jólahlaðborða- menningu á Íslandi má rekja til fagmennsku Friðbjargar í mat- argerðarlist. Starfsvettvangur hennar var heimavinnandi hús- móðir og stjórnaði hún stóru heimili á annasömum tíma eig- inmannsins. Friðbjörg var fé- lagslynd í meira lagi, virkur fé- lagi í Kvenfélaginu Hringnum um langt árabil, spilaði brids fram á síðasta ár. Útför Friðbjargar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 23. maí 2012, og hefst athöfnin kl. 13. 1872, d. 1956. Börn Friðbjargar og Odds eru 1) Helgi, f. 14. janúar 1939, var kvæntur Ásthildi Ingu Haraldsdóttur, f. 9. júní 1943, þau skildu, börn þeirra eru, Haraldur Helgi, f. 1964, Katr- ín, f. 1968 og Oddur Ingvar, f. 1975, d. 1980. 2) Sigrún Jak- obína Anna, f. 16. marz 1942, gift Bjarna Ingvari Árnasyni, f. 17. júní 1942, börn þeirra eru Arndís Björg f. 1963, d. 1983, Þóra, f. 1967, Elín, f. 1972 og Árni Ingv- ar, f. 1978. 3) Þóra, f. 12. febrúar 1944, giftist Arthur Rose, f. 19. maí 1934, d. 1993. 4) Sigurður Bertel, f. 20. september 1945, kvæntur Iðunni Lúðvíksdóttur, f. 7. júní 1947. 5) Oddur Helgi, f. 10. febrúar 1950, kvæntur Elínborgu Jóhannsdóttur, f. 20. marz 1951, börn þeirra eru Davíð Freyr, f. 1974, Friðbjörn, f. 1978 og Odd- Látin er í hárri elli móðir mín, Friðbjörg Ingjaldsdóttir. Heilsu hennar hafði tekið að hraka mikið síðastliðin tvö ár og sjónin nánast farin. Móður minnar minnist ég helst fyrir hennar margvíslegu áhuga- mál enda með afbrigðum jákvæð kona og sá aldrei neitt nema björtu hliðarnar á tilverunni. Matargerð var hennar list- grein, og lagði hún sérstaklega áherslu á að allt liti vel út og mat- urinn væri fallega fram borinn. Í Danmörku lærði hún danska mat- argerð og tileinkaði sér snilli þeirrar listar sem Danir eru þekktir fyrir. Bridge spilaði hún til 91 árs ald- urs, meðal annars með Oddfellow- konum sem báru hana á höndum sér þrátt fyrir að hún væri ekki í reglunni. Hún var með „bridge- reikninginn‘‘ alveg á hreinu. Ensku knattspyrnunni fylgdist hún með meðan hún naut sjónar og harður KR-ingur, fædd og upp- alin í Vesturbænum. Hún spilaði golf með föður mínum þegar Golf- klúbbur Reykjavíkur var staðsett- ur í Öskjuhlíðinni, enda átti hann sæti í stjórn klúbbsins. Húmor hafði hún góðan og stöðugt að biðja mann að segja sér brandara, þegar maður hafði gert það sagði hún „nú skalt þú fara, ég ætla að hringja í hana Dúu svilkonu og segja henni þennan brandara“. Mömmu verður helst minnst fyrir jákvæðni og hver sem skilur eftir sig slíkar minningar er öf- undsverður. Hana hafði dreymt pabba nóttina áður hún lést, hann hafði staðið við uppdekkað borð og sagt að það yrði haldin veisla þegar hún kæmi austur. Góða ferð, mamma mín, og Guð geymi þig. Oddur Helgi Oddsson. Elsku mamma mín, Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín verður sárt saknað. Kveðja, þín Valgerður (Vala). Friðbjörg Ingjaldsdóttir tengdamóðir mín látin. Hún fór eins og staðfasti tindátinn hnar- reist í stafni skips síns, gaf skip- anir á báða bóga til hinstu stundar – er yfir lauk. Lífshlaup hennar og vegferð var falleg og spannar rúm 93 ár, sem þykir harla gott í garði drottins. Friðbjörg fæddist frostavetur- inn mikla 1918, við lok fyrri heims- styrjaldarinnar og bar fallega nafnið sitt því samkvæmt. Alla tíð var hún Hringskona, sjálfstæðis- kona og KR-ingur, sannur Vest- urbæingur og ákaflega stolt af uppruna sínum. Á langri ævi ger- ist margt og það fékk hún að sjá og reyna. Friðbjörg giftist Oddi Helgasyni forstjóra sem lést 1986. Þau hjón eignuðust sjö börn saman í farsælu hjónabandi sem öll eru á lífi og mannkostafólk. Hún stjórnaði mannmörgu heim- ili með mikilli reisn. Var lista- kokkur, enda útskrifuð af góðum dönskum matreiðsluskóla. Ég kynntist henni haustið 1960 þegar ég var að gera hosur mínar græn- ar fyrir Sigrúnu elstu dóttur þeirra hjóna. Tók hún mér stráklingnum með kostum og vin- áttu, sem varði alla tíð. Aldrei lastaði hún neinn né lagði mis- jafnt til heldur sagði kannski „það var einmitt það“ og þá var það bara þannig. Hispurslaus á stund- um, beinskeytt og gædd ríkuleg- um húmor. Hvernig gat slík manneskja annað en verið bráð- skemmtileg – það var hún tengda- móðir mín sannarlega. Friðbjörg var þungamiðjan í stórfjölskyld- unni einmitt eins og tíðkast á Ítal- íu. Ættmóðirin aldin brosmild og falleg, ævinlega glæsilega klædd með tilheyrandi klúta, hatta og hanska. Já, það sópaði að henni Friðbjörgu hvar sem hún fór. Þannig minnumst við hennar, syrgjum og elskum. Nú er komið að kveðjustundinni og þakka ég henni fyrir hana Dirru mína og vináttuna okkar góðu, sem ekkert skyggði á. Góður Guð fylgi þér og blessi þína. Bjarni Ingvar Árnason. Friðbjörg Ingjaldsdóttir  Fleiri minningargreinar um Friðbjörgu Ingjalds- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTRÚN ÓSK KALMANSDÓTTIR, Garði, Strandgötu 11, Stokkseyri, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fimmtudaginn 17. maí. Útför fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 26. maí kl. 11.00. Halldór K. Ásgeirsson, Adelada M. Renegado, Guðlaugur Rúnar Ásgeirsson, Jón Björn Ásgeirsson, Ásrún S. Ásgeirsdóttir, Viktor S. Tómasson, Sigurborg K. Ásgeirsdóttir, Guðjón M. Jónsson, Gunnlaugur S. Ásgeirsson, Guðbjörg Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi, langafi og langalangafi, GUÐMUNDUR FERTRAM SÖLVASON frá Efri-Miðvík, Aðalvík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði mánudaginn 21. maí. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 26. maí kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Oddný Guðmundsdóttir, Sigurjón Norberg. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FREYJA JÓHANNSDÓTTIR, Urðarbakka 6, sem lést að morgni uppstigningardags 17. maí, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 24. maí kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Bragi Agnarsson, Bjarney Runólfsdóttir, Leifur Agnarsson, Laufey Björg Agnarsdóttir, Þór Agnarsson, Ásdís Þóra Davidsen, Vigdis Björk Agnarsdóttir, Finnbogi Jóhann Jónsson, Bettina Wunsch, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVAVAR KRISTJÓNSSON rafverktaki, Eikjuvogi 17, lést á Landspítalanum föstudaginn 18. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðný Ásbjörnsdóttir, Guðný Svavarsdóttir, Sveinn Óttar Gunnarsson, Jörundur Svavarsson, Sif Matthíasdóttir, Erla Kristín Svavarsdóttir, Sigríkur Smári Ragnarsson, Lilja Steinunn Svavarsdóttir, Bjarni Jónsson, Auður Ólína Svavarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÓLAFUR S. OTTÓSSON, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 16. maí. Útför hans fer fram frá Neskirkju fimmtu- daginn 24. maí kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á orgelsjóð Stykkishólmskirkju (0309-13-300336, kt. 630269-0839) eða líknarfélög. Steinunn Árnadóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Helgi R. Jósteinsson, Kristín Ólafsdóttir, Davíð Sigurjónsson, Erna Ólafsdóttir, Helgi Arnarson og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNBJÖRG DAVÍÐSDÓTTIR, áður Borgarholtsbraut 67, Kópavogi, sem lést á Hrafnistu miðvikudaginn 16. maí, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 25. maí kl. 14.00. Örn Harðarson, Halla Hallgrímsdóttir, Þórhalla Harðardóttir, Jón Jóhannesson, Jóhanna Harðardóttir, Sigurður Ingólfsson, Ari Harðarson, Hjálmfríður Nikulásdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, RAKEL GUÐBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, lést á Landspítalanum sunnudaginn 20. maí. Útförin fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg, þriðjudaginn 29. maí kl. 15.00. Helga B. Bequette Magnúsdóttir, Reynir Guðjónsson, Margrét Vilmarsdóttir, Grétar Örn Júlíusson, Ragnar Geir Guðjónsson, Erla Guðjónsdóttir, Guðmundur K. Birkisson, Magnús Helgi Alfreðsson, Áslaug Jóhanna Jensdóttir, Helena Katrín Alfreðsdóttir, Jón Guðbrandsson, Ragnar Fjeldsted, Alfreð Emil Alfreðsson, Rosario Amado Obas, Ásta Berglind Alfreðsdóttir, Karl H. Garðarsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KLARA GUÐBRANDSDÓTTIR frá Laugardælum, til heimilis að Bláskógum 13, Hveragerði, lést fimmtudaginn 17. maí. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 25. maí kl. 15.30. Guðbrandur Einarsson, Sigurlína J. Gunnarsdóttir, Katrín Einarsdóttir, Geir Jónsson, Einar Smári Einarsson, Ægir Einarsson, Sigurður Einarsson, Gíslína Jensdóttir, Sverrir Einarsson, Sigrún Helga Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og mágkona, MARÍA H. GUÐMUNDSDÓTTIR, Skúlagötu 40, lést á kvennadeild Landspítalans föstu- daginn 18. maí. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 5. júní kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans. Elín María Ólafsdóttir, Jóhannes Gíslason, Kristín Ólafsdóttir, Auður Ólafsdóttir, Stefán Pétursson, Jens Ólafsson, Kristín Eggertsdóttir, Hjördís Jensdóttir, ömmubörn og langömmubarn. ✝ Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, LAUFEYJAR BJARKADÓTTUR, Hafrafellstungu, fer fram frá Skinnastaðarkirkju Öxarfirði laugardaginn 26. maí kl. 14.00. Karl Sigurður Björnsson, Hulda Hörn Karlsdóttir, Stefán Leifur Rögnvaldsson, Ingiríður Ásta Karlsdóttir, Robert Duane Boulter, Birna María Karlsdóttir, Einar Sigurjónsson, Bjarki Fannar Karlsson, Eyrún Ösp Skúladóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.